þriðjudagur, nóvember 30

Örlög mannanna eru misjöfn

Ég sá Band Aid myndbandið þegar ég var á hlaupabrettinu í morgun. Fékk kökk í hálsinn. Ekki góður staður til að fá kökk í hálsinn, ef slíkur staður er þá til. Gat ekki varist þeirri hugsun að örlög mannanna eru misjöfn. Ég var á hlaupabretti að reyna að taka þessa blessuðu einangrun af mér en sumir lifa á hungurmörkum og hafa ekki til hnífs eða skeiðar. Gæðum heimsins er misskipt. Stundum er hollt að láta minna sig á hve gott maður hefur það. Lifið heil

     |

föstudagur, nóvember 26

Þetta verður

hin fínasta helgi. Mikið að gera, þannig líður mér best. Er að fara í Citýið, eftir korter, og þar ætlar stórfjölskyldan að hittast heima hjá foreldrum að gera laufabrauð. Er gömul og skemmtileg hefð. Frú Ásdís á 5 systkini og þau mæta öll ásamt mökum, börnum og svo framvegis. Ljómandi alveg.

Á morgun stefni ég að vinna svolítið, klára viss verkefni og svo er það jólahlaðborð Skerjóhópsins að Rauðará. Mætum klukkan 18:00 í fordrykk og svo verður tekið til við að tvista, já eða borða. Sigfús mætir sprækur frá Kúbu, með vindla í farteskinu handa strákunum. Held að þeir séu að missa vatnið yfir þessum blessuðum vindlum. Þetta verður frábært. Reyndar verður nokkurra sárt saknað en þeir koma bara næst (Maríanna og Hrafn nýbakaðir íbúðaeigendur á Akureyri eru þar á meðal) Gaman að fá að klæða sig upp og vera í góðra vina hópi. Koníaksstofan mun svo fá að njóta nærveru okkar eitthvað fram á kvöld. Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til...

Þá er mér ekkert að vanbúnaði. Best að drífa sig í Citýið. Háborg skemmtanalífsins. Lifið heil

     |

fimmtudagur, nóvember 25

Ég hef

staðið við það að versla ekki örðu, bensín eða aðrar vörur, af samráðs olíufélögunum. Frekar bíð ég í röð til þess að versla við Atlantsolíu. Spurning um að taka þetta skrefinu lengra. Núna ætla ég að gerast einyrki og ,,framleiða" mínu olíu sjálf. Ætla líka að sauma öll mín föt sjálf, klippa mig, framleiða það rafmagn sem ég þarf að nota, búa til allan mat sjálf og svo framvegis. Sé þá fram á að hætta að nota smjör, nenni ekki að strokka það. Sé reyndar fram á að þurfa að hætta að vinna til að anna þessu öllu. Verð þá engum háð. Það verður sem sagt full vinna að búa til lífsnauðsynjar til að lifa af. Haldið þið að mér takist það? Góðar stundir.

     |

þriðjudagur, nóvember 23

Eymingjablogg

Er alveg steinhætt að blogga. Eða því sem næst. Þegar setið er við tölvUna mestan part dags, í vinnunni, er ekki á forgangslistanum að setjast fyrir framan apparatið þegar heim er komið. Lofa því ekki bót og betrun.

Síðan ég bloggaði síðast hef ég:

- gert piparkökuhús í Citýinu með fjölskyldunni
- farið út að borða á Hornið með Citý skutlunum
- farið í bíó á Bridget Jones
- fundið ýmislegt sem við Ungfrú Jones eigum sameiginlegt
- farið í matarboð til Fríðu Fróða
- drukkið hvítvín
- slappað af
- keypt mér skó
- keypt mér 2 boli
- unnið
- verið Lasarus í 2 daga
- gleymt húslyklunum í skránni á útidyrahurðinni yfir nótt
- verið dugleg að fara í ræktina
- farið í Idolhitting til Lindu og Helga
- lært að meta soja sósu
- farið í Kolaportið og keypt ótrúlega flottan bol á 600 kr!
- fengið kommentið ,,shit, hvað þú ert alltaf smekklega klædd"
- bruðlað
- sparað
- grennst lítillega
- haft það gott
- farið í matarboð til Signýjar
- verið glöð
- verið þreytt
- verið hress
- hlakkað til jólahlaðborðsins með Skerjóhópnum, sem er næsta laugardag

Góðar stundir

     |

mánudagur, nóvember 15

Sellan

Á grein á Sellunni í dag.

Góðar stundir

     |

þriðjudagur, nóvember 9

.

að aka
sögn?
gjörningur?
verknaður?

að hugsa
sögn
gjörningur?
verknaður?

að spyrja
sögn?
gjörningur?
verknaður?
forvitni?

     |

þriðjudagur, nóvember 2

Grunnskólakrakkarnir

eru greinilega farnir í skólann aftur. Fréttablaðið var borið út fyrir hádegi, bæði í gær og í dag. Það er nefnilega það. Góðar stundir


     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com