föstudagur, nóvember 23

Síðasta helgi

var hin bezta. Sambýlismaðurinn bauð mér óvænt út að borða í tilefni nýja starfsins. Fórum á Indian Mangó á Frakkastíg, mæli með honum. Er lítill og kósý staður og góður matur en oftast verður að panta borð. Eftir snæðinginn kíktum við aðeins á B5 og Reynir hitti okkar þar.

Laugardagurinn var tekinn snemma, rokið í ræktina og var svo mætt heim til Helgu á slaginu hálf eitt því framundan var hin árlega óvissuferð Ammanna (ML dömurnar). Helga og Sigurbjörg sáu um skipulagningUna að þessu sinni. Við lögðum að stað um kl. 13:00 og ferðinni var heitið niður á Laugaveg að mála á postulín, nánar tiltekið í smiðju að nafni keramik fyrir alla. Við vorum misflinkar með keramikið, ég valdi mér til að mynda mjög áhættulausan hlut á meðan aðrar voru listrænari í sér. Mjög skemmtilegt. Vorum þar í um tvo tíma en þá gerðist Helga óþreyjufull því við vorum bókaðar annars staðar um hálf fjögur. Það var því stormað út í bíl og út í óvissUna. Næsti staður var slökkvistöðin í Hafnarfirði. Þar var okkur skipt í tvö lið og fyrir okkur voru lagðar þrautir, tímaþrautir. Fyrst fórum við í tækjasal slökkviliðsins og vorum látnar taka einn þrekhring. Þar næst áttum við að renna okkur niður súluna, ég var í pilsi þannig að ég tók bara Bridget Jones á þetta. Ekkert annað í stöðunni. Skyndihjálp var þriðja þrautin og fjórða þrautin fól í sér kapphlaup við tímann inni í sal hjá öllum slökkviðsbílunum, undir planka og yfir brunabíla. Að þrautunum loknum var svo sest að snæðingi og spjallað við snillingana sem tóku á móti okkur. Þegar við yfirgáfum stöðina var ferðinni heitið heim til Helgu að ná í allt dótið sem við þurftum að taka með og okkur var skutlað í Baðhúsið í pottinn þar. Búið að gera Baðhúsið að mestu upp og er orðið hið bezta. Þar lágum við í pottinum, spjölluðum og skáluðum í freyðivíni. Þegar við vorum búnar að vera pottormar í um klukkutíma fórum við upp úr og gerðum okkur fínar því næsti liður fól í sér að setjast að snæðingi niðri í bæ. Þar mætti svo leynigesturinn Vigdís. Hún var í vinnuferð og mætti því óvænt frá London. Svo var haldið í teiti heim til Helgu, fengið sér hvítvín og sungið í sleifar (siður sem við höfum lengi haft)

(myndin er stolin frá Skrattheu)

og svo niður í bæ að danza. Allt í allt frábær dagur og frábært kvöld.



Hluti Ömmuhópsins

     |

laugardagur, nóvember 17

Atvinnuviðtal

Ég fór í atvinnuviðtal á mánudaginn, sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema kannski vegna þess að ég var ekki alveg upp á mitt besta. Fór í speglun á hné fyrir viku síðan og rifinn liðþófi var lagaður. Ég var því hölt. Sama mánudag og ég fór í viðtalið átti ég svo pantaðan tíma hjá tannlækni og smá deyfing var enn til staðar þegar ég gekk inn í byggingUna. Hölt og málhölt, frábært. Betur fór en á horfðist því deyfingin fór sem betur fer 5 mín áður en ég hitti framkvæmdastjórann. Viðtalið gekk svona líka glimrandi vel og ég fékk starfið. Ég hef því störf sem verkefnastjóri hjá Sambandi íslenskra Sparisjóða þann 2. janúar.

Lifið heil

     |

sunnudagur, nóvember 11

Tvíburar

bættust í SkerjófjölskyldUna þann 31. okt. Maríanna og Hrafn eignuðust 15 og 12 marka drengi. Sá stærri tekur hlutverki sínu greinilega bókstaflega og er strax byrjaður að vernda bróður sinn, eins og sést á myndinni.





Til lukku með drengina Maríanna, Hrafn og Mikael Máni.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com