þriðjudagur, mars 29

Andsk...

Dauði og djöfull, á eftir að gera skattaskýrslUna mína. Arg. Annars er ég hress.

     |

laugardagur, mars 19

Farin

Á Akureyri.

Lifið heil.

     |

föstudagur, mars 18

Enn ein

helgin að renna upp. Sem er vel. Ekkert hefur verið planað um helgina. Er hins vegar búin að ákveða að fara á Akureyri um páskana og því ætla ég að spara um helgina, í allri merkingu þess orðs. Bæði orku og peninga. Jú, reyndar er eitt planað. Matarboð í Citýinu, á sunnudag, hjá foreldrum. Ármann & Þórhalla voru að koma frá New York og ætla að sýna myndir og segja ferðasögUna. Gaman að því.

Þannig að það ætti að vera afslöppun um helgina. Ætla reyndar að fara í spinning og Body Pump á laugardaginn ef einhver vill slást í hópinn. Það er hressandi. Sigurrós, æfingafélagi, er í Danmörku og Sveinsdóttir er að fara á skrall. Þær eru því úr leik á laugardaginn.

Lifið heil.

     |

Á grein

á Sellunni. Svolítill tími síðan ég skrifaði hana, en Sellan lá niðri í smá tíma vegna tæknilegra örðuleika. Titill greinarinnar er: eru útsendingar frá fegurðarsamkeppnum raunveruleikasjónvarp?

Góðar stundir

     |

miðvikudagur, mars 16

Mér fannst

það ákveðin kaldhæðni að slökkviliðsmaðurinn, sem var í viðtali við Rúv í sambandi við sinubrunann í Garðabæ, skuli heita Logi. Ó, það þarf svo lítið til að gleðja mig. Lifið heil.

     |

föstudagur, mars 11

Kvarðinn 1-10

Ef það væri til kvarði/skali yfir feginleika, frá 1 upp í 10. Þá mundi ég gefa 11 fyrir það að það er föstudagur í dag. Jytte bra. Svo vann ég líka 5 flöskur í rauðvínshappadrættinu í vinnunni. Sem er líka Jytte Bra.

Góðar stundir og góða helgi.

     |

þriðjudagur, mars 8

Ömmurnar

eru farnar að dreifa sér ansi víða. Félag okkar ML stelpna heitir Ömmurnar og við erum farnar að verða ansi dreifðar. Matta, Þóra og Íris eru í Danmörku, Ásdís er í Frakklandi, Guðrún í Austurríki. Dagný býr svo í Japan og vinnur að ,,frelsun" Bobbys í sendiráðinu og nú var Þórhildur að flytjast til Ástralíu. Það er nefnilega það. Getið fylgst með ævintýrum hennar hér. Við erum þó nokkrar eftir á klakanum, en þeim fer fækkandi. Góðar stundir.

     |

föstudagur, mars 4

Jahá

Um daginn var haft samband við mig og ég beðin um að taka þátt í málþingi um forsetaferil Vigdísar Finnbogadóttur. Svanur, leiðbeinandi minn í BA verkefninu mínu benti á mig og sagði að ég væri efnileg ung kona. Ég skoraðist að sjálfsögðu ekki undan. Það er að komast mynd á þetta. Málþingið verður þann 15. apríl. Sá þetta á síðunni í sambandi við Samræður um menningarheima:

Veljum Vigdísi. Á forsetastóli 1980-1996

í samvinnu við Rannsóknastofu í kvenna og kynjafræðum
Umsjón: Kristín ÁsgeirsdóttirLýsing: Fjallað um aðdraganda, kosningabaráttunnar og kjör Vigdísar, umræðuna og viðbrögðin. Hvað einkenndi Vigdísi sem forseta í samanburði við aðra?

Málstofustjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor við H.Í.

Fyrirlesarar:
Rósa Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur.

Veljum Vigdísi!
Svanur Kristjánsson prófessor við H.Í.

Á forsetastóli
Ávörp:
Svanhildur Halldórsdóttir, fyrrv. kosningastjóri Vigdísar.
Una Björg Einarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri.

Pallborðsumræður.

Gaman að þessu. Góðar stundir og góða helgi.

     |

Sá þetta

hjá Gretti. Fékk meira að segja sömu niðurstöðu og hann. Hlýtur að vera í vatninu í Ölfusinu. Sniðugt.

Your Dominant Intelligence is Linguistic Intelligence
You are excellent with words and language. You explain yourself well.An elegant speaker, you can converse well with anyone on the fly.You are also good at remembering information and convicing someone of your point of view.A master of creative phrasing and unique words, you enjoy expanding your vocabulary.
You would make a fantastic poet, journalist, writer, teacher, lawyer, politician, or translator.



Góðar stundir.

     |

fimmtudagur, mars 3

Góðan daginn

Ég virðist bara hafa fyrir því að blogga á tyllidögum. Skrítið.

Afmælisdagurinn var svona líka splendid. Fékk kökur únd alles í vinnunni. Gaman að því. Ég hélt svo í afmælisveislu hjá Þórhöllu, kærustu Ármanns, eftir vinnu. Hef aldrei áður farið í afmælisveislu hjá öðrum á afmælisdeginum mínum:)

Hélt svo upp á mitt afmæli á laugardaginn. Laugardagurinn var svolítið þétt skipaður. Dreif mig fyrst í spinning, fór og verslaði allt fyrir veislUna, lagaði til og lagaði svo sjálfa mig til. Því næst var haldið í útskriftarveislu hjá Þránni, en hann var að útskrifast með mastersgráðu í verkfræði. Gúffaði í mig kökum þar og svo lá leið mín í Baðhúsið því við vorum búnar að panta pottinn í tilefni dagsins. Mmmm, það er svoooo þægilegt að liggja þar með rauðvín og spjalla. Hildur, húsmóðirin mikla, kom meira að segja með heimagert konfekt. Þetta á maður að gera oftar! Partýið heppnaðist mjög vel og samkvæmisleikir voru að sjálfsögðu brúkaðir. Er ekki þekkt fyrir annað. Fékk góðar gjafir: Hitchhikers guide to the galaxy bókina, body lotin, augnskugga, Helenu Rubenstein handaáburð, nokkra kossa, sokkabuxur, hvítvín o.s.frv. Heiðruðum bæinn svo með nærveru okkar.

Sunnudagurinn fór í afslappelsi. Var svo pollróleg að ég lét plata mig í sund. Sund! Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com