föstudagur, janúar 30

Það er

nauðsynlegt að láta dekra við sig annað veifið. Ég fór í húðhreinsun í gær á snyrtistofUna mína, Guinot á Grensás. Það er ekki leiðinlegt að láta maka alls konar kremum á sig. Húðhreinsunin sjálf er kannski ekki þægileg en það sem kemur á undan og eftir henni er himneskt. Manni er pakkað inn í teppi og svo er hafist handa. Er ekki frá því að ég hafi sofnað þegar maskinn var látinn bíða. Já, ég er dekurdýr. Snjóboltaáhrifin eru strax farin að koma í ljós. Ásta Rós og Jórunn, sem eru að vinna með mér, ætla báðar að drífa sig og einnig hún Bogginskaya. Hluti af Skerjóhópnum kom svo í Hófgerðið í gærkvöldi og það var planað og plottað. Kemur í ljós síðar um hvað var plottað. Fylgist með... Lifið heil

     |

fimmtudagur, janúar 29

Ég fór

í KringlUna í gær að leita að hlut. Ekki leikurinn sem maður lék þegar maður var lítill, heldur var ég að leita að ákveðnum hlut til að kaupa. Fann hann ekki. En þegar ég gekk í hægðum mínum (orðatiltæki) um miðstöð þá er við verslun er kennd þá fann ég að pilsið var að detta niður um mig. Leiftursnöggt þá náði ég að grípa það áður en það datt niður um mig. Uss suss uss. Ég hef nefnilega þann leiða vana að sauma pilsin mín stundum of víð. En ég var búin að þrengja þetta. Spurning um að gera það aftur. Þetta gerðist nefnilega líka á Kaffibarnum um síðustu helgi. Var að labba og allt í einu var pilsið að detta. Ætla mætti að ég hefði lært af þessu en greinilega ekki. Nú ætla ég að þrengja þetta pils og mér er alveg sama hvað þið segið (segist í tóninum sem Stella notaði þegar hún sagði þessa setningu: ,,ég ætla að nota þessi veiðileyfi, mér er alveg sama hvað þið segið")

Fór í afmæliskökur til hans Lalla í gærkvöldi. Hafdís var búin að baka þessar fínu kökur. Þau voru nýbúin að kaupa spilið Sequence og var gripið í það. Við Lalli byrjuðum mjög vel og unnum fyrstu 2 umferðirnar en svo fór að halla undan fæti. Gústi og Signý unnu 2 umferðir og Þráinn og Hafdís 1. Það verður re-match bráðum. Skemmtilegt spil. Sérstaklega þegar maður vinnur. Góðar stundir.

     |

miðvikudagur, janúar 28

Það virðist

sem straumurinn liggi til Asíu um þessar mundir. Ásdís og Helga ætla að vera í fjóra og hálfan mánuð á flakki um Asíu. Ingunn og Einar eru í Taiwan að læra málið þar. Sigga Víðis var á Indlandi, í Afganistan, Bangkok og er núna í Burma. Rebekka, vinkona Boggu, er svo í Hong Kong. Ekki laust við öfund í þeirra garð. Kannski maður skelli sér bara í eina reisu. Það er eflaust einhver þarna úti sem er til í svona ævintýri. Lifið heil

     |

Afmælisbörn dagsins

eru tvö. Fyrst skal nefnd Frú Ásdís Garðarsdóttir móðir mín, kjarnakona frá Þorlákshöfn City. Hún er 47 ára í dag. Til lukku mamma. Afmælisbarn númer tvö er hann Lalli, öðru nafni Þórhallur Ingi. Hann er mastersnemi í verkfræði, starfsmaður KB banka og fyrrum Skerjagarðsbúi. Býr ekki lengur á Skerjó óðalinu. Er fluttur ásamt Hafdísi spúsu sinni og Birtu í Laugardalinn. Til lukku með daginn Lalli minn. Hann hélt upp á daginn þann 10. janúar. Komst ekki í afmælið, var á Kanarí, en hér eru myndir frá því. Góðar stundir

     |

þriðjudagur, janúar 27

Afmælisbarn dagsins

er Gísli Guðmundsson, verkefnastjóri Frostaskjóls. Oftast nefndur Slingi slaki eða Málfræðimaðurinn. Til lukku Gísli með áfangann. Maður verður ekki þrítugur á hverjum degi... Haldið verður upp á stórafmælið á laugardaginn, en afmælisbarnið veit ekki hvar það verður haldið. Gaman að því. Góðar stundir.

     |

mánudagur, janúar 26

Ég er

Lasarus í dag. Dauði og djöfull. Staulaðist í vinnUna í morgun en auðvitað er ekkert vit í að vera þar þegar maður hefur ekki orku til neins. Þannig að ég fór heim um hádegið. Finnst fátt leiðinlegra en að vera Lasarus. Arrrrg. Góðar stundir

     |

Nú er

Em búið fyrir mig. Ei vei. Lifið heil

     |

laugardagur, janúar 24

Gaman

var í gærkvöldi. Fór í mat til Signýjar og svo var haldið á listakynningu Röskvu. Skratthea Skorrdal slóst í hópinn, gerði hlé á þrifunum. Litli bróðir er nefnilega á þessum títtnefnda lista. Þetta er greinilega í genunum að vera á lista hjá Röskvunni. Gaman að því. Óli og Simbi Agnars kynntu listann og fórst þeim það vel úr hendi. Hitti marga gamla Röskvu liða. Gaman að því, meðal annars SkerjóskvísUna Örnu Björgu. Gaman að því. Lifið heil

     |

föstudagur, janúar 23

Það er

ekki mikið planað um helgina. Signý ætlar að bjóða mér í mat í kvöld. Síðan ætla ég að fara ásamt Óla og Skrattheu Skorrdal á listakynningu Röskvu á Grand Rokk. Það verður rokk. Restin af helginni er alveg óráðin. Þannig á þetta að vera. Góðar stundir.

     |

fimmtudagur, janúar 22

Var að lesa

bloggið hans Stefáns, gettu betur dómara. Hann er skemmtilegur penni. Hann sagði á síðunni sinni: að hlutleysi væri bara annað orð yfir afstöðuleysi og gerði ekkert annað en að styðja óbreytt ástand. Það er nokkuð til í þessu. En mikið lifandis skelfing getur fólk þreytandi sem finnst að það þurfi að taka afstöðu til allra mála. Nefni Guðlaug Þór Þórðarson sem dæmi. Það er í lagi að íhuga málin og skoða þau frá mörgum hliðum. Góðar stundir

     |

Var ægilega

dugleg í morgun. Vekjaraklukkan hringdi klukkan 06:15 og ég þaut upp úr rúminu. Markmiðið var að fara í ræktina áður en ég færi í vinnUna. Það tókst. Ægilega er ég sátt við að vera byrjuð aftur. Steig á vigtina og ætlaði varla að þora að kíkja. Létti stórum því ég var léttari en þegar ég fór í jólafrí. Stundum er gott að vera öfugsnúin. EM er að byrja í dag og er það vel. EM að byrja. Jei. Góðar stundir. Bezt að planta sér fyrir framan kassann í kvöld. Þeir sem vilja horfa á leikinn í Hófgerðinu eru velkomnir. Kassinn verður í gangi. Lifið heil.

     |

Kíkið á

litla prinzinn. Lifið heil

     |

miðvikudagur, janúar 21

Nýtt

athugasemdakerfi leit dagsins ljós áðan. Hef ekki þolinmæði í að bíða eftir hinu. Sveinsdóttir kenndi mér að setja þetta inn. Setti líka inn nýtt athugasemdakerfi á Ömmurnar og Asíufarana. Gaman að því. Nú getið þið sent mér athugasemdir eins og vindurinn. Góðar stundir

     |

Erfingi er fæddur

Lítill 15 marka Prinz fæddist í nótt. Hin nýbakaða móðir Maríanna Hansen hringdi í mig klukkan 5:30 í nótt og sagði gleðitíðindin. Heyrði einnig í hinum nýbakaða föður og hann var í ellefta himni. Fjórum himnum fyrir ofan hinn margumtalaða sjöunda himinn. Til lukku með Prinzinn Maríanna og Hrafn. Lifið heil.

     |

þriðjudagur, janúar 20

Skyldi erfingi fæðast í nótt

Maríanna var að hringja í mig og hún er komin með hríðir. Það voru átta mínútur á milli áðan og ekki langt þangað til hún færi upp á spítala. Hún er hjúkrunarfræðingur. Skrýtið að fara í vinnUna til að fæða. Ekki eru allir vinnustaðir eins. Efast um að ég gæti fætt í minni vinnu. En maður veit aldrei... Góðar stundir

     |

Ég lenti

í smá vinnuslysi í gær. Skar mig á hefti, fékk smá skurð á löngutöng. Ég ætti kannski að fara fram á áhættuþóknun hér á skrifstofunni. Stórhættuleg verkfæri. Já, maður lifir á ystu nöf. Góðar stundir

** Held að athugasemdakerfið sé í lamasessi...

     |

mánudagur, janúar 19

Var að horfa

á góðan þátt í sjónvarpinu. Hann var um Medici ættina. Hef haft áhuga á þessari ætt síðan ég las Furstann eftir Machiavelli í fyrsta sinn. En Machiavelli skrifaði Furstann í von um að koma sér í mjúkinn hjá ættinni. Það mistókst. Furstinn er merkileg bók og kenndi ófáum einræðisherranum hvernig hann ætti að haga sér. Orðrómurinn á götunni er sá að Hitler hafi nýtt sér þetta rit og til er eintak sem Hitler átti og það er útkrotað á spássíunum. Eitthvað hefur hann getað sótt í smiðju Machiavellis. Nóg um Machiavelli. Hann kemur ættinn ekkert við. Medici ættin var mjög valdamikil í Flórens og svo fór að tveir af þessari ætt, Leó X og klemens VII, urðu páfar. Þeir voru mjög spilltir og Leó var næstum búinn að setja páfagarð á hausinn á einu ári. Hann brá þá á það ráð að selja syndaaflausnir. Upp frá því fór andstaðan við páfagarð að magnast og Marteinn Lúther nokkur fór að deila á páfann. Kirkjan skiptist í tvennt; mótmælendur og kaþólikka. Já, trúin veldur meiri harmi en hamingju! Flest stríð í dag eru af trúarlegum toga. Leó X var í raun fyrsti mafíósinn. Hann kom ættingjum sínum fyrir í páfagarði og treysti bara la familia. Minnir mjög á Cosa Nostra. Michaelangelo var í þeirra þjónustu og hann gerði höggmyndirnar sem prýða grafhýsi ættarinnar. Merkileg ætt. mjög merkileg ætt.

Horfði líka á annan þátt, sem var af allt öðrum toga en heimildaþátturinn um Medici ættina. Þátturinn heitir America´s next top model, eða eitthvað álíka. Þetta er raunveruleika þáttur um fyrirsætur sem vilja verða næsta súpermódel. Sýndi mér fram á að það er nóg að vera grönn, þá ertu talin falleg. Af sumum. Mér fannst þær alls ekki allar vera andlitsfríðar. Sumar gátu varla opnað munninn og sumar litu út eins og rakkar. En sumar voru ægilega lekkerar. Ég mundi ekki vilja skipta við þær. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin. Þær borða kannski meira gras en ég, en það er allt önnur ella. Ergó: var sátt við að vera ég í Hófgerðinu á náttfötunum undir teppi. Þetta kallast að vera sátt, jafnvel smá hamingjusöm. Er það ekki? Skrítið að uppgötva það með á þennan hátt. Hélt að fyrirsætur ættu að vekja með dömum minnimáttarkennd en ekki vellíðan. Ja, hérna hér. Lifið heil

     |

Bloggleti...

Er búin að vera ægilega löt að blogga upp á síðkastið. Lofa reyndar ekki bragarbót á því að mér finnst betra að segja ekki neitt þegar ég hef ekkert að segja en einhverja bölvaða vitleysu. Þannig er nú það. Fór á Síðasta Samúræjann á fimmtudaginn og það er ágætis ræma. Ef maður lætur ekki smáatriðin fara í taugarnar á sér. Finnst mjög gaman að sjá aðra menningu. Finnst japönsk menning mjög heillandi en reyndar var myndin aðeins of amerísk í lokin en ákvað að láta það ekki fara í taugarnar á mér. Blessaðar taugarnar fá því frið í þetta sinn.

Á föstudaginn var svo stormað, í bókstaflegri merkingu, upp í Grafarvog í brjáluðu veðri. Tilefnið var Skerjóhittingur og Ædol partý hjá Lindu og Helga. Það var mjög gaman að hitta alla. Gísli og Bragi eru orðnir sjaldséðir hvítir...Langt síðan við höfum hist öll. Rifjaðar voru upp margar góðar stundir frá Háskólaárunum og myndir skoðaðar, svo sem brennurnar góðu, matarklúbbarnir og Tour de Chambre (ægilega hljóma ég gömul!). Við fórum ekki niður í bæ fyrr en um hálf þrjú leytið. Náðum ekki öllum bílunum út af bílastæðinu þannig að nokkrir þurftu að fara með leigubíl. Matta lagði af stað til að ná í mig en það var brjálað veður þannig að við gripum næsta leigubíl. Ekkert vit í að vera að fara upp í sveit í þessu veðri. Flestir fóru á Hverfis en ég, Steini og Signý hittum Óla hressa, Hauk Agnars, Kollu og fyrirsæturnar Héðinn og Þóri á Ölstofunni. Skratthea hin edrú Skorrdal kíkti einnig á okkur. Vegna gruns um reykeitrun fluttum við okkur á Hverfis. Vorum þar í dágóðan tíma en svo kom að því að Ingimundur Spariskór teymdi okkur á 22. Á dauða mínum átti ég frekar von en að spariskórinn mundi leggja til að yfirgefa sitt annað heimili til að fara á 22. En svo bregaðst krosstré sem önnur tré. Dansaði af mér rassinn á 22 (blessuð sé minning hans) og við hressi tókum jakka dansinn og nokkra hallærisdansa. Við erum einmitt titluð hallærisdansameistarar Þorlákshafnar Citý ásamt Steinari Erni. Við settum þessa keppni á fyrir löngu í partýi heima hjá Þránni Sig og enginn hefur heimtað re-match svo að við eigum titilinn ennþá. Ægilega skemmtilegt kvöld.

Laugardeginum var eytt í afslöppun og að gera Maríönnu, Hrafni og KFÍ greiða. KFÍ er að fá 2 nýja leikmenn og þeir áttu að fara með flugi til Ísafjarðar með flugi á laugardaginn en var vélinni var snúið við vegna veðurs. Þeir voru auralausir og sársvangir í borginni. Maríanna hafði því samband við mig og bað mig um að fara með þá á Kentucky til að fæða þá og svo lagði hún pening inn á mig. Ég tók Signýju með mér og lagði af stað í missionið. Þeir voru ægilega þakklátir enda sársvangir. Þeir vissu ekkert um Ísland. Við reyndum að fræða þá án þess að hræða þá. Karltuskurnar. Við Signý kíktum svo í heimsókn til Lalla og Hafdísar. Lalli var furðu brattur en hann er nýkominn úr aðgerð í sambandi við bakflæði. Fór svo heim og í náttfötin. Mjög ljúft. Var svo komin upp í rúm um miðnætti. Rumskaði við símann en sumir voru ekki sáttir við þennan svefn minn.

Sunnudeginum var eytt í lestur og almenna afslöppun. Eins og einn göngutúr var tekinn og svo eldaði ég mjög þjóðlegan mat um kvöldið. Sældarlíf. Góðar stundir

     |

laugardagur, janúar 17

Sigurvegari

tónlistargetraunarinnar er Bananalýðveldið Bergsteinn, aka Steini. Hann ætlaði ekki að láta tvo bjóra fara forgörðum. Var dulítið gramur yfir að kommenta kerfið lá niðri í tvo daga þannig að hann svaraði getrauninni með sms. Hef heyrt í nokkrum sem fannst ég ekki sniðug að koma með getraun og lofa verðlaunum þegar kommentakerfið er niðri. Mér fannst ég mjög sniðug því þá reynir á ímyndunarafl fólks og hve úrræðagott það er. Auður svaraði getrauninni á síðunni sinni en hún var of sein. Svarið við getrauninni er: lagið heitir Sour times og hljómsveitin sem flutti það er Portishead. Góðar stundir

     |

fimmtudagur, janúar 15

Tónlistargetraun

Covered by the blind belief,
That fantasies of sinful screens,
Bear the facts, assume the dye,
End the vows no need to lie, enjoy,
Take a ride, take a shot now.Hvað heitir þetta lag og hvaða hljómsveit flutti það. Sá/sú sem verður fyrst/ur til að svara mun fá 2 bjóra að launum. Lifið heil

     |

þriðjudagur, janúar 13

Silfur


Herra Einar og Frú Ásdís, foreldrar mínir, eiga silfurbrúðkaupsafmæli í dag. Þeir sem eru góðir að reikna verða fljótir að sjá að ég var ekki getin í synd... Lifið heil

     |

mánudagur, janúar 12

Back to life, back to reality

Jæja, þá er viku útlegð að baki í útlöndum. Kom heim smá brúnku ríkari og nokkru glingri. Þetta var ægilega gaman. Skrifa ferðasögUna seinna. Held að ég sé enn að jafna mig, er pínu þreytt í dag en ekkert alvarlegt. Er að fara að hitta nokkrar úr Ömmuhópnum í kvöld. Tvær af Ömmunum, Ásdís og Helga eru að leggja land undir fót og leggja af stað í Asíureisu í fyrramálið. Ætla að ferðast um Asíu í rúma fjóra mánuði. Getið fylgst ævintýrum stallnanna hér. Góðar stundir

     |

föstudagur, janúar 2

Í kennt við Kanar

Er að fara til Kanarí í fyrramálið. Ekki slæmt það. Verðum í viku. Sól, sól skín á mig verður þema fararinnar. Lifið heil

     |

Gamlárs

Var að vinna til hádegis á gamlársdag. Náði svo í Óla og Ármann og við brunuðum í Citýið. Fjölskylduveislan byrjaði klukkan 18:00, þá var borðað. Farið var á brennUna og aftur heim til að horfa á skaupið, sem var með rýrara móti í ár. Skaut upp með fjölskyldunni og svo keyrðum við Ármann, Garðar og Óli hressi í bæínn. Því næst var strunsað til Skrattheu Skorrdal í teiti. Þar var fullt af ML-ingum og fylgifiskum. Partur af Skerjógenginu mætti svo þangað. Fór niður í bæ í fyrsta skipti um áramót. Það var ágætt. Við Hressi örkuðum á 22. Hitti þar fyrir Fríðu Fróða og vinkonur. Því næst var farið á Cirkus. Það átti að kosta 3.000 spírur inn en vinkona hennar Fríðu þekkti mann sem þekkti mann og við sluppum við að borga spírurnar. Soffía designated driver náði svo í mig um 7 leytið. Þá var ég orðin nokkuð þreytt. Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com