föstudagur, október 19

Góðan daginn

Langt síðan ég hef litið hér inn. Bloggarinn í mér lagðist í dvala í smá tíma. Kannski af því að ég skrifa nóg á daginn og hreinlega nenni ekki meiru þegar heim er komið. Hef svo sem frá nægu að segja. Það markverðasta sem gerst hefur er:

- héldum innflutningspartý og þemað var rautt
- fórum í reisugill til Þráins og Sillu
- búin að skila grófu uppkasti að fræðilega hluta MA ritgerðarinnar
- er að undirbúa rannsóknina
- fórum að Hömrum þar sem Hr. R ætlaði að plaffa saklausar gæsir. Tókst þó ekki því þeir félagar litu akkurat undan þegar þær flugu yfir
- farið í áttræðisafmæli til Frú Guðbjargar ömmu
- haldið saumaklúbb
- farið í 6tugs afmæli Núbba (Hans Albert Knudsen)
- fengið góða gesti
- farið í matarboð
- ekki farið á Airwaves en langað
- farið í barnaafmæli
- haft það bara nokkuð gott

Besta fréttin, fyrir mig alla vega, er kannski sú að ég er búin að panta mér tíma í einkaþjálfun í 6 vikur ásamt góðri vinkonu. Ef þið sjáið mig með einhverja óhollustu þá megið þið taka hana af mér og láta mig fá gúrku í staðinn. Jamm og já.

Lifið heil

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com