fimmtudagur, maí 26

Sumir

leggja þó meira af mörkum til heimsins en aðrir. Guðlaug og Róbert eignuðust son í morgun. Loksins kom drengurinn, en hún var sett þann 12. maí. Til lukku með prinsinn bæði tvö. Góðar stundir.

     |

Suma daga

verður manni meira úr verki en aðra. Er búin að fara í ræktina, fara í sturtu, blása á mér hárið, fá mér morgunmat og klippa á mér toppinn. Var búin að þessu öllu fyrir hálf níu í morgun. Það er nefnilega það. Núna er klukkan korter yfir níu. Hvað ætli ég afreki í dag. Kannski leysi ég gátUna um það hver drap Olaf Palme eða hver skaut í raun og veru JR í Dallas....

Suma daga er maður hreinlega orkumeiri en aðra. Lifið heil.

     |

þriðjudagur, maí 17

Frá því ég bloggaði síðast hef ég:

- reynt að blogga en það miststókst.
- spilað póker í gegnum MSN við Þórhildi, sem býr í Ástralíu (tæknin maður minn lifandi).
- farið á Doors tribute tónleika á Gaukinn - og líkað vel.
- frétt að 2ja ára vinkona mín á kærasta, en ég ekki og fundist það í lagi.
- borðað ótæpilega mikið af melónu...
- farið í Citýið
- farið í bíó með Helgu á Chick flick myndina "The wedding date" - og líkað vel.
- verið með lagið "nasty boy" með Trabant á heilanum.
- farið í afmælisteiti til Kötu og hr. Rokkland var þar einnig - gaman að því.
- slappað af.
- verið á útopnu.
- breytt gömlum hermannabuxum af Ámanni í fyrirtaks kvartbuxur á mig.

Svo fátt eitt sé nefnt. Góðar stundir.

     |

miðvikudagur, maí 11

Þar sem ég

er ekki í prófum þetta árið þá er tilvalið að taka próf á netinu...

Þinn innri Evrópubúi er Spænskur!



Energetic and lively.
You bring the party with you!



Sá prófið hjá Sigurrós, en hennar innri Evrópubúi er Íri.

     |

mánudagur, maí 9

Fékk skemmtilegt bréf með póstinum Páli í dag

og það hljómar svo:

Rannsóknarnefnd Viðskipta- og hagfræðideildar hefur lokið afgreiðslu á umsókn þinni og er þér veitt innganga í MA nám í mannauðsstjórnun.

Ég er kát. Góðar stundir.

     |

föstudagur, maí 6

Svona frídagar

eru mér að skapi. Hafði það mjög gott á uppstigningardag. Það má þó alveg taka umræðuna um að færa fimmtudagsfrídaga yfir á föstudaga eða mánudaga. Það er þó efni í annað blogg.

Fór í afmælisveislu til Boggu á miðvikudagskvöldið og hitti skemmtilegt fólk. Var meðal annars að fá að knúsa erfingjann þeirra í fyrsta skipti. Kíkum svo aðeins á Sólon en svo var förinni haldið heim á leið. Það var þó fullt af fólki í bænum. Ótrúlega gaman að fylgjast með mannlífinu niðri í bæ.

Kíkti í sprikl í Sporthúsið á fimmtudagsmorguninn og brunaði svo í Bláa Lónið með Signýju Zen. Bláa Lónið er mikil snilld. Rúntaði meðal annars til Grindavíkur (reyndar til að taka bensín) en hver rúntar til Grindavíkur? Góðar stundir.

     |

miðvikudagur, maí 4

Japanska nafnið mitt
Your Japanese Name Is...




Ritsuko Kobayashi



Það er nefnilega það. Lifið heil.

     |

Ég lifi

á brúninni. Ákvað skyndilega í gær að fara í eins og einn geislamengunartíma, í staðinn fyrir að fara heim að taka til. Já, ég lifi svo sannarlega á brúninni...

Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com