þriðjudagur, október 26

Lok lok og læs

Við Sigurrós fórum í fyrsta skipti í spinning í morgun. Vorum mættar klukkan 06:15 thank you very nice. Við fórum inn og náðum okkur í hjól, biðum svo eftir kennaranum. Hver haldiði að hafi mætt eldhress. Jú, Frú hress.is sem kennir einnig Body Pumpið! Hún var hress, alla vega sagðist hún vera hress. Sagðist hafa byrjað daginn á því að hlusta á ABBA. Það hefði verið hressandi. Svo spurði hún náttúrulega hvort að við værum hress. Jújú, við vorum það svona nokkurn veginn. Svo byrjaði tíminn. Hún púlaði okkur út. Fínn tími, nema bara hvað að tónlistin hefði mátt vera betri. Vantaði allt rokk. Frú Hress.is spurði hvort við vildum Scooter eða hitt. Ég reyndi að segja hitt en flestir vildu Scooter! Svo kom hún með þriðja kostinn og það var Country tónlist. Það var fellt.

Þegar tíminn var búinn, og ég næstum því búin á því, þá fór ég inn í búningsklefa og gekk að skápnum mínum. Skildi ekkert í þessu, það var kominn einhver talnalás á skápinn. Ég klóraði mér í hausnum, skildi ekkert í þessu. Starði á lásinn í smá tíma, ég hef kannski haldið að hann mundi opnast við það. Störukeppni við lás er ekki gáfuleg. Þvínæst reyndi ég að pikka upp talnalásinn. Fólk var farið að horfa á mig og ég sagði því afsakandi við hvern sem vildi heyra að það hefði einhver læst skápnum mínum og að fötin mín væru þar inni. Ekki gat ég pikkað upp lásinn. Ég snaraði mér þá upp í afgreiðslu til hennar Lísu til að athuga hvort að þau gætu hjálpað mér með þetta basl mitt. Hún sagði að ég gæti látið saga lásinn en þá þyrfti ég að kaupa nýjan lás! Ég hélt nú ekki. Færi ekki að kaupa nýjan lás handa þeim sem læsti fötin mín inni. Þá sagði hún að ég gæti spurt þær sem væru inni í sal hvort að þær væru með skáp 24, sem var minn skápur. Fannst það ekki heillandi og yrði frekar tímafrekt. Ákvað því að fara á hlaupabrettið í 10 mín og athuga svo hvort að Læsinginn væri þá búin á æfingu. Nú, ég var á brettinu í 10 mínútur og athugaði þá. Jú, það gekk eftir. Hún var akkurat að opna skápinn, kona um fertugt. Ég fór þá að skápnum og hún sagði: ,,gvööööð ég læsti skápnum og það voru önnur föt í honum" ,,Já" sagði ég ,,mín föt" og var ekki ánægð. Kerlingartuskan var eyðilögð yfir þessu og bunaði út úr sér ,,fyrirgefðu, er ég nokkuð búin að eyðileggja fyrir þér daginn? Áttu nokkuð að vera mætt í vinnu? Ég skil ekki hvað ég var að hugsa, sá þetta hreint ekki" og svo framvegis. Ég fyrirgaf henni þetta og tautaði að ég hefði nú bara haft gott af því að vera lengur í ræktinni, svo að ég mundi ekki eyðileggja daginn fyrir kerlingartuskunni. Héðan í frá kem ég með minn eigin lás fyrir skápinn. Kannski verð ég einhvern tíman góð við einhverja og læsi fötinn hennar inni. Tja, þá græðir hún alla vega meiri tíma í ræktinni. Það er nefnilega það. Góðar stundir.

     |

mánudagur, október 25

27 pils - 1 buxur

Var eitthvað að fárast yfir því á laugardaginn að ég ætti engin föt til að fara í, í útskriftarveislUna hennar Hildar. Ég ákvað nú samt að kíkja á fataslána mína. Skoðaði hana vel og lengi. Ákvað svo að telja hvað ég ætti mörg pils. Þau voru tuttuguogsjö talsins! Legg ekki meira á þig. Nota þau reyndar ekki öll, en ákvað að hætta að kvarta yfir fataleysi. Það sem mér fannst áhugaverðara er að ég á tuttuguog sjö pils en bara eitt par af buxum. Það eru Thai buxur sem ég keypti í Spútnik á sínum tíma, mjög þægilegar. Svo á ég tvennar íþróttabuxur í ræktina. En þær teljast ekki með. Það er nefnilega það.

Una: spurning um að sauma 4 pils. Þá á get ég brúkað eitt pils á dag í heilan mánuð án þess að nota það sama 2x.

Góðar stundir.

     |

laugardagur, október 23

Hamingjuóskir

í tilefni dagsins.

Anna Júl er afmælisbarn dagsins, æskuvinkona úr Citýinu. Anna er kennari, mamma Ísaks Júlíusar, Citýmær og kvartfjórðungsaldargömul+4 ár. Til lukku með daginn Anna mín!

Afmælisbarn gærdagsins er Guðbjörg Inga vinkona mín. Binga, eins og hún kýs að kalla sig, varð 2ja ára prinzipezza í gær. Til lukku með PrinzipezzUna Linda og Helgi.

Hildur fær einnig hamingjuóskir í tilefni dagsins. Mærin er að útskrifast úr sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Til lukku með daginn Hildur mín. Hildur ætlar að bjóða heim í tilefni dagsins. Góðar stundir.

     |

föstudagur, október 22

Gríðarlega sátt

við útkomUna. Tók próf um hvaða 80´s hljómsveit ég er og er gríðarlega sátt. Getið tekið prófið hér.

thepixies.jpg
You rule. in 15 years, you won't be as known as you
are now, but most of the people that will know
you then will like you (or else I'll beat them
with a stick). You're nice to listen to.

Góðar stundir & góða helgi.




     |

miðvikudagur, október 20

Citý hittingur

á laugardaginn var haldið ball í Þorlákshöfn Citý. Við vinkonurnar sáum okkur leik á borði og ákváðum að hafa smá hitting. Sjaldan sem við hittumst. Reyndar komust ekki allar en það gengur bara betur næst. Fékk lánað húsið hjá Frú Ásdísi og Hr. Einari. Við pöntuðum okkur Veigupizzur, spjölluðum og dreyptum á víni. Við vorum hressar, eins og sést hér. Ég var kannski full hress fyrir minn smekk. Drekk alltaf léttvín en á laugardaginn þá smakkaði ég líka Kaptein Morgan. Tja, hress varð ég af honum. En ekki svo hresssss daginn eftir. Georg Michael söng einhvern tímann " I am never going to dance again". Ég söng hins vegar "I am never going to drink again" á sunnudaginn.

Fór í klippingu til hans Gústa á mánudaginn og ég er núna komin með drengjakoll. Nei, nei ekki láta mig ljúga að ykkur. Er með axlarsítt hár. Það merkilega var að allir í vinnunni tóku eftir því að ég væri búin að breyta um hárgreiðslu en ekki Skerjóstrákarnir. Hitti þá í billjard í gær. Engum sögum fer hins vegar af því hvernig ég stóð mig með kjuðann. Segjum bara að ég hafi aldrei skotið svörtu kúlunni niður. Tja reyndar vann ég Þráinn, en það var vegna þess að hann skaut hvítu kúlunni niður með þeirri svörtu. Ég og Sveinsdóttir gerðum hins vegar jafntefli. Nú kynni einhver að spyrja hvernig hægt sé að gera jafntefli í billjard. Jú, dömur mínar og herrar. Það er hægt... er hægt þegar svarta kúlan er ein eftir og þeir sem eru að keppa koma henni ómögulega niður. Þá er samið um jafntefli. Örugglega hið fyrsta í sögunni. Góðar stundir

     |

Það er nefnilega það

Vetur konungur hefur hafið innreið sína og ég er komin með varaþurrk. Legg ekki meira á þig. Ballið er búið, Bára komin í bleyti og majónesan orðin gul. Það er nefnilega það. Góðar stundir.

     |

fimmtudagur, október 14

Loksins

er ég búin að panta mér tíma í klippingu og strípur hjá honum Gústa, það verður þó ekki fyrr en á mánudaginn. Þangað til mun ég einungis tala við fólk sem er lágvaxnara en ég. Það sér nefnilega ekki á hvirfilinn á mér, það er komin dulítil rót. Góðar stundir

     |

miðvikudagur, október 13

Þröngt

mega sáttir sitja. Það voru hvorki fleiri, né færri en 15 manns í mat í Hófgerðinu í gær. Ótrúlegt að allt þetta fólk skyldi rúmast í stofunni. Tilefnið var fyrsti Skerjómatarklúbbur vetrarins. Sigfús og Magga mættu galvösk eftir búsetu í Danaveldi. Á boðstólnum var ungversk gúllassúpa. Glæzibær. Það voru reyndar ekki til svo margar skeiðar né svo margir diskar í Hófgerðinu en Linda og Helgi redduðu því. Dagskrá vetrarins var ákveðin og nú er matarklúbburinn á 3ja vikna fresti. Glæzibær. Fínt að geta skroppið í mat við góðan félagsskap. Gaman að því. Lifið heil.

     |

þriðjudagur, október 12

Gáta

Spurt er um hlut:

Einn framleiðir hlutinn,
annar kaupir hann en notar hann ekki.
Sá þriðji notar hlutinn en kaupir hann ekki.

Hver er hluturinn?

Í verðlaun eru 2 bjórar. Lifið heil

     |

mánudagur, október 11

Kæra dagbók

það er nú svolítið langt síðan ég gaf mér tíma til að skrifa í þig. Er búin að vera á ferð og flugi. Hver hefði trúað því að hún Una myndi einhvern tíman verða A manneskja. Það fór samt svo. Er vöknuð um 06:00 - 06:30 á hverjum morgni og augnlokin eru farin að þyngjast um 22:00. Ja, hérna hér.

Fór að hitta gamla Röskvuhunda, eins og Eiríkur orðar það, á fimmtudagskvöldið. Það var líka svona splendid kæra dagbók. Fanney komin heim frá Kína og mætti því galvösk. Gaman að hitta Ástrík.

Á föstudaginn ætlaði ég að fara í innflutningspartý til Sæunnar og Kjartans, en hvað heldurðu kæra dagbók? Ég sofnaði á sófanum og drattaðist svo upp í rúm um 22:30. Alveg búin á því. Það er greinilega erfiðara að vera A manneskja en ég hélt. Ég fer bara þegar þau kaupa næstu íbúð.

Á laugardaginn var svo afmælið mikla. Signý Zen varð kvartfjórðungsaldargömul+4 ár. Síðasta ár hennar sem tuttuguogeitthvað ára. Bauð okkur stelpunum í mat og svo var teiti á eftir. Strákarnir máttu mæta þá. Ég skemmti mér konunglega kæra dagbók. Fórum niður í bæ og var dregin á Rex. Ég samþykkti það með semingi. Það var skárra en ég hélt. Hitti fullt af fólki sem ég þekkti. Þar á meðal voru Ásthildur og Jóhanna sem voru með mér í stjórnmálafræðinni. Vorum farnar að plana reunion áður en ég gat talið upp á 3. Gaman að því. Hitti líka Leon sem var hress. Hann var með Bjarna töframann með sér, mér finnst töframaðurinn fyndinn. Segir alla vega skemmtilegar sögur. Ég vildi samt fara að dansa og við fórum því á 22. Þar hittum við svo restina af Skerjóhópnum. Hitti þar fyrir nokkra ML inga. Það á meðal Skúla. Við misstum okkur í dansinum kæra dagbók. Reyndar svo mikið að Skúli missti mig í einum snúningnum, með þeim afleiðingum að ég er með marblett á olnboganum. Javla. Samt gaman að því.

Það var enginn tími fyrir þreytu eða þynnku á sunnudaginn. Við Ömmurnar vorum búnar að plana snæðing á Vegamótum (eða Veganesti eins og Hildur kallar það) og leikhúsferð á Rómeó og Júlíu. Vegamót klikka aldrei. Rómeó og Júlía klikkuðu heldur ekki. Mögnuð sýning og ótrúlega skemmtileg. Ekki leiðinlegt að horfa á Gísla Örn. Ó, nei. 'Eg sat límd í sætinu og hef örugglega verið eins og krakki sem var að horfa á teiknimynd. Svipbrigðin voru mikil. 'Otrúlega gaman að því. Æsa átti samt móment dagsins kæra dagbók. Þegar við vorum á leiðinni út úr salnum þá kallar maður á hana á ensku: "excuse me, aren´t you the girl from Vík?". Æsa hélt það nú, en mundi ekki alveg hver hann var. Hann talaði við hana í nokkurn tíma og mér fannst ég kannast við hann. Allt í einu áttaði ég mig á því að þetta var Gerard Butler! Æsa og Þráinn eiga gistiheimili í Vík og þar er verið að taka upp Bjólfskviðu. Æsa leikur líka smá hlutverk í stykkinu. Hann hefur þekkt hana þaðan. Hún mundi hins vegar ekki eftir honum! Hún hefði átt að monta sig aðeins meira að vera mannglögg, en hún minnti okkur á það 2 tímum fyrr. Gaman að því kæra dagbók. Skemmtileg helgi að baki. Góðar stundir.


     |

föstudagur, október 8

Gyða Sól og Brynhilde

Við Sigurrós mættum galvaskar í Body pump kl. 06:30 í morgun. Það væri reyndar ekki í frásögu færandi ef ekki hefði verið fyrir afleysingakennarann. Erla, sem er venjulega með tímann, var í prófi. Afleysingakennarinn var ótrúlega hress miðað við þennan ókristilega tíma. Byrjaði að öskra á okkur hvort við værum ekki ,,hress" (Ingvar, þú veist hvað mér er vel við þennan frasa!). Nokkir umluðu ,jú" en restin af fólkinu reyndi að fókusa á stöngina með stýrurnar í augunum. Hún sagðist ætla að rumpa þessu af og að við yrðum að taka á. Við Sigurrós horfðum hvor á aðra og leist ekkert á þetta. Hún var einhvers konar blanda af Gyðu Sól og Brynhilde (fóstbræðrakarakterum). Verður héðan í frá kölluð Brynsól. Það átti sko að ,,massa" þetta! Hún var óþreytandi við að reyna að peppa okkur upp og gera okkur ,,hressari". Ef einhver var að gefast upp á æfingunni þá benti hún á viðkomandi og öskraði ,,áfram!". Greyið konan sem var fremst þorði náttúrulega ekki öðru. Brynsól var óþreytandi að syngja með og dilla sér uppi á sviði. Ég átti nú nóg með að lyfta stönginni, þó ég færi nú ekki líka að dilla mér. Hún missti sig alveg þegar Aerosmith tók lagið. Öskraði: ,,eruð þið öngvir rokkarar!" Já, hún var hress. Lét okkur einnig gera armbeygjur á tám, í stað hnjám. Karlmennirnir þurftu að setja pall undir tærnar en við dömurnar þurftum ,,bara" að vera á tánum. Brynsól öskraði að ef við værum ekki allar á tánum þá mundi hún stoppa tónlistina og láta okkur byrja aftur. Við þorðum ekki öðru en að hlýða en þá stökk hún upp og benti á 3 sem voru á hnjánum: ,,við byrjum ekki fyrr en þið gerið armbeygjur á tánum! Þær hlýddu. Henni fannst ótækt að við værum ekki ,,hress" á föstudegi. Hún sagðist hafa ætlað að gefa okkur séns þegar við vorum að lyfta fyrir tvíhöfðann en ákvað að sleppa því og þræla okkur aðeins meira út. Hress. Þegar tíminn var alveg að verða búinn og við vorum að teygja á fótavöðvunum þá lét hún okkur allt í einu setja hendurnar upp og ýta. Hún bað okkur um að ýta aðeins meira, við gerðum það. Brynsól segir þá allt í einu: ,,eruð þið að spá í hvaða tilgangi þessi æfing gegnir? Það er enginn tilgangur með henni. Það er föstudagur og þetta var bara smá grín". Já, hún var ,,hress". Mér leist nú ekkert á þetta fyrst en þegar líða tók á tímann tók ég hana í sátt og fannst hún jafnvel skemmtileg. Tíminn reyndi alla vega á og ég var orðin nokkuð ,,hress" í lok tímans. Lifið heil

     |

miðvikudagur, október 6

Á

maður að fara hjá sér þegar vinnufélagi gengur inn á mann á náðhúsinu? Það gerðist fyrir mig, en ég fór ekki hjá mér. Var reyndar ekki lengur á postulíninu og búin að hysja pilsið upp. Var að þvo á mér hendurnar þegar vinnufélaginn gekki inn. Held að þeim aðila hafi brugðið meira en mér. Góðar stundir.


     |

þriðjudagur, október 5

Dömu

binda auglýsingar eru flest allar alveg hreint fáránlegar. Það getur ekki verið að kvenmenn komi nálægt gerð þeirra. Neita að trúa því. Það hljóta að vera karlmenn sem stjórna þessum ,,meistarastykkjum". Sumar eru eins uppbyggðar og bleyjuauglýsingar, leggja áherslu á að koma upplýsingum um rakadrægni til skila. En aðrar leggja áherslu á hvað konur geta verið ,,frjálslegar" á meðan Rósa frænka á rauða Skódanum er í heimsókn. Held að það síðasta sem dömur hugsa um, þegar þær hafa á klæðum, er að dilla sér fyrir framan spegilinn í mismunandi undirfötum! Fáránlegt. Skil ekki að þessar auglýsingar eigi að auka sölUna. Alla vega hafa þær þveröfug áhrif á mig. Hnuss. Lifið heil.

     |

sunnudagur, október 3

Bloggfall

Hef lítið nennt að sinna blogginu síðustu daga og því verður tekinn Skrattheu stíll á bloggið. Frá því ég bloggaði síðast hef ég:

- verið með gesti í mat
i á þriðjudaginn kom Maríanna í Hófgerðið
ii á miðvikudaginn bauð ég Ármanni og Þórhöllu í fisk frá hr. Einari
- farið á körfuboltaleik í Citýið (Þór Þorlákshöfn - Þór Akureyri)
- Þór vann
- farið nokkrum sinnum í ræktina
- gleymt húslyklunum í skránni á útidyrahurðinni
- verið pirruð
- verið glöð
- farið í verslunarleiðangur með Sigurrós, Önnu og Ísak Júlíusi
- verið orðlaus vegna skipan Jóns Steinars í hæstarétt
- verið dulítið skelkuð vegna ,,nepótisma" Sjallanna
- gleymt símanum mínum nokkrum sinnum (eða látið hann þar sem hann á ekki að vera)
- setið og kjaftað við Helgu og Ásdísi
- þvegið þvott
- gleymt þvotti inni í þvottavél (ekki lengi þó)
- farið í bíó
- leikið við Mikael Mána
- læst bíllyklana inni í bíl
- þurft að kalla á neyðarþjónustUna til að fá þá til að opna bílinn minn
- fengið að borga neyðarþjónustunni 3.500 spírur fyrir það
- skipulagt Citýstelpna hitting
- fengið hús foreldra lánað fyrir þann hitting
- rekist á DayBright (er flutt aftur til landsins)
- saumað mér pils
- farið á kaffihús með Signýju og Maríönnu
- fengið hrós frá Sigfúsi
- sofið í 10 tíma samfleytt, í fyrsta skipti í langan tíma
- haft það nokkuð gott
- knúsað litla bróður minn
- lesið
- hugsað um lífið og tilverUna

Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com