þriðjudagur, september 25

Afmælisbarn dagsins

er maðurinn sem ég deili rúmi með, hann Hr. R minn. Síðasta árið sem hann er "twenty something"



Til lukku með daginn elskan.

     |

föstudagur, september 21

Jæja,

dulítill tími er síðan ég kom heim úr hitanum. Kom heim úr hitanum og fékk hita, skondið. Lagðist í rúmið um leið og ég kom heim.

Kanaríferðin var hin besta. Ferðafélagar okkar voru faðir Hr. R, Jónína kona hans, skæruliðarnir 2 (4ra og 5 ára bræður Hr. R.), Rakel (systir hans) og Reynir (mágur). Læt myndirnar tala sínu máli.
.

Hafsteinn Jr flottur á því

Ég og Rakel að snorkla


Hin fjögur fræknu á góðri stundu.

Núna er það svo ritgerðin, þetta mjakast áfram...

     |

þriðjudagur, september 11

Heppin!

Þegar ég kom út úr tíma í dag, í nýja náttúrufræðihúsinu, sté ég beint upp í bílinn og bakkaði út úr stæðinu. Sem er ekki merkilegt per se, en í því sem ég er að keyra út af stæðinu flautar bíll á mig í sífellu. Ég velti því fyrir mér hvort að ég hefði svínað á bílinn en komst að þeirri niðurstöðu að svo hefði varla verið og keyrði áfram. Bíllinn hélt áfram að flauta, ég leit í baksýnisspegilinn og sá að einhver var að vinka mér. ,,Á ég að þekkja manneskjuna?" hugsaði ég með mér. Neeee, kannaðist ekki við hana í fljótu bragði. Ætlaði að fara að stíga á bensíngjöfina en þá fann ég að bíllinn var eitthvað skrítinn og hinn bílinn var alveg kominn ofan í mig. Ég steig út úr bílnum og bílstjóri hins bílsins líka. ,,Það er sprungið á 2 dekkjum hjá þér" (það var loftlaust á báðum dekkjunum hægra megin á bílnum) sagði stelpan, ,,ég vildi bara láta þig vita af því".Takk fyrir það muldraði ég. ,,Þetta er ekkert vandamál, ég er með pumpu í skottinu og við reddum þessu"sagði hún. ,,Ha, ertu með pumpu í skottinu"! ,,jebb, bakkaðu bílnum bara aftur inn á stæðið og við pumpum í dekkin". Ég bakkaði bílnum inn á stæðið og Gyða Sól (kallaði hana það í huganum vegna græjunnar) rauk í skottið á bílnum, náði í pumpuna, reif upp húddið á bílnum og tengdi græjuna við geyminn í bílnum. Þetta var sem sagt hin fínasta græja sem pumpaði í dekkin á engum tíma. Ég keyrði svo áfram heim á leið, þökk sé henni. Ef fleiri Gyðu Sólir væru til, væri heimurinn þakklátur. Alla vega ég.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com