miðvikudagur, mars 31

Tiltekt

Það tekur akkurat jafn langan tíma að þrífa heimilið og að hlusta á einn Franz Ferdinand geisladisk. Komumst að því í gær. Diskurinn var settur í um leið og tiltekt hófst og síðustu tónarnir flugu um loftið þegar allsherjar tiltektinni var lokið. Þetta vissu fáir. Gaman að því. Góðar stundir

     |

þriðjudagur, mars 30

Rejsen

Eins og fram kom í færslunni hér á undan þá hoppaði ég upp í flugvél á fimmtudagskvöldið og hélt til Egilsstaða. Unnur Ása og Stína náðu í mig þangað. Kíktum í heimsókn til Frú Sólveigar og Dennis. Var varla lent hjá þeim þegar ég var búin að hrifsa af henni íþróttaskóna því þá varð að hafa í óvissuferðinni. Vaknaði eldsnemma á föstudagsmorguninn spræk og hress. Hlakkaði til að hitta bekkinn minn. Eru núna orðin 10 ára og ótrúlega stór. Frábært að hitta þau aftur. Gaman að segja frá því að þegar ég kom inn í bekkinn þá komu þau og knúsuðu mig. Þótti vænt um það. Það vantaði þó nokkra í bekkinn því að strákarnir voru flestir á fótboltamóti. Var með þeim allan morguninn. Krakkar á þessum aldri eru ótrúlega fyndin og kommenta á flest. Fékk komment eins og: ,,ég vissi að þú mundir vera í pilsi, enda áttu bara einar buxur". ,,Hvað áttu eiginlega mörg pils" og svo fram eftir götunum. Gaman að því. Þau segja reyndar alveg satt. Ég átti bara einar Tai buxur í fyrra og svo pils. Nösk. Hafa greinilega stúderað fataskápinn minn. 'Ovissuferðin byrjaði svo um hálf sjö. Hittumst hjá skólanum og fórum þaðan. Löbbuðum að leiksvæðinu og þurftum að taka eins og eina salibunu í einu tækinu. Stórhættulegt tæki! Því næst var haldið upp í íþróttahús og þar var fitness þraut. Þrautin var þannig uppbyggð: sveifla sér í kaðli af stalli og yfir á dýnu, hoppa yfir hestinn á stökkpalli, fara svo í kollhnís á dýnu. Labba svo á dósastultum að hjólabretti. Maður lagðist svo á brettið og ýtti sér áfram með höndunum. Svo kom hjól sem maður átti að stíga með höndum og fótum. Því næst átti maður að hoppa á belg að súlu sem maður átti að ganga yfir. Lokahnykkurinn var svo að skjóta á körfu. Helvíti skemmtilegt. Nú til að gera langa sögu stutta þá vann ég ekki gullið en tapaði ekki heldur. Tveir neðstu þurftu að keppa sín í milli í spurningakeppni. Björg og Sigrún Júlía fengu þann heiður. Að spurningakeppninni lokinni héldum við í Egilsbúð til að spise. Enduðum svo í Blúskjallaranum þar sem ég og Lilja vorum með samkvæmisleiki. Valdi og Láki mættu svo með gítarinn. Splendid kvöld alveg. Hef sjaldan fengið svona mörg hrós á stuttum tíma. Gaman að því.

Á laugardaginn var svo matarboð hjá Sólveigu og Dennis fósturforeldrum mínum í Nes Town. Þau eru foreldrar Unnar Ásu og þau hálf ættleiddu mig þetta hálfa ár sem ég bjó í Neskaupstað. Á borðum var hreindýr sem herra Dennis veiddi. Hrikalega gott! Því næst var haldið á ball í Egilsbúð. Sú Ellen var að spila og Óli Palli snéri plötum eða þeytti skífum eða... Svo var náttúrulega haldið í eftirápartý. Skemmtilegt alveg hreint.

Var ekki alveg nógu hress á sunnudaginn en það jafnaði sig... á mánudaginn. Var drifin á lappir því að það var víst kaffi hjá Unni Jóhanns,,ömmu". Það var siður að fara til hennar á sunnudögum eða föstudögum þegar ég bjó þar og siðum verður að halda. Tók síðdegisflug heim og lenti í snjónum í Reykjavíkinni. Frábær helgi. Lifið heil

     |

fimmtudagur, mars 25

Óvissuferð

Skellti mér í heimsókn til Önnu Júl í gærkvöldi. Hitti þar sætasta strák höfuðborgarsvæðisins. Sat með krúttið allt kvöldið. Gaman að hitta þau loksins.

Í kvöld er ætlunin að hoppa upp í flugvél og mun hún stefna á Egilsstaði en Ungfrúin er á leið til Neskaupstaðar. Fyrrverandi samkennarar mínir buðu mér með sér í óvissuferð (tek áhættUna því Norðfjörður er nú kallaður Morðfjörður) Gaman að því... Hlakka til að hitta alla aftur.

Ein pæling í restina. Var að hugsa um ósjálfráð viðbrögð. Ég var að keyra í bílahúsi Kringlunnar áðan og fannst eitt skilti vera óþarflega neðarlega. Ég keyrði nú samt undir það en beygði hausinn á mér niður. Það hefði örugglega hjálpað toppnum á bílnum mínum. Það sama með að fara yfir einstefnugötu. Ég lít yfirleitt til beggja hliða. Stundum eru ósjálfráðu viðbrögðin heilbrigðri skynsemi ofar. Góðar stundir

     |

miðvikudagur, mars 24

Búðarferð

Skellti mér í hverfisbúðina mína í gær. Sem er ekki í frásögur færandi nema bara hvað að þegar ég var að labba frá búðinni þá var ég stoppuð af nokkrum 8-9 ára strákum. Þeir vildu endilega leyfa mér að heyra frumsamið lag eftir þá. Voru með nokkra viðardrumba sem þeir notuðu sem trommur og svo sungu þeir eins og vindurinn. Ég hrósaði þeim og spurði hvort að þeir ættu ekki fleiri á lager. Þeir héldu það nú. Ættu meira að segja lag sem heitir tölvunördinn. Svona krakkar finnst mér skemmtilegir. Frumlegir og eru ekki að hanga heima hjá sér í tölvunni. Var einmitt að umsjónarkennari 9 ára krakka á Neskaupstað í fyrra. Skemmtilegur aldur og þau eru að pæla í alls konar hlutum. Lifið heil.

     |

þriðjudagur, mars 23

Tilkynning II

hún Una er lukkuleg núna því hann Þráinn (Skerjó Þráinn) er búinn að redda miðum á Pixies. Jei. Góðar stundir

     |

Tilkynning

verð brjáluð ef ég fæ ekki miða á Pixies. Ég endurtek: verð brjáluð ef ég fæ ekki miða á Pixies. Ég endurtek ekki: verð brjáluð ef ég fæ ekki miða á Pixies. Lifið heil

     |

mánudagur, mars 22

Los Helgos

Hádegisfundurinn var fínn og maturinn á Vox var með eindæmum ágætur á föstudaginn. Kotkeilboðið var fínt, hvítvínið líka. Var hress, eins og Ásta Rós og flestir vinnufélagarnir.

Vaknaði frekar snemma á laugardaginn og dró Sveinsdóttur með í KringlUna. Verslaði tvö stykki afmælisgjafir og eitt stykki bleika peysu vegna þema afmælisins. Gott að hafa ástæðu til að kaupa sér föt. Fín peysa alveg. Skellti mér í hana um leið og ég kom heim. Fór svo og náði í Ástu Rós því bíllinn hennar var uppi í KB banka. Hún var eitthvað að skoða nýju peysUna og byrjaði allt í einu að skellihlæja. Ég skildi ekkert í þessu, peysan var flott þannig að ekki var það ástæða hlátursins. Hún náði að kreista því út úr sér á milli hlátur kviðanna að merkimiðinn stæði út að aftan. Hafði sem sagt gleymt að taka verðmiðann og draslið af. Kapp er best með forsjá greinilega. Skratthea Skorrdal og Hlédís náðu svo í mig því ferðinni var heitið í Vík í Mýrdal. Náðum í Jónas í Hveragerði og komum við í Reykjakoti hjá foreldrum Möttu og Þráins. Alltaf gott að koma þangað og fá Mögguknús (mamma hennar Möttu) Héldum svo áleiðis í Vík. Það átti að vera óvænt afmælisveisla fyrir Þráin. Þráinn og Æsa eiga gistiheimili í Vík en Æsa og Matta, tvíburasystir hans Þráins, höfðu skipulagt herlegheitin. Bleikt þema var það heillin í afmælinu. Sumir töpuðu sér í þemanu. Nefni engin nöfn en einn kemur upp í hugann og er fyrsti stafurinn í nafninu hans J(ónas). Hann mætti með skærbleikt naglalakk og með bleika nátttreyju. Hittingurinn kom Þráni á óvart en samt ekki. Æsa var búin að ljúga því að honum að þau ættu von á stórum hóp og rak hann svo í golf. Hann fór að gruna eitthvað þegar hann var rekinn í golf. Það hafði nefnilega ekki gerst áður á því heimili. Við hittumst svo öll á gistiheimilinu þegar hann var að stússast þar. Hrúguðumst svo öll á einn stað þegar hann kom og sungum fyrir hann afmælissönginn. Gaman að því. Svo var farið í drykkjuleikjabingó, sungið og spilað á gítar og fleira og fleira. Ég gat nú reyndar ekki drukkið mitt hvítvín vegna föstudagskvöldsins. Get ekki fengið mér í glas tvö kvöld í röð. Skemmti mér samt konunglega. Skreið upp í rúm þegar hinir fóru á bar bæjarins. Óli Oddur fór með gítarinn og spilaði fyrir gesti og gangandi á barnum. Gaman að því. Held að síðustu gestirnir hafi farið að sofa um 6 leytið. Dugleg.

Ég vaknaði frekar snemma eftir góðan svefn á sunnudaginn. Við Skratthea afmælisbarn, átti afmæli á sunnudeginum, fórum og náðum í Kötlu Þöll dóttur Æsu og Þráins til ömmu sinnar. Gengum í Víkurskála og fengum okkur snæðing. Frábært veður. Matta var búin að kaupa handa henni dót í hárið og var því öllu skellt í á staðnum. Katla er algert rassgat og ekkert smá skýr. Hún söng meðal annars fyrir mig meistari Jakob aftur á bak og Country Road. Geri aðrir betur en hún er ekki nema 2ja og hálf árs. Hitum meðal annarra Kjartan Kára í Víkurskála en hann var að skella í sig áður en hann færi að keppa í körfubolta. Var samt hress á laugardagskvöldinu. Gaman að því. Við Matta og Katla löbbuðum svo niður í Norður Vík og drógum fólk á körfuboltaleik. Því næst var ákveðið að iðka laugveskan sið, vatnsslag. Skemmtileg hefð og fengu nokkrir flash back síðan í ML. Þráinn var komin með brunaslöngUna fyrir rest og fáir voru þurrir. Gaman að því. Héldum svo heim á leið eftir skemmtilega helgi. Ætlaði að fara á kaffihús með Signýju og á Vegamót í snæðing á sunnudagskvöldið með Möttu og Hlédísi en komst ekki vegna þreytu. Ekki gaman að því. Góðar stundir

     |

föstudagur, mars 19

No no noh

Helgin er nokkuð þétt bókuð. Gaman að því. Líður best þegar ég hef nóg að gera. Hádegisfundur og matur á Nordica hótel og svo kokteilboð í kvöld á vegum vinnunnar og KB banka. Á morgun er svo afmælisveisla sem á að koma afmælisbarninu á óvart. Segi ekki meira. Góðar stundir og góða helgi.

     |

fimmtudagur, mars 18

Uss uss

Orðið ilmvatnsprufa er ekki í uppáhaldi hjá henni Unu núna. Fann svoleiðis drasl áðan og var eitthvað að vesenast. Opnaði draslið og það vildi ekki betur til en að ég hellti hálfri prufunni yfir mig og á nýþvegnu náttfötin mín. Vei þeim sem gefa ilmvatnsprufur! Góðar stundir

     |

Bingó

Keyrði framhjá merkilegu húsi í gær á leiðinni í spriklið. Þetta merkilega hús heitir Vinabær. Velti því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég hefði aldrei farið á Bingó þar. Mér sem fannst svo gaman í Bingó áður fyrr. Ef það þurfti að safna fyrir einhverju og ég var í fjáröflunarnefnd þá stakk ég alltaf upp á þessum merkilega leik. Man að þegar við héldum Bingó til að safna fyrir 10. bekkjarferðinni okkar í Citýinu, þá var fyrsti vinningur umfelgun á dekkjaverkstæðinu hjá Þórði Þras. Skemmtilegur vinningur fyrir grunnskólanema. Spurning um að drífa sig í Vinabæ eitthvert kvöldið. Það er nú margt vitlausara. Lifið heil

     |

miðvikudagur, mars 17

Eitt enn

er miðasalan á Pixies byrjuð??

     |

Violent Femmes

eru víst á leiðinni hingað og tilgangur þeirra er að halda tónleika þann 22. apríl. Jamm og já. Lifið heil

**Þess má geta að Sigurrós er ekki sátt við að tvær af hennar uppáhaldshljómsveitum (Pixies og Violent Femmes) séu með tónleika hér á landi í vor. Vægt til orða tekið. Hún er búsett í Danmörku en er væntanleg til landsins í sumar til búsetu hér. Ég hef því ákveðið að standa fyrir söfnun ,,Sigurrós heim... til tónleikahalds" Þið megið því eiga von að að ég standi fyrir framan kjörbúðina í Kópavogi með bauk Góðar stundir.

     |

Nýr erfingi

Heiða og Titti eignuðust litla Prinzipezzu klukkan 18:24 í gær. Mærin var rúm 15 merkur og 50cm. Þeim heilsast vel. Til lukku með dýrgripinn Heiða og Titti. Góðar stundir

     |

þriðjudagur, mars 16

Jahá

Ég var búin að ákveða að fara í heimsókn til Heiðu og Tittis í gær eftir vinnu. Lét Heiðu vita af því á sunnudaginn. Ætlaði að kíkja á þau aður en erfinginn fæddist. Átti líka eftir að fara með jólakort til þeirra (persónulegra að fara með það sjálf), skrifaði nefnilega Heiða, Titti og bumbubúi inn í kortið. Betra að dreifa þessu. Ekkert vit í að fá öll kortin í einu... Heiða missti hins vegar legvatnið aðfaranótt mánudags og hafði því samband við mig af fæðingardeildinni og sagði að ég væri of sein að afhenda þeim kort þar sem stendur bumbubúi inn í. Þetta kennir manni kannski að dreifa bara jólakortunum í desember... Lifið heil

     |

mánudagur, mars 15



þetta var hin fínasta helgi. Fuglasagan átti sér stað fyrri part laugardags, en restin af deginum var notuð í D-éin tvö: dóla og dúlla sér. Guðbjörg Inga kíkti í heimsókn með foreldrunum þeim Lindu og Helga. Það var hrært í pönnukökur af því tilefni. Á laugardagskvöldið kíktum við Ásta Rós í afmæli til Leons og ég dró Signýju með í það verkefni. Ekki slæmt að vera nokkrar stelpur innan um fótboltaliðið Núma og félaga. Skemmtilegt. Keyrði svo Signýju niður í bæ og dró Jón með í það verkefni. Kíkti með þeim á ÖlstofUna í þrjú korter eða svo og nokkrar mínútur í viðbót. Keyrði svo sjálfa mig heim um 2 leytið.

Sunnudagurinn var svona líka ágætur. Við Matta og Arndís kíkltum á nýjasta prinsinn í ömmuhópnum. Kíktum á óskírðan Hildar og Guðmundarson, en hann er hálfsmánaðar gamall. Það var tekið á móti okkur með virktum og hann Gummi var búinn að hræra í pönnukökur. Hinn nýbakaði faðir bauð okkur upp á nýbakaðar pönnukökur. Skemmtilegt. Knúsuðum prinsinn í nokkurn tíma. Stússuðumst aðeins en fórum svo á Vegamót í snæðing. Enduðum svo ásamt Hlédísi á bíóhúsi borgarinnar. Sáum ræmUna ,,fastur við þig" eftir Farelli bræður. Þetta var afþreying. Segi ekki meira. Bjóst við meiru af þeim bræðrum. En tónlistin var góð: Pixies og Hot Hot Heat meðal annars. Skemmtilegt. Góðar stundir

     |

laugardagur, mars 13

Fuglarnir sungu

Vaknaði í morgun við fuglasöng. Ég geispaði og teygði úr mér. Tveir litlir fuglar svifu inn um gluggan og sögðu að það væri yndislegt veður úti. Þeir Flugu með sængina af mér og réttu mér sloppinn minn. Kíkti út um gluggan og ákvað að fá mér göngutúr, fuglarnir fylgdu mér alla leið. Trúið þið mér ekki? Nei, kannski ekki. En ég fór alla vega í göngutúr árla í morgun. Aldrei skal góð saga gjalda sannleikans. Góðar stundir

     |

föstudagur, mars 12

Aumingjablogg

Þetta er nú meiri gúrkutíðin hjá mér núna. Nenni hreinlega ekki að blogga. Lofa ekki bót og betrun. Skrifa þegar ég hef eitthvað að segja. Lifið heil

     |

fimmtudagur, mars 11

Brandur Ari

Maður labbaði framhjá 17 ljóskum sem að stóðu fyrir utan Sjallann og
spurði... ,,hvað eruð þið eiginlega að gera hérna fyrir utan?"
,,Tja"...svaraði ein, ,,við verðum að vera 18 til að komast inn".

Lifið heil

     |

Afmælisbarn dagsins

er Dagný Hulda Erlendsdóttir vinkona mín, en við kynntumst í ML. Dagný er vinnur í utanríkisráðuneytinu, er með B.A. í rússnesku og er að fara að flytja til Japans til að sinna fósturjörðinni. Til lukku með daginn Dagný mín. Góðar stundir

     |

miðvikudagur, mars 10

Sá þetta hjá Sigurrós

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationCollege Professor
Yearly income$800,757
Hours per week you work64
EducationUp to 6 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Það skyldi þó aldrei vera. Lifið heil


(e.s. hentugt að henda svona inn þegar maður nennir ekki að blogga)

     |

Afmælisbarn dagsins

er Ágústa Margrét Þórarinsdóttir. Ágústa er mastersnemi í mannfræði í Manchester. Hvað eru mörg emm í því? Til lukku með kvartfjórðungsaldarafmælið+3 ár Ágústa mín. Góðar stundir

     |

þriðjudagur, mars 9

Kærleiksbjörnin ég

Tenderheart Bear
You are thinker, organizer, peacekeeper, and leader all in one. You have a power to command attention and people listen to you. However, you are often so concerned about not hurting others' feelings that you don't tell them what they need to hear and this gets you both into trouble. But you always have loyal friends to help you out.




Lifið heil

     |

sunnudagur, mars 7

Helgin

var góð. Fór í Citýið eftir vinnu á föstudaginn því að minn elskulegi Emil Karel, litli bróðir minn, varð 10 ára. Fjölskyldan safnaðist saman og frú Ásdís var með kræsingar á borðum. Á laugardaginn var svo haldið í afmæli og innflutningspartý til Fríðu Fróðadóttur. Fórum svo niður í bæ að dansa. Skemmti mér konunglega. Var vakin um hádegi í dag, Sveinsdóttir hringdi og vildi láta sækja sig.... hehehehe.... Góðar stundir

     |

föstudagur, mars 5

PIXIES til Íslands!!

Samkvæmt heimildum frá Málfræðimanninum ógurlega, og mbl.is, þá mun Pixies koma á klakann þann 26. maí næstkomand und spila. JEI! Ræð mér vart fyrir kæti.Lifið heil

     |

Eirðarlaus

Var eitthvað eirðarlaus í gær og því ákváðum við Sveinsdóttir að skellta okkur í kvikmyndhús borgarinnar. Sáum ræmUna Lost in Translation. Mér finnst stundum gaman að þýða titla þeirrar myndar, sem ég er að fara að sjá, yfir á íslensku og spyrja um miða á þá mynd. Finnst það ákveðinn húmor. Í gær klikkaði ég á þessu en áttaði mig þegar ég var búin að biðja um miðann. Brá þá á það ráð að spyrja afgreiðslustúlkUna hvort að einhver hefði spurt hana um miða á glatað í þýðingunni. (Verð að viðurkenna að ég var ekki alveg viss hvernig ég ætti að þýða þetta, þannig að ég var svolítið glötuð í þýðingunni). Afgreiðslustelpan horfði á mig stórum augum og sagði ,,ha, nei það held ég ekki". Spurði hana þá hvort ég mætti taka aftur það sem ég sagði og bað um einn miða á ,,glatað í þýðingunni". Henni fannst þetta fyndið og lét mig fá miðann. Myndin var snilldin ein. Kaldhæðinn húmor og góður leikur. Það sem mér fannst fyndnast var að sjá Japana syngja God save the Queen með Sex Pistols í karókí. Óborganlegt. Ekkert meira um það að segja. Nema bara það að tónlistin var líka góð. Lokalagið er með Jesus and Mary Chain, Just like Honey. Helv...gott lag. Góðar stundir

     |

fimmtudagur, mars 4

Það er

vor í lofti og vorlykt í nösunum á mér... Fór í Lunch á Vegamót í hádeginu með Ástrík & co. Þegar ég var á labbi í miðbænum, á peysunni, fékk ég þá tilfinningu yfir mig að það væri barasta komið vor. Sólin skein og fuglarnir sungu, eða tístu alla vega. Ekki slæmt það. Jei! Lifið heil

     |

miðvikudagur, mars 3

Jahá

wine
You're a Glass of Wine!


What Type of Alcoholic Beverage Are You?
brought to you by Quizilla

     |

þriðjudagur, mars 2

Skellti mér

í sund í gærkvöldi. Það var svo gott veður að mér fannst það tilvalið. Nú hugsa þeir sem þekkja mig vel að ég sé orðin eitthvað skrýtin. Búin að busla í vatni í tvo daga í röð. Ekki nóg með að ég fór í sund heldur synti ég líka eins og ég ætti lífið að leysa og fór ekkert í pottinn. Hef yfirleitt verið með vatnsfóbíu. Veit ekki hvað veldur. Kannski er einhver vorhugur kominn í mig. En ég nótaði hjá mér að fara ekkí í sund aftur nema að vera með sundgleraugu. Synti eins og kerling með hárið upp úr. Leið aðeins betur þegar unglingsstrákurinn sem var að synda á sömu braut og ég gerði það líka, þeas synti eins og Gunna Fína gerði í lauginni í Citýinu. Góðar stundir

     |

mánudagur, mars 1

Góðan daginn

Þetta var hin notalegasta helgi. Kíkti til Skrattheu Skorrdal á föstudaginn og þar var Bryndís einnig. Ætlaði rétt að kíkja en þetta ,,rétt" var aðeins lengra en ég hugði. Sátum og spjölluðum til að verða 3 um nóttina. Keyrði svo þær stöllur niður í bæ. Kíktum á ÖlstofUna en það er orðið svo mikið reykhús að við hrökkluðumst út. Hittum múg og margmenni fyrir utan. Meðal annarra voru Kjáninn og Von Ölves. Ég ætlaði svo að fara að keyra heim þegar maður nokkur plantar sér fyrir utan bílinn minn og komst ég því hvergi. Maðurinn tekur svo upp á því að dansa eins og bavíani í nokkrar mínútur. Maðurinn heitir Siggi Sveins og hefur verið kenndur við handbolta. Ég dó úr hlátri. Hann mundi örugglega vinna mig í hallærisdanskeppni karltuskan. Gaman að því

Á laugardaginn smellti ég mér í smá innkaupaleiðangur með Möttu. Keypti mér eins og einn bol til að vera í afmælisboðinu mínu. Kíkti svo til Auðar í afmæliskaffi. Hún er svo húsleg þessi elzka að það var drekkhlaðið borð af kræsingum. Signý Zen hélt svo afmælispartý fyrir mig á laugardagskvöldið. Fékk margar góðar gjafir. Meðal annars fékk ég eyrnalokka og augnskugga frá Soffíu, Tösku frá Signýju, Bók frá Boggu og Dóra, blóm frá Ingimundi og Gerði, Jeff Buckley disk frá Gísla, ljóðabók og disk með The Stills frá Óla og Þráinn brenndi disk með góðum lögum handa mér. Eitthvað fékk ég nú meira. Fínustu gjafir alveg. Kíktum svo á Kaffibarinn og fleiri staði.

Á sunnudaginn var ég svo ægilega hress að ég dreif mig í Bláa lónið. Það var hressandi. Lifið heil

     |

Nýr erfingi

Hildi og Gumma fæddist erfingi kl.11:54 í dag, þann fyrsta mars 2004. Prinzinn hefur ekki enn verið mældur. Til lukku með daginn Hildur og Gummi. Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com