mánudagur, desember 25

Gleðileg jól og farsælt komandi ár :)

Góðar stundir

     |

fimmtudagur, desember 21

Senn koma jól

Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða, maður verður orðinn 25 ára áður en maður veit af... Ég er búin að bralla ýmislegt síðan ég bloggaði síðast. T.d.

- skorið út laufabrauð hjá Frú Guðmundu
- verslað allar jólagjafir (líka þína Sveinsdóttir)
- Ármann, þín gjöf byrjar á eff...
- skrifað (í fyrirtíðaspennukasti) jólakortin, örugglega mjög vel skrifuð
- keypt jólatré og skreytt
- rifið eitt stykki pils á bílhurð
- sent jólakortin
- keypt bókahillu
- haft 2 púka, 3ja og 4ra ára, í rúman sólarhring (hálfbræður Hr. R)
- vakin kl. 6 af púkunum og beðin um að setja saman Legó sem þeir fengu í skóinn
- sett saman Legó uppi í rúmi með stýrurnar í augunum á meðan jólalög voru sungin fyrir okkur
- sett saman bókahillu
- farið á kaffihús með veðurfréttakonunni og Zen
- arkað Laugaveginn í brjáluðu veðri með þeim stöllum
- verið kölluð Rauðsokka af Leon samstarfsmanni mínum í 1.000 skipti. Mér finnst Rauðsokka gott orð
- sett Gsm síma Hr. R í þvottavélina
- hitt Ásdísi mína, sem er nýkomin frá UK og Helgu mína
- farið út að borða á Café Operu og fengið þar góðan mat (mæli með humarsúpunni)
- farið á James Bond og þótti hún alveg ágæt bara (skárri en flestar sem ég hef séð)
- gerst heimsforeldri
- fengið kampavínsflösku að gjöf frá Bankanum
- fengið osta og rauðvín að gjöf frá KB Ráðgjöf
- blótað því að vera að grennast því þá passa fötin manns ekki lengur (aldrei hægt að gera manni til hæfis.../kaldhæðnislegt)
- verið boðin á tónleika með Baggalúti á messu þá er kennd er við Þorlákshöfn, af sambýlismanninum.

Góðar stundir.

     |

miðvikudagur, desember 13

Laus við sambandsfóbíUna?

Á sunnudaginn var, þann 10. desember, var eitt ár liðið frá því að litla stúlkan með sambandsfóbíUna byrjaði í sambandi. Það þurfti ákveðinn dreng til að segja stúlkunni að hætta þessari vitleysu og að gefa þessu tækifæri. Sé ekki eftir því. Reyndar hefði ég kosið að eyða sunnudeginum á annan hátt en ég gerði, alla vega fyrri part hans. Var á Þjóðarbókhlöðunni til lokunar en ég kláraði prófin á mánudaginn. Hr. R reddaði reyndar deginum. Sótti mig á HlöðUna, gaf mér rósir og eldaði svo handa mér dýrindismáltíð þessi elska. Herramaðurinn ætlar svo að bjóða mér út að borða í kvöld, ég er lukkuleg dama.

Góðar stundir.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com