þriðjudagur, ágúst 31

Get verið

gleymin stundum. Mér fyrirgefst það af því að ég er í fiskamerkinu. Veski, vettlingar, lyklar og símar eiga það til að gleymast eða finnast á hinum ótrúlegustu stöðum. Gleymdi til dæmis símanum mínum úti í bíl í gær (sem gerist oftar en ekki, get greinilega án hans verið). Áttaði mig á því þegar ég var að fara að sofa. Finnst oft um það leyti því hann gegnir einnig stöðu vekjaraklukku. Þegar ég náði í hann þá biðu mín 2 skilaboð. Hin fyrri voru frá Héðni þar sem hann var að spyrja mig hvort að ég vildi fá kærleiksbjarnabúninginn minn aftur (er samt tæknilega séð ekki minn. Fékk hann lánaðan fyrir 5 árum hjá Lindu sem var að vinna með mér, þá. Fyrningarreglur segja hins vegar að hann sé minn, hef alltaf gleymt að skila honum) Lánaði Héðni búninginn fyrir 2 árum á grímuball en hin skilaboðin voru frá Herra Einari og Frú Ásdísi. Voru að spyrja mig hvort að ég hefði munað eftir því að setja fiskinn, sem þau gáfu mér, í frysti! Jú, það var svo heillin. Mundi eftir að setja fiskinn í frysti en gleymdi hins vegar símanum. Hafa greinilega ekki mikla trú á dóttur sinni í sambandi við húsmóðurstörfin. Eða kannski vita þau bara hvað ég get verið utan við mig. Já, vil frekar hallast að þeirri tilgátu. Þau mundu alla vega hafa trú á dóttur sinni í eldhúsinu ef þau hefðu smakkað fiskisúpUna sem ég eldaði áðan. Já, það held ég nú. Lifið heil

     |

Skýrsla

Helgin var hin fínasta. Gerði eins lítið og ég mögulega gat á föstudaginn. Bjó að vísu til nýtt útlit á bloggernum og var hin ánægðasta. Hoppaði í háttinn um 12 leytið og líkaði vel.

Á laugardaginn skellti ég mér í ræktina og svitnaði aðeins. Gaman að því. Var hin aflappaðasta restina af deginum. Skellti mér svo í átta bíó með Signýju Zen á Bourne supremacy. Slæm mynd, leiðinleg kvikmyndataka og enn leiðinlegri eltingaleikir. Hnuss. Myndin gerist að hluta til í Moskvu og ég var komin þangað í huganum. Nennti ómögulega að fylgjast með atburðarrásinni í myndinni. Var þeirri stund fegnust þegar ég gekk út úr bíóinu. Skundaði svo á ÖlstofUna í kveðjupartý til Héðins fréttapésa. Hann er hættur á RÚV og heldur til Köben nú á haustmánuðum. Þar var fullt af skemmtilegu fólki. Hafði ekki séð nokkra í nokkurn tíma, s.s. Sigga Má og svo Írisi Ohlsen. Hún býr í Danmörku, eins og allir aðrir nú á dögum, en skaust til landsins helga í brúðkaup systur sinnar. Kíktum svo á Kaffibarinn og þar rakst ég á Júlíu Styles. Svolítið súrrealískt að hitta persónUna sem var á hvíta tjaldinu nokkrum klukkustundum áður. Kannski lá Jason Bourne í leyni á Kaffibarnum. Það skyldi þó ekki vera. Gaman að því. Keyrði svo heim um 2 leytið. Góða stúlkan ég.

Hitti Maríönnu, Lindu og Signýju í Kringlunni á sunnudagsmorgninum og skelltum okkur í verlunarleiðangur og á kaffihús. Ein græn peysa lá í valnum eftir þá verslunarferð. Stormaði svo í Citýið til foreldra. Jytte Bra! Alltaf gott að koma heim. Góðar stundir.

     |

mánudagur, ágúst 30

Fór í bíó

í gærkvöldi á myndina My First Mister. Góð ræma, þó ekki væri nektin, eltingaleikurinn eða slagsmálaatriðið. Er á hinum bandarísku Indí bíódögum í Háskólabíó. Held að ég sé ástfangin. Góðar stundir.

     |

föstudagur, ágúst 27

Breytt útlit fylgir breyttum tímum, eða breyttir tímar fylgja breyttu útliti. Góðar stundir.

     |

miðvikudagur, ágúst 25

!

Já, nú er það byrjað... Lifið heil.

     |

þriðjudagur, ágúst 24

Menning og ómenning

Þetta var síðasta helgin í sumar sem eitthvað var planað. Búin að vera frekar ströng dagskrá í sumar. Á föstudagskvöldið stormaði ég heim til Skrattheu Skorrdal og hjálpaði Möttu, Ásdísi og Helgu að skipuleggja laugardagskvöldið en þá var kveðjupartýið mikla. Matta er nefnilega að fara til Danmerkur í mastersnám. Vorum að skipuleggja samkvæmisleiki og búa til djelló fyrir drykkjukeppni. Þrír litir voru í boði og þar af leiðandi 3 lið. Meira um það síðar. Vorum að skipuleggja og spjalla til hálf tvö.

Á laugardaginn fór ég niður í bæ um tólf leytið því Sveinsdóttir og Helgi voru að keppa í Reykjavíkurmaraþoninu. Hitti þar mæðurnar Lindu og Maríönnu ásamt erfingjum. Settumst svo niður á Kaffi París og fengum okkur snæðing. Mikið af fólki og flugum. Yndislegt veður. Fór svo og verslaði fyrir óvænta atburðinn. Við Ömmurnar skipulögðum pikk nikk fyrir Skrattheu í grasagarðinum klukkan 16:00. Hittumst þar og vorum með teppi, osta, rauðvín, brauð og pestó. Þetta var æðislegt. Það var svo gott veður og frábær félagsskapur. Héðinn og Þórir slógust í för með Ömmuhópnum. Rauk svo heim í sturtu og þá var haldið í grill til Munda og Gerðar. Þar var Skerjóhópurinn samankominn. Eftir grill var förinni heitið til Skrattheu. Þar tóku við samkvæmisleikir og skemmtilegheit. Varð samt að fara niður í bæ að sjá Egó. Ekki var það nú leiðinlegt! En það sem var hins vegar leiðinlegt var umferðin eftir flugeldasýningUna. Javla. Ákvað að labba frekar á Laugarnesveginn frekar en að bíða eftir að Maríanna og Signý gætu tekið mig með. Voru fastar niðri í bæ. Sveinsdóttir og Co ákváðu nefnilega að vera eftir niður í bæ. Ég var ekki nema 40 mín að tölta þetta. En úngfrúin var smá óheppin. Tók ekki eftir járnhlera sem var í gangstétt einni og flaug á hausinn! Er sem sagt með hnjask á lófanum og á sköflungnum. Sendi Möttu sms um málið og henni fannst það svo fyndið að hún las það upp fyrir alla í partíninu. Þegar ég kom þangað þá var ég kölluð stelpan sem datt (af fólkinu sem þekkti mig ekki áður). Gaman að því. Þetta var alveg ágætis menningarnótt. Endaði á að dansa nóttina í burt. Gaman að því.

Sunnudeginum var eytt í afslappelsi. Fór svo út að borða á Hornið um kvöldið í tilefni þess að Dagný Hulda og Skúli, hennar ektamaður, eru að flytja til Japans. Dagný er að fara að vinna í sendiráðinu í Tokyo. Það virðast allir vera að flytja erlendis! Sátum þar í dágóðan tíma. Ég, Dagný og Héðinn ákváðum svo að drífa okkur í bíó en aðrir fóru heim. Sáum myndina Good bye Lenin. Brilljant ræma. mæli með henni. Góðar stundir.


     |

föstudagur, ágúst 20

Magnað

Það var nú alveg ágætt að vera á leiknum á miðvikudaginn. Magnað alveg. Góðar stundir.

     |

miðvikudagur, ágúst 18

Afmælisbörn dagsins

eru:

Unnur Ása Atladóttir en hún er kvartfjórðungsaldargömul+3ár. Unnur Ása var að kenna með mér í Nes Town þegar ég leiðbeindi ungum Austfirðingum. Hún vinnur núna í Lífeyrissjóði Austurlands og býr í rauðu húsi í New Town. Foreldrar hennar þau Dennis og Sólveig eru fósturforeldrar mínir fyrir Austan.

Margrét Vilborg Bjarnadóttir er kvartfjórðungsaldargömul+2 ár í dag. MVB var með mér í Röskvu og nú í Andansmönnum. Hún er á landinu eins og er en býr í USA þar sem hún er í doktorsnámi í aðgerðagreiningu við MIT.

Til lukku með daginn Unnur Ása og MVB. Lifið heilar.


     |

Matarboð

var hjá Heiðu og Titti í gærkvöldi. Tilefnið var að Matta er að fara út í nám í endan ágúst og Héðinn fer út í nám í byrjun september. Hittumst nokkrir ,,gamlir"ML ingar. Hjónakornin buðu upp á ítalska veislu. Maturinn var æðislegur, ekki amalegt að heimsækja þau hjónin. Vorum að gæða okkur á kræsingum og spjalla til hálf eitt í nótt. Margt var rætt, meðal annars hvenær maður telst vera fullorðinn. Margar skilgreiningar voru nefndar. Sá norðurljós á leiðinni heim. Magnað. Góðar stundir.

     |

þriðjudagur, ágúst 17

Afmælisbarn dagsins

er Olav Veigar Davíðsson. Hann ku vera kvartfjórðungsaldargamall+2ár. Von Ölves var með mér í bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar Citý, í Röskvu og stjórnmálafræðinni. Hann er nú starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar niðri á Alþingi okkar Íslendinga. Til lukku með daginn Óli minn.

     |

Ég ætlaði

ekki að gera mikið um helgina en margt fer öðruvísi en ætlað er. Unnur Ása vinkona frá Nes Town kom í bæinn á fimmtudaginn og var fram á mánudag. Var að sækja son sinn til föður síns og ákvað að gera bæjarferð úr þessu. Ætluðum að fara á Fahrenheit 9/11 á föstudagskvöldið en svo fór ekki. Skratthea Skorrdal hringdi þegar við sátum fyrir utan Enricos og vorum að fara að tygja okkur í bíóið. Hún bauð í hvítvín og þetta endaði með bæjarferð. Hitti mikið af skemmtilegu fólki og elzkan hann Þórir skutlaði mér svo heim.

Var þó ekkert ryðguð á laugardeginum. Fór ásamt Unni Ásu og Atla Fannari syni hennar í Nauthólsvíkina. Þar hittum við Ingimund, Steina, Sillu og Þráinn. Sóluðum okkur þar í blíðskaparveðri. Tók meira að segja smá lit. Geri aðrir betur. Svo var brunað heim því að það var mæting til Fríðu Fróða klukkan 19:00 í grill og kokteila partý. Það var ótrúlega gaman. Fríða og Signý misstu sig á kokteilablandaranum. Gaman að því. Kíktum svo niður í bæ og á Rex af öllum stöðum! Ekki alveg minn bolli af te. Nenni ekki að fara á staði þar sem allir eru hengdir upp á þráð og allir mældir út frá topppi til táar. Settum svo nokkur tjúttspor á dansgólf borgarinnar. Skemmtilegt.

Á sunnudaginn fór ég svo loks á Fahrenheit 9/11. Fínasta ræma og skemmtilegt samsærisplott. Góðar stundir.

     |

mánudagur, ágúst 16

Skyldi

það vera merki um að ég sé með skóáráttu og eigi mikið af skóm þegar 5 pör eru staðsett í bílnum? Nei, varla. Lifið heil.

     |

föstudagur, ágúst 13

Gleðilegt sumar

Góðar stundir.

     |

miðvikudagur, ágúst 11

Smá birta

Vann 3 flöskur í rauðvínshappadrættinu í vinnunni. Ekki slæmt það. Það er allt of gott veður úti. Við ætlum að fara í klukkutíma hádegishlé núna og sitja í sólinni, það er hvort sem er hlýrra úti en inni akkurat núna. Svo að ég hlýt að komast upp með það gagnvart kvefinu. Góðar stundir

     |

þriðjudagur, ágúst 10

Úngfrúin

er á lífi. En Úngfrúin er Lasarus núna og því ekki hress. Einstök heppni að vera Lasarus þegar sólin skín í heiði og 20 stiga hiti á mælinum, í forsælu. Hnuss.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com