föstudagur, ágúst 29

Föstudagur

Nú er föstudagur. Ætla að fara á kaffihús og í keilu. Langt síðan ég hef gert eitthvað svoleiðis. Á morgun er svo stefnan að hitta Menntóskutlurnar. Við ætlum að borða saman, spjalla og fara í drykkjuleiki. Ég sé um drykkjuleikina þannig að það verður enginn edrú annað kvöld. Hittumst alltaf nokkrum sinnum á ári og nú vill svo heppilega til að Þórhildur sem býr úti í Manchester er á landinu til að vera viðstödd brúðkaup systur sinnar. Hlakka til að hitta skutlurnar. Á von á góðu kvöldi. Lifið heil

     |

Hittingur

Vaknaði við sms í gærmorgun. Það var hann Maggi og hann var að láta mig vita að það væri síðasti séns að sjá litlu prinzipezzUna hans, hana Hönnu Karitas, um kvöldið því að Karó kærastan hans og litla væru að fara til Dk aðra nótt. Fjölskyldan er að fara að flytja út þannig að ekki seinna vænna að fara að skoða. Ég smessaði til baka og sagði að auðvitað mundi ég láta sjá mig um kvöldið. Það vildi svo til að ég heyrði akkurat í Lilju Dröfn, sem er úr Cityinu, seinna um morguninn og hún ákvað að koma með mér. Ég stormaði svo í næstu dótabúð og keypti þroskaleikfang handa prinzipezzunni. Soffía var að halda matarboð fyrir efnafræðingana sína þannig að það var tilvalið fyrir mig að skreppa í heimsókn. Ég náði í Lilju upp í Breiðholt. Ég dinglaði bjöllunni heil lengi en enginn svaraði. Var að fara að fara út í bíl þegar ég sé Lilju á hlaupum. Það var rafmagnslaust í Breiðholtinu og því heyrðu þau ekki í bjöllunni. Ég fór inn og heilsaði upp á Ingu Döggu og Dalla foreldra hennar. Inga Dagga sat við eldhúsborðið og spilaði Míkadó. Hún sagðist þurfa að hafa eitthvað að gera í rafmagnsleysinu. Ég hef ekki séð neinn spila Mikado síðan ég var lítil. Við stormuðum síðan til Magga og Karó. Þar var okkur boðið í kökur, rauðvín og bjór. Hlustuðum líka á tago mago, sem er einhver hljómsveit sem strákunum finnst agalega fyndin. Kristín vinkona hennar Karó var þarna. Einhverra hluta vegna þá kalla strákarnir hana Guðmundu því að þeir segjast ekki getað munað hitt nafnið! Já, hún er sem sagt systir Benna hins berfætta bremsulausa sem var með mér í ML. Óli og Ingvar bættust svo í hópinn. Mér fannst ekkert smá gaman að hitta strákana mína aftur. Langt síðan ég hef hitt þá alla í einu. Við rifjuðum upp margar sögur úr Cityinu. Okkur fannst þetta mjög skemmtilegt en Guðmundu og Karó örugglega ekki eins skemmtilegt. Fyrir þeim hefðum við alveg eins getað talað um gatnakerfið í Grafarvogi. Þær þekktu ekkert af þessu fólki og stöðum. Rifjuðum til dæmis upp söguna af því þegar við: ég, Ingvar og Maggi, fórum upp á Skerjó eftir einhverja vísindaferðina og settum græjurnar í botn í íbúðinni minni. Settum Nirvana á og dönsuðum eins og brjálæðingar. Sem er ekki í frásögur færandi nema bara hvað að Maggi dansaði með James Brown töktum, Ingvar flaug um allt og ég breikaði. Ekki alveg í takt við tónlistina en skemmtum okkur konugnlega. Hefði gefið mikið fyrir að einhver hefði tekið þetta upp á myndband. Þetta eru skemmtilegir strákar. Held reyndar að Óla leiðist stundum í vinnunni því að hann sendir manni stundum sms sem eru alveg á mörkum þess að vera skiljanleg. Hann vinnur fyrir Landssímann að einvherjum verkefnum úti á landi. Sem dæmi um eitt sms sem hann sendi mér um daginn er: Hitti 4hyrndan hrút sem bað um meira sköffins frá ottó Frey enda var hann að hlusta á tago mago... og var thví hress! Helvíti gaman að því. Það mættu fleiri senda mér svona skemmtileg sms. Góðar stundir

     |

miðvikudagur, ágúst 27

Fluga

Ekki mikið að gera í vinnunni. Drap flugu áðan með reglustriku. Góðar stundir

     |

Fyrsta innflutningsgjöfin

Ágústa kom í heimsókn í gær með innflutningsgjöf handa okkur stöllunum. Hún gaf okkur tré. Ég hef alls ekki græna fingur. Náði meira að segja að drepa Aloevera plöntu sem á ekki að vera hægt. Batnandi mönnum er best að lifa þannig að ég ætla að nota þessi veiðileyfi, þetta verður bara orlofið mitt. Tek krakkana og við gerum bara orlof úr þessu. Nei, missti mig aðeins í Stellu. Ætla að láta þetta blóm lifa. Reyndum að koma upp speglum og svoleiðis í gær en gekk ekki alveg samkvæmt áætlun. Keyptum skrúfur til að setja hillur og spegla upp en þetta voru skrýtnar skrúfur. Núna þurfum við að kaupa skrúfjárn sem passar í skrúfurnar. Skil ekki hvernig við náum að flækja hlutina svona. Lifið heil

     |

Fyndin saga

Skratthea sagði mér góða sögu um daginn. Þannig er mál með vexti að faðir vinkonu okkar á heima í Vík í Mýrdal og honum þykir gott að baða sig í sjónum. Hann gerir það á hverjum degi. Um daginn sá hann að enginn var nálægt og ákvað að fara alsber út í sjó. Fannst það eitthvað svo tilvalið. Hann var búinn að vera stuttan tíma í sjónum þegar tvær fullar rútur af skólakrökkum stoppuðu við sjávarmálið! Nú voru góð ráð dýr. Hann ákvað að doka við og sjá hvort að rúturnar færu ekki. Það gerðu þær ekki. Að lokum var honum svo kalt að hann spratt upp úr sjónum, allsber, og náði í fötin sín. Þurfti að klæða sig í fötin fyrir framan krakkana. Einhverjir litu undan og kennararnir þurftu að halda fyrir augun á sumum! Held að hann fari ekki í nektarsund á næstunni. Góðar stundir

     |

mánudagur, ágúst 25

Föl sem vampíra

Ég er búin að vera lasarus að undanförnu og það er skýringin á því að ég hef ekkert bloggað síðan á miðvikudaginn. Það er ekkert grín að vera föl og máttlaus. Þoli ekki svona lagað. Gat nú samt flutt á laugardaginn með góðra manna og kvenna hjálp. Yndislegt að vera flutt og þurfa ekki að keyra á milli lengur. Keyptum þvottavél og fáum hana í dag, lukkuleg verð ég þá. Maður fjárfestir ekki í­ svona þörfum hlut á hverjum degi. Svo er ætlunin að fara í Ikea á eftir og versla eitt og annað inn. Lifið heil!

     |

miðvikudagur, ágúst 20

Flutningar og fleira

Er að fara að flytja um helgina í Kópavoginn. Þá er ég búin að flytja þrisvar sinnum á 9 mánuðum. Dágott það. Flutti í janúar í Neskaupstað, í júní í City-ið og svo núna í ágúst í Kópavoginn. Ætla að parkera mér þar alla vega í ár. Pabbi er búinn að vera ótrúlega duglegur að flytja með mér. Gull af manni alveg. Góðar stundir.

     |

þriðjudagur, ágúst 19

Afmælisbarn dagsins

Hún Emma, elsta móðursystir mín á afmæli í dag. Til lukku Emma. Ég hlýt að fá köku hjá henni í kvöld. Hún er nú einu sinni húsmæðraskólagengin og kennir matreiðslu. Lifið heil

     |

Hjólaðu í vinnUna

Það er einhver hjólavika núna, frá 18 - 22. ágúst. Slagorðið er: ,,hjólaðu í vinnUna". Held að ég sleppi því. Finnst dulítið langt að hjóla frá Þorlákshöfn City í Kópavoginn. Kannski seinna. Góðar stundir

     |

mánudagur, ágúst 18

Amælisbörn dagsins

Hann Óli vinur minn varð kvartfjórðungsaldargamall + eitt ár þann 17. ágúst. Búin að þekkja hann síðan í leikskóla í City-inu og hann er gæðablóð. Svo er það hún Unnur Ása. Hún er kvartfjórðungsaldargömul + tvö ár í dag, 18. ágúst. Unni Ásu kynnstist ég þegar ég var að kenna í Nes Town í vetur. Hún Unnur Ása er einnig gæðablóð, þó hún hafi ekki verið með mér í leikskóla. Svo er það hún Magga. Hún á líka afmæli í dag. Magga er í MIT núna í doktornum. Henni kynntist ég í Röskvu. Hún er einnig gæðablóð. Elvis átti líka afmæli þann 16. ágúst. Til hamingju krakkar mínir! Lifið heil

     |

Helgin

Föstudagurinn

Ætlaði að slappa af á föstudaginn en mamma og pabbi plötuðu mig til að keyra þau í bæinn. Þau langaði svo að fara á ball með Brimkló á Nasa. Þau hafa nefnilega ekki farið í bæinn til að dansa síðan Ómar hafði hár. Ég gat náttúrulega ekki neitað þeim þar sem þau hafa svo oft sótt mig og keyrt mig hingað og þangað. Aðallega þangað. Ég brunaði með þau í­ bæinn og skildi þau eftir hjá Nasa. Ætlaði svo að fara að hitta Skrattheu, Ásdísi, Gumma og Lí­su heima hjá Möttu. Þegar ég var á leiðinni til þeirra langaði mig allt í­ einu í­ bíó. Ég bauð engum með heldur brunaði bara upp í­ Smáralind og keypti mér miða á Hollywood Homicide. Hringdi svo í­ krakkana og sagðist vera í bíó svo að ég kæmi ekki til þeirra. Matta spurði mig með hverjum ég væri og ég sagðist bara vera ein. Henni fannst þetta hálf skrítið held ég. Ég hef aldrei gert þetta áður, maður er alltaf svo sperhræddur. Ég var að gera ákveðna tilraun. Get ég farið ein í ­ bíó? Svarið er: já! Og það er ekkert mál. Hefði reyndar mátt fara á skemmtilegri mynd, en ræman H.H er ekki sú besta sem ég hef farið á. Það var enginn söguþráður, þetta var eins og að horfa á hjartalí­nurit dauðs manns. Alveg flatt. Ég heiti ­því að fara aldrei aftur á mynd með Harrison Ford. Myndirnar hans eru ekki að mínu skapi. Josh Hartnett bjargaði því­ sem bjargað varð. Hann er órúlega myndarlegur og hann er með frekjuskarð. Mér finnst það flott. En það finnst kannski ekki öllum. Ég man þegar ég var í­ ML þá vorum við nokkur, ég, Guðrún, Eyjó, Matta, Héðinn og 2-3 í viðbót, inni í herbergi hjá Eyjó að skoða einhver blöð. Allt í­ einu skellihló Héðinn og segir: ,,hahaha, fyrirsæta með frekjuskarð". Við horfðum öll hvert á annað og sögðum í­ kór: ,,og hvað er athugavert við það. það kom í ljós að við vorum flest öll með frekjuskarð, nema Héðinn! Smá útúrdúr:) já, myndin var sem sagt ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það löbbuðu fimm manns út af myndinni og strákurinn fyrir framan mig svaf allan seinni hálfleikinn. Þegar myndinni var lokið keyrði ég niður i bæ og ætlaði að hitta Möttu og Co á Kofanum. Mamma og pabbi hringdu þá og voru reiðubúin að fara heim. Voru búin að dansa nóg. Pabbi kvartaði yfir loftræstingunni á Nasa en mamma yfir því hve hljómsveitin spilaði lítið. Þau skemmtu sér þó samt mjög vel. Héldu skemmtilegan fyrirlestur fyrir mig um Hljóma og hvernig þeir hefðu misst ,,touchið" eftir að hann Engilbert Jensen var rekinn úr hljómsveitinni. Settu Hljómadiskinn í geislaspilarann í bílnum og leyfðu mér að heyra öll bestu lögin þeirra... og hann Engilbert söng mörg af þeim. Skemmtilegt allt saman.

Laugardagurinn

Vaknaði um hádegi og settist við saumavélina. Uppgötvaði að ég ætti ekkert til að vera í og því varð að redda. Átti flott sléttflauelsefni sem gegndi hlutverki yfirbreiðslu sófans míns í­ Nes Town.Ég sneið eitt stykki pils úr hluta af efninu og saumaði. Var ekki nema einn og hálfan tí­ma að öllu saman, að sníða og sauma. Horfði meira að segja á Man Utd bursta Bolton á meðan ég var að tí­ta pilsið upp. Ég kláraði svo að gera viðurkenningarnar en ég veitti Bakkusarverðlaunin í annað sinn Var næstum búin að flæma fjölskyldUna út úr húsi því að ég var að gera skjölin ,,gömul" með því að brenna kantana. Hræðileg lykt af þessu öllu saman. Lagði svo af stað í bæinn og var komin þangað um 20 leytið. Hitti Skerjóliðið á Sólvallagötunni. Þar veitti ég Bakkusarverðlaunin og úrslitin urðu þessi:

Signý= Húsfreyja og 22 drottning ársins
Valdi = Hnjaskmaður ársins
Sigfús = Flugmaður ársins
Bragi = Uppi ársins
Ágústa = R&B kona ársins
Arna = Flakkari ársins
Steini = Bókarotta ársins
Gísli = Málfræðimaður ársins
Helgi = Kafbátamaður ársins
Linda = Mamma ársins
Ingimundur = Spariskór og útskriftarpési ársins
Maríanna = Pæja og Ísfirðingur ársins
Magga = Florence Nightingale ársins
Lalli = Svalarokkari ársins
Tóti = Efasemdamaður ársins
Þráinn = ,,Ég týni alltaf öllu á djamminu" maður ársins
Fríða = Pönkari ársins
Soffía = Íþróttaálfur ársins
Sædís = út - Valdi ársins
Una = Skutla ársins

Eftir verðlaunaafhendingUna fórum við niður í bæ að berja Quarashi augum. Löbbuðum svo um bæinn og nutum menningarinnar og góða veðursins. Hitti Guðrúnu sem ég kynntist þegar ég var að kenna í Neskaupstað. Merkilegt að hitta hana innan um 100.000 manns. Hún tekur við bekknum mínum og það var sérlega gaman að hitta hana á hafnarbakkanum. Þegar flugeldasýningin var búin fórum við á einhvern nýjan bar sem heitir Centrum. Vorum. Við Signý, Mundi og Vignir fórum í tequila keppni sem þótti gáfuleg hugmynd þá en veit ekki með seinna. Skemmti mér samt vel. Ingimundur var helvíti hress að öllu þessu loknu. Alla vega hressari en fólk er almennt. Gaman að því­. Við Signý stormuðum svo til Héðins og Þóris, fyrrverandi sambýlismanns míns. Þar voru Matta og Ásdís, Dóra, Hlédís og Davíð og svo hommarnir þrír: Héðinn, Gulli og Þórir. Gulli er helvíti hress. Hlédís er orkumesti karakter sem ég þekkti en Gulli toppaði það. Hann sveiflaði henni út um allt í svaka dans sveiflu og meira að segja hún varð að biðja um miskunn. Röltum okkur svo niður á Ölstofu þar sem við hittum Hannes. Restin af kvöldinu fórr í­ dans og rölt. Fór heim um 5, sæl og þreytt eftir frábært kvöld.

Sunnudagurinn

Við Signý fórum á Guðhús Grillmundar þegar við vöknuðum. Þar hittum við Tóta og Jonna og Óla afmælisbarn með fjölskyldunni. Ágústa og Soffí­a slógust svo í­ hópinn með okkur. Þær fengu sér að borða á Viktor Þannig að við settumst úti með þeim þar. Fínt veður. En það er einn galli á gjöf Njarðar Þegar það er svona gott veður úti og það er geitungarnir. Þeir létu okkur ekki í friði. Skratthea, Ãsdí­s og Þórir komu svo til okkar og Þórir dansaði býflugnadansinn. Kannski ekki dans, meira svona hopp til að losna frá flugunum. Röltum okkur svo niður á Austurvöll þar sem við lágum í góða veðrinu. Góðar stundir

     |

föstudagur, ágúst 15

Signýju vantar far

Hana Signýju vantar far frá Akureyri til Reykjavíkur laugardaginn 16. ágúst. Þeir sem vita um far eru vinsamlega beðnir um að hafa sambandi við hana eða við mig. Góðar stundir

     |

Hvítvín og súkkulaði

Við mamma fórum í gær til Sirrýjar til að óska henni til hamingju með daginn. Ég var að spá í að hringja á undan mér svo að við mundum áreiðanlega fá einhverja tertulufsu. Mamma benti mér kurteislega á að það væri ekki alveg samkvæmt hefðinni. Ég hlýddi náttúrulega móður minni og lét kyrrt liggja. Við löbbuðum svo til afmælisbarnsins og mamma með pakka og allt. Þegar við komum óskuðum við henni til hamingju og það fyrsta sem Sirrý sagði var: ,,ég bakaði engar kökur". Ég hugsaði þá í hljóði: ,,hefði átt að hringja á undan mér". Þetta var samt allt í lagi því að hún gaf okkur súkkulaði og hvítvín. Afi kíkti líka í heimsókn og fékk kaffi og koníak. Það er alltaf jafn skemmtilegt að tala við hann. Og jafnvel enn skemmtilegra að reyna að æsa hann upp. Hefur ekki tekist nógu vel upp á síðkastið. þegar hann var að fara að tygja sig heim í gærkvöldi þá sagði ég við hann að við ætluðum að láta hann labba eftir hvítri línu til að athuga hvort hann væri í ökuhæfu ástandi eftir þetta eina koníaksglas. Hann glotti bara því að hann hafði komið fótgangandi. Hann gekk sem sagt beina leið heim! Góðar stundir.

     |

fimmtudagur, ágúst 14

Afmæli

Hún Sirrý yngsta móðursystir mín á afmæli í dag. Hún er komin á fjórða tuginn og bara nokkuð sátt við það. Hún titlar sig alltaf sem yngstu móðursystur mína til að svekkja Emmu eldri systur hennar og mömmu. Því þá er Emma elsta móðursystir mín! Sirrý til hamingju með daginn. Lifið heil.

     |

Magnaður miðvikudagur

Þetta gæti verið fyrirsögn í rusltímaritinu Séð og Heyrt, en er það ekki. Fór til Lindu og Helga eftir vinnu að sjá hvernig þau hafa komið sér fyrir í nýju íbúðinni. Þau hafa komið sér ljómandi vel fyrir og það er ekki laust við að mann langi að kaupa sér lejlighed. Þau skötuhjúin buðu mér í mat sem var afskaplega góður. Eftir matinn þá brunaði ég niður í sal Söngskólans í Reykjavík til að hitta Skrattheu (Möttu), Ásdísi, Heiðu, Titi, Hildi og Gumma. En þar voru tónleikar sem nefndust ,,Út vil ek" en hann Haffi vinur okkar úr ML var aðalsöguhetjan þar. Þetta voru tónleikar sem Haffi og vinir hans héldu til styrktar honum. Hann er nefnilega að fara í Guildhall Shchool of Music and Drama, mjög virtur tónlistarskóli. Þetta voru frábærir tónleikar, þar komu fram vinir Haffa sem hann hafði unnið með í gegnum tíðina. Listamenn sem voru með honum t.d. á Broadway og í söngskólanum. Mér fannst Dísella alveg frábær, hún syngur eins og engill. Fleiri sem mér fannst góðir voru: Hera Björk, Páll Óskar og Mónika og Guðrún Árný. Annars var þetta allt mjög flott. Pabbi hans Haffa er barnalæknir en hann er einnig í hljómsveitinni Bambinos. Þeir stigu á stokk og voru bara nokkuð góðir. Bróðir hans Haffa er einnig í hljómsveit sem heitir HljóðLæti, þetta eru 17 ára töffarar og þeir voru alveg hreint ágætir. Tóku Nothing else matters með Metallicu. Voru svolítið óstyrkir í fyrstu en svo lagaðist það. Tóku líka frumsamið lag sem heitir Netagerðameistarinn og það fannst mér nú bara nokkuð gott. Það voru mjög margir á tónleikunum og fleiri hefðu vart komist þar inn. Hitti Hannes snilling en hann býr úti í London og er að læra hönnun. Hann var að komast inn í masterinn sem er nokkuð mikið afrek. það eru ekki margir sem komst í það nám. Hann er á fullu að hanna og er núna að fara að selja boli í GK. Hann verður á landinu í 2 vikur þannig að maður býst ekki við að sjá hann mikið. Við Skratthea og Ásdís vorum eitthvað að plana menningarnótt, hlakka til að ráfa um bæinn og sjá það sem ber fyrir augu. Keyrði svo heim í Cityið í rúmið. Góðar stundir.

     |

miðvikudagur, ágúst 13

Stálheiðarleg

Ég er búin að komast að því að ég er heiðarleg manneskja. Fór á Dominos í gær og keyti pizzu handa familíunni. Sem er ekki í frásögur færandi nema bara það að ég fékk einni pizzu of mikið. Fattaði það þegar ég kom út í bíl, ég kíkti náttúrulega á nöfnin og komst að því að ég var með pizzu einhverrar Guðbjargar í fórum mínum. Ég sté út úr bílnum og skilaði pizzunni. Afgreiðslustúlkan varð mjög hissa! Þannig að einhver Guðbjörg getur þakkað sínum sæla fyrir hve vel upp alin stúlka ég er. Góðar stundir

     |

þriðjudagur, ágúst 12

Spurning

Ég var að velta einu fyrir mér. Þegar maður hefur ekkert að segja, verður maður þá að blogga? Segja eitthvað til að segja eitthvað. Þetta er spurning fyrir heimspekinga framtíðarinnar. Ef ég hefði kommenta kerfi þá gæti fólk hugsanlega hjálpað mér. En svo er ekki. Ætli ég fari þá ekki í það að leita að slíkri hjálp. Góðar stundir

     |

mánudagur, ágúst 11

Klósettið faðmað

Var ekki upp á mitt besta á sunnudaginn. Faðmaði klósettið til klukkan 19 eða svo og fékk ekki matarlystina fyrr en um miðnætti. Jah, maður fitnar þá ekki á meðan. Litli bróðir minn, hann Emil karel 9 ára, hélt að ég væri með ælupest og þorði ekki að vera mikið nálægt mér því að hann vildi ekki smitast! Það rifjaðist líka upp fyrir mér áðan að ég fékk gott hrós frá henni Hönnu á laugardaginn. Hún sagði að ég væri alltaf svo smekklega klædd. Takk fyrir það Hanna mín. Þykir vænt um svona lagað. Lifið heil

     |

Hafnardagadjamm

Var í City-inu alla helgina og skemmti mér konunglega. Kíkti niður í tjald á föstudagskvöldið, þar sem á móti sól var að spila, og hitti fullt af fólki sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Þar má nefna Steinar Örn Ítalíufara, Óskar sem er að masterast í Norge, Jón Óskar og fleiri og fleiri. Á laugardaginn var þvílík úrhellis rigning að ég nennti varla niður í garð. Mamma náði að draga mig niður eftir og það var alveg ágætt. Sá kraftakeppni og einherja írska hljómsveit. Afi bauð okkur svo í mat, eldaði dýrindis læri handa okkur og nýjar kartöflur sem hann tók upp úr garðinum. Við vorum ekki komin til hans klukkan sjö og því þufti hann að hringja í okkur og segja okkur að haska okkur. Þolinmæði er ekki sterkasta hliðin hans Una Garðars. Ármann og Þórhalla komu líka, aðeins of seint en það var allt í lagi. Eftir matinn var rokið heim og farið í hlý föt því að næst á dagskránni var varðeldur og gítarspil í fjörunni. Það var múgur og margmenni þar. Skemmtilegt að hitta alla þar og syngja sjóaraslagara. Eftir fjörUna var farið heim í sturtu og betri föt. Ég var búin að mæla mér mót við Sigurós, Önnu óléttu og Ingva heima hjá Sigurrós en ég er víst alltaf svo lengi að það endaði með því að þau náðu í mig og við fórum heim til Guðlaugar og Róberts. Voru búin að bjóða okkur í partý. Þar var mikil gleði. Róbert, Jón Haralds og Óli spiluðu á gítar og bongó. Ekki amalegt að láta helminginn af Sólstrandargæjunum halda uppi fjörinu í partýinu. Svo var haldið í Versali þar sem Stuðmenn voru að spila. Það var rosalega margt á ballinu. Örugglega 600 manns eða svo, á öllum aldri. Ég skemmti mér ekkert smá vel, dansaði af mér rassinn. Þegar ég var nýkomin inn gerðist skemmtilegur atburður. Nokkrir unglingar sem unnu hjá mér í Humarvinnslunni komu og föðmuðu mig, kölluðu mig skemmtilega og sögðu mér að þau vildu fá mig aftur sem verkstjóra. Mér fannst þetta ekki leiðinlegt. Annars var ég á dansgólfinu allan tíman. Hanna, Ásta, Andrés og Harpa voru jafn dugleg að dansa og ég. Ef ekki duglegri. Þekki Andrés ekki mikið en mér finnst hann fyndinn. Rifjaði upp að hann hefði komið í afmæli til mín þegar við Bogga héldum saman upp á afmælið okkar á Klaustinu sáluga. Hann gaf mér billjardskúlu í afmælisgjöf en það sem okkur fannst fyndnast var að við munum ekki með hverjum hann kom. Það var einhver sem þekkir okkur bæði en höfum ekki hugmynd um hver það er. Eftir ballið fórum við Ingigerður og Njáll í partý en svo var ég orðin svo þreytt að ég hélt heim á leið. Var sátt við skemmtilegt kvöld. Góðar stundir

     |

föstudagur, ágúst 8

Hafnardagar í City-inu

Um helgina eru Hafnardagar í Þorlákshöfn og mikið um að vera. Það verður stórt tjald í skrúðgarðinum og þar verða hljómsveitir að spila ásamt því að þar verða skemmtiatriði. Á laugardaginn verða svo Stuðmenn að spila í tjaldinu fram á nótt og það verður ókeypis inn. Ef einhverjir hafa ekkert að gera þá er tilvalið að kíkja við og taka eitt tjúttspor eða tvö. Við ætlum að reyna að hittast gömlu skutlurnar úr Höfninni, það verður splendid alveg. Rifjaðar upp sögur og aðrar fæðast. Góða helgi og lifið heil.

     |

Samningur handsalaður

Fórum í gær að skrifa undir húsaleigusamninginn. Ég und ungfrú Soffía erum að fara að leigja í Kópavoginum. Brunuðum þangað eftir vinnu og komum alveg á réttum tíma til að skapa gott traust á okkur. Það eru gömul hjón sem eiga íbúðina, Hr. Hólmsteinn og frú Ása. Þau munu búa fyrir neðan okkur en ég held að það verði allt í lagi því þau heyra ekkert allt of vel. Þau eru ekkert smá fyndin og á tímabili áttum við Soffía í mesta basli við að flissa ekki. Þau eru mjööööög nákvæm og voru alltaf að vísa í lög og reglugerðir. Hver króna skipti sköpum. Þau voru einnig alltaf að taka fram í fyrir hvort öðru og hasta á hitt. Einu sinni sagði frú Ása: ,,Hólmsteinn, uss, ég er að tala!" töluð einnig mjög mikið um að þau hefðu alltaf verið heppin með leigjendur, nema einu sinni. Við vorum ekkert forvitnar um þá leigjendur en þau vildu endilega segja okkur frá þeim. Hann, fyrrum leigjandinn, sagðist vera bakari frá Dalvík en svo kom í ljós að hann hefði einu sinni verið bakaranemi (bakaradrengur) en ekki klárað námið. Hann hefði svo hlaupið frá konunni sinni eftir 2-3 mánuði og þá fluttu önnur pör inn til konunnar. Mjög áhugaverð saga allt saman. Þau voru alveg komin á flug og héldu sögunni áfram um að konan, fyrrum leigjandinn, hefði verið svo óheppin um ævina. Verið dóttir einstæðrar móður og ég veit ekki hvað og hvað. Hann Hólmsteinn varð mjög áhugasamur þegar ég sagðist vera Stjórnmálafræðingur og reyndi strax að komast að því í hvaða flokki ég væri. Reyndi að staðsetja mig í Framsóknarflokknum en ég var ekki ánægð með það þannig að hann útilokaði það . Hann notar örugglega útilokunaraðferðina á mig og reynir að ræða alltaf um einn flokk við mig þegar við hittumst þangað til að hann hittir á rétta flokkinn. Gaman að því. Góðar stundir

     |

fimmtudagur, ágúst 7

Good hair day

Fór í klippingu í morgun. Mér finnst fátt jafn þægilegt og að láta þvo á mér hárið og nudda hársvörðinn. Fór á stofUna sem er í sama húsi og ég vinn í. Fín stofa og ekkert svo dýr. Þær voru alveg sérlega indælar sem voru að klippa mig og lita. Þegar klipparinn var að þvo á mér hárið setti hún fullt af ilmandi efnum í það og nuddaði hársvörðinn í 5 mínútur og aftan á hálsinum. Fékk hroll af vellíðan. Ég er dekurdýr. Góðar stundir

     |

miðvikudagur, ágúst 6

Magnað

Fór og tók á móti Möttu, Arndísi, Hlédísi og Co þegar þær stigu út úr Herjófi á mánudaginn. Ég faðmaði þær og kyssti en fékk heldur skrítið komment eða kommentið ,,oj". En svo héldu þær áfram og sögðu ,,þú ert svo hrein og ilmandi". Það fannst mér nú skárra! Þær voru kannski ekki ímynd hreinlætisins en þannig voru flest allir sem voru búnir að vera í tjaldi í Eyjum. Matta var ekki alveg eins hress og þegar hún hringdi í mig á sunnudaginn. Hún kom úr Herjólfi með æludallinn og var eins og skátarnir ,,ávallt viðbúin" ef svo illa skyldi fara að maginn gerði uppreisn. Hitti alveg ótrúlega marga sem komu með fyrri ferð Herjólfs. Margir úr Cityinu, stelpur sem voru hjá mér í félagsmiðstöðinni Sigyn þegar ég vann þar og svo hún Ólöf. Ólöf er ein sú fyndnasta manneskja sem ég nokkru sinni hitt. Hún var að vinna með mér í félagsmiðstöðvabatteríinu í Grafarvogi. Hún var all hress þegar hún kom frá borði og var dressuð í hermannagalla frá toppi til táar. Ég heilsaði henni náttúrulega og fannst hún vera eitthvað marin á bringunni. Hún hélt það nú og sagði: ,,já, heldurðu að ég hafi ekki verið barin af stelpu sem er þrisvar sinnum stærri en ég á föstudagskvöldið". Ég stóð bara og horfði á hana og fannst hún frekar fyndin. Svo sagði hún: ,,en þetta er ekkert. Á ég að sýna þér alvöru marbletti?" Ég fékk ekkert ráðrúm til að játa eða neita. Hún svipti sig úr hermannajakkanum og sýndi mér hendurnar á sér en þeir voru alsettir marblettum. Hún var samt ekkert að stressa sig á því að hún hafði verið lamin. Var meira að hugsa um þá staðreynd að hún lenti þrisvar sinnum í dauðagámnum á Þjóðhátíðinni. Eitt skiptið vissi hún ekkert hvar hún var og spurði gæslumann í gámnum hvar hún eiginlega væri. Gæslumaðurinn svaraði: ,,hvar ertu, þú ert í dauðagámnum" Ólöf svaraði: ,,ég veit það en hvar á landinu er ég?!" Gæslumaðurinn svaraði: ,,ha, þú ert í Vestmannaeyjum!" Ólöfu var svolítið létt því hún hélt að hún væri í Þórsmörk! Hún er ótrúleg. Amma hennar ætlaði svo að ná í hana og vinkonu hennar, Ólöf varð að stríða henni aðeins og hringdi í hana þegar hún var komin um borð í Herjólf og sagði henni að hún hefði misst af bátnum. Ömmu hennar brá svolítið en Ólöf leiðrétti það eftir smá tíma og hún kom og náði í hana. En það var að vísu enn svolítið í henni en það eru bara snillingar sem lenda í svona atburðum. Lifið heil.

     |

þriðjudagur, ágúst 5

Var að skoða dagbók lögreglunnar og þar finnst oft margt skondið. Þessi setning vakti athygli mína: Stuttu seinna var tilkynnt um dauðan kött á Sæbrautinni. Þegar að var gáð reyndist kisan vera dauð gæs og var hún fjarlægð. Góðar stundir

     |

Endurnærð eftir helgi verslunarmannanna

Fórum í Þrastaskóg á föstudaginn og skemmtum okkur konunglega með Andansmönnum. Ég er búin að vera á reynslutíma hjá félaginu í tmeira en tvö ár. Átti að vera tekin inn í félagið á útihátíðinni 2001 en varð svo veik að ég þurfti að fara heim föstudagsnóttina þannig að ekkert varð út því. Hef ekki mætt á aðalfund síðan, það stendur þó allt til bóta. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða fullgildur meðlimur Andansmanna á aðalfundinum í Þrastaskógi og er nú stoltur meðlimur númer 26. Það var helv... gaman í skóginum og við vorum með maraþonsöng. Held að við höfum sungið við gítarspil og varðeld í 7 tíma. Geri aðrir betur! Fórum heim á laugardaginn í ágætisveðri. Var ekkert smá þreytt þegar ég kom heim og slappaði því af um kvöldið. Ætlaði kannski að fara í bæinn um kvöldið en mín lúnu bein voru ekki alveg að samþykkja það þannig að ég fór ekki neitt. Slappaði einnig af á sunnudaginn þannig að ég er endurnærð eftir þessa helgi. Það getur nú ekki hver sem er sagt. Lifið heil!

     |

föstudagur, ágúst 1

Allt á floti alls staðar...

ég er farin að skilja af hverju Pabbi kallar mig stundum vandamálasérfræðing. Ég fór í sturtu í morgun, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema bara hvað að ég stíflaði niðurfallið og það lak vatn um allt baðherbergið. Ég tók ekkert eftir þessu og var bara að þvo á mér hárið. Allt í einu náði vatnið mér yfir ökkla í sturtunni og ég fór að athuga þetta betur. Opnaði sturtudyrnar og sá að gólfið var allt á floti! Stundum tekst mér hið ómögulega, ég ætti kannski að skella mér til Mið-austurlanda og reyna að stilla til friðar þar. Mér hefur hingað til tekist að gera hið ómögulega. Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com