laugardagur, mars 8

Stikkorð

síðustu helgar var ,,árshátíð". Það hitti svo skemmtilega á að á laugardaginn var árshátíð bæði hjá Air Atlanta og Sambandi sparisjóða (og Icebank). Nú voru góð ráð dýr og samningaumleitanir hófust. Samingar fóru svo að haldið var í bæði fyrirpartýin (hans byrjaði kl. 17 og mitt kl. 18), árshátíðarmatseðillinn var snæddur með vinnufélögum mínum og Hr. R fór svo á ballið með sínum vinnufélögum. Gríðarlega góðir samningar, enda sat ég námskeiðið ,,samningatækni" í síðustu viku. Árshátíðin var hin besta, þemað í ár var Óskarinn. Starfsmönnum Icebank og Sambands sparisjóða var skipt niður í 10 stuttmyndahópa 3 vikum fyrir árshátíðina og búnar voru til þessar líka fínu myndir. Myndin okkar SÍSP-ara hét ,,Hrakningar" og hreppti hún Óskarinn fyrir listræna stjórnun, sem er að sjálfsögðu eftirsóknarverðasti titillinn.




Við stöllur að taka við verðlaununum fyrir hönd okkar hóps


Við sköthuhjú ásamt Ármanni bróður

Ég var komin heim um tvö leytið en hrökk upp við símhringingu um fjögur leytið. Hr. R hringdi hress neðan úr bæ og tjáði mér að það væru öngvir leigubílar á ferð í miðbænum og að ég yrði hreinlega að ná í sig ef hann ætti ekki að verða úti. Það mátti að sjálfsögðu ekki verða og ég fór og náði í pilt. Hann á greinilega afskaplega góða sambýliskonu og nýtur góðs af því að hún má ekki bragða áfengi næstu mánuðina.

Maður ber marga titla í hinu hversdagslega lífi: dóttir, systir, vinur, stjórnmálafræðingur, föðursystir, sambýliskona, vinkona, verkefnastjóri, mágkona, samstarfskona, stúdent, barnabarn og svo framvegis. Væntanlegur titill mun líklega slá þá alla út, sá titill er móðir.


Lifið heil

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com