föstudagur, október 13

Skyggn I-pod?

Ég held að I-podinn minn hafi skyggnigáfu. Fór í ræktina í morgun og fyrsta lagið sem hann valdi fyrir mig var "wake up" með Arcade Fire. Hefur skynjað að ég var örlítið syfjuð og fundist þetta tilvalið til að vekja mig. Ekki nóg með það, þegar ég átti eina mínútu eftir á hlaupabrettinu þá valdi hann "Babe I´m gona leave you" með Led Zeppelin. Hann fann það á sér að ég var að fara að yfirgefa hlaupabrettið. Tilviljun? Ég held ekki.

Góðar stundir

     |

þriðjudagur, október 10

Komin heim

loksins. Ferðin gekk bara vel fyrir sig, sem betur fer. Danska business lounge var ekki nærri því jafn góð þeirri íslensku. Ekki það að það skipti einhverju máli. Sé ekki fram á að ferðast á Saga Class á næstunni. En sem sagt komin heim og það er vel.

Þá er það bara skóli og vinna. Á að skila 3 verkefnum í næstu viku: í samskiptum á vinnumarkaði, almannatengslum og þáttum í aðferðafræði. Svo er próf 20. okt í almannatengslum. Frábært. Þetta reddast þó eins og alltaf. Held ég!

Góðar stundir.

     |

föstudagur, október 6

Prinsessa fædd

Fékk skemmtilegt sms í gærkvöldi ,,stúlka fædd 20:07, 3720 gr og 51 cm"

Til lukku með prinsessUna Æsa, Þráinn og Katla Þöll.

Lifið heil


     |

The Taxi driver

Við fórum á mexikanskan stað kvöldið áður en Hr. R fór í aðgerðina. Hann er nefnilega þeirrar náttúru gæddur að hann hefur ofnæmi fyrir mat sem eitthvað tengist spítala. Vorum að grínast með það hvort íranski vinur okkar kæmi að ná í okkur. Svo var ekki. Þegar við vorum búin að borða þennan fína mexíkóska mat þá báðum við afgreiðsludömUna að hringja á bíl fyrir okkur. Hún gerði það og við biðum fyrir utan í góða veðrinu. Þegar við sjáum taxann koma þá könnuðumst við eitthvað við bílinn. Mikið rétt þetta var vinur okkar, þegar hann var eiginlega alveg kominn að okkur þá hrópaði hann út um gluggann "oooo, har du inte oppererat endu!!"og tók forstjórabeygju til að komast upp að okkur. Hann var með þetta allt á hreinu, vissi að það hefði átt að vera búið að skera hann upp. Á leiðinni spjallaði hann að venju og spurði hvort við ættum börn. Við sögðum að svo væri ekki. Hann sagði að það væri ekkert mál, við værum svo ung og hefðum tímann fyrir okkur. Já já, en annað mál væri með hann. Hann ætti allt of mikið af krökkum. Fimm stykki og þar af tvö sett af tvíburum. Það væri aldrei friður á heimilinu fyrir krökkum á heimilinu, ekki einu sinni á klósettinu... Held að hann viti ekki hvað "to much information" er...

Svo bauðst hann til að skutla okkur til Köben þegar við færum á flugvöllinn, ekki málið. Spurning um að kalla hann til, til að setja meiri pening í sjúkrasjóð móður hans. Já, eða bara láta spítalann sjá um að ferja okkur.

Góðar stundir.

     |

fimmtudagur, október 5

Adgerdin gekk vel

Vid vorum maett kl. 07:00 ad saenskum tima (05:00 ad islenskum) å deildina i undirbuning fyrir adgerdina. Fekk ad fylgja honum ad lyftunni thegar hann for upp i adgerdina. Ekki lett ad ,,skilja" hann eftir a sjukrahusinu. Eg for å ,,hotelid" og reynd ad leggja mig. Tok mer svo gongutur nidur i bae til ad dreifa huganum. Hringdi upp a deild um hadegid til ad spyrja fretta. Hjukrunarkonurnar vissu ekkert. Eg var buin ad vera sma tima uppi a hoteli thegar ein hjukka hringdi i mig og hun taladi bara saensku, enga ensku. Skildi ad adgerdin hefdi gengid vel og ad hann vaeri vaknadur. Eg for thvi upp a sjukrahus og å deildina sem hann var å ådur en hann for i adgerdina. En hann var ekki thar, thegar eg var thar tha Hringdi Hr. R i mig og var uppi a gjörgaeslu i vöknun. Thad var gott ad heyra i honum. Hann var å skurdarbordinu i 6 tima (frå 8 - 14) en adgerdin gekk vel, hann missti reyndar svolitid blod og 2 pokar af saensku blodi renna nu um aedar hans. Hann er thvi ordinn saenskur ad hluta...og thyskur reyndar lika thvi gerfihned sem hann fekk er thyskt. Hr. R er thvi serlega althjodlegur madur myndi eg segja.

Eftirmedferdin gengur alveg ågaetlega. Thad er buid ad taka maenudeyfingUna og hann fekk ad fara i hjolastol adan og eg fekk ad fara med hann og fa ser ferskt loft. Thetta er allt ad koma. Hann må ad visu ekki stiga i loppina ad radi i 6 vikur. Vonumst til ad fa ad fara heim i byrjun naestu viku.

Godar stundir.

     |

mánudagur, október 2

Lundur II

Adgerdin atti ad vera i morgun kl. 07:15, ad saenskum tima, en thegar vid komum a sjukrahusid tha var rannsoknarstofan ekki buin ad fullvinna eitt synid og adgerdinni var thvi frestad til kl. 07:15, å morgun ad saenskum tima, 05:15 ad islenskum tima.

Vid höfum reynt ad lata timann lida herna i Lundi, sem betur fer hefur verid gott vedur og vid hofum getad farid nidur i bae. Forum meira ad segja i H&M, med Hr. R i hjolastol og hann keypti meira af fötum en eg. Thad kalla eg godan arangur!

Vid höfum farid ut ad borda a kvöldin, tökum bara leigubil. Einn leigubilstjorinn er ordinn okkar besti vinur. Aetludum ad fara a steikhus a laugardagsköldid, hringdum a leigubil og sögdum honum hvert vid aetludum ad fara. Hann helt nu ekki, fyrst Hr. R vaeri a haekjum tha kaemist hann ekki upp tröppurnar a steikhusinu. Hann keyrdi okkur thvi annad an thess ad vid gaetum motmaelt. Sagdi ad vid gaetum fengid 150 gr steikur tharna thvi enginn hefdi gott af 250 gr steik og horfdi a mig... Vid vorum tho anaegd med stadarvalid hjå honum, fengum steik og thad var Okoberfest a stadnum. Hr. R fekk sem sagt sinn baeverska bjor. Thegar vid vorum halfnud med maltidina tha streymdi inn heilt handboltalid. Italskt handboltalid. Their attu ad spila daginn eftir vid -d lid her i lundi. Vid vorum mikid ad spå i hvada lid thetta vaeri og tha heyrdum vid å naesta bordi ,,erud thid islensk?" Thå var eftirlitsdomarinn, sem åtti ad fylgjast med leiknum daginn eftir, einmitt å bordinu vid hlidina å okkur. Islendingar eru alls stadar. Vid vorum ad fara ad hugsa okkur til hreyfingar thegar thessar lika thrumur og eldingar brutust fram og hellirigning. Islensku vikingarnir letu thad tho ekki å sig få... og pöntudu leigubil. Fengum tho ekki vin okkar i thetta skiptid.

Hann dukkadi upp thegar vid hringdum å leigubil i gaer. Thetta er Irani sem hefur verid busettur i Sverige i fjölda ara. Hann talar svona saenskuskotna ensku. Reynir ad komast upp med saenskuna en thegar eg skil ekki tha notar hann ensku. Vid aetludum ad fara å indverkan stad, em hann var lokadur. Sögdum honum thå ad skutla okkur a stadinn sem hann benti okkur å i gaer. Honum fannst omögulegt ad fara a sama stadinn 2x i röd. Thannig ad hann runtadi med okkur um baeinn til ad leita ad veitingastad og sagdi okkur sogur og spurdi ut i adgerdina og hver borgadi hana. Vid sogdum ad islenska rikid borgadi hana, hann var anaegdur med thad. Mamma hans thurfti ad liggja eina nott a sjukrahusi i fyrra og hann thurfti ad borga 23.000 saenskar kronur (230.000 isl). Honum fannst thad dyrt fyrir svima, sagdi ad kerlingin gaeti frekar drepist en ad hann faeri aftur med hana a sjukrahus... Ad lokum fundum vid kinverskan veitingastad og settumst nidur. Eftir um halftima tha rykur hann inn med blad sem vid gleymdum i bilnum hja hónum og 40 saenskar kronur. Sagdi ad thetta vaeri endurgreidsla, hann hefdi okrad a okkur. Eg hefdi kannski att ad gefa honum thessar 40 kr i sjukrasjod modur hans.

Jattefint. Lifid heil

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com