fimmtudagur, júlí 26

Ég er

búin að blogga heil ósköp síðustu daga... í huganum. Vantar bara tæknina að flytja færslurnar úr huganum yfir á bloggerinn. Það hlýtur að fara að koma. Gæti reyndar afsakað bloggleitina með frasanum ,,það er búið að vera svo mikið að gera" því það eru ekki miklar ýkjur. Fáum afhent á morgun og vikan er búin að fara í það að pakka niður, veit ekki alveg hvaðan allt þetta dót kemur. Ég vil meina að Hr. R eigi mikið af þessu dóti, hann er ekki sá besti í að henda hlutum sem hann hefur sankað að sér blessaður. Samanber áralausi árabáturinn sem hann flutti með sér frá þýskalandi (þegar hann flutti þaðan). Þetta er þó allt að koma.

Framundan er frí og er það vel. Ætlum að eyða hluta af því í sumarbústað, hluta í borg óttans og svo væntanlega hluta í bæ Gunnars Birgis. Brúðkaup hjá Garðari og Gunnhildi um helgina og það vill svo vel til að við verðum í sumarbústað rétt hjá. Jatte bra.

Var að átta mig á því að ég á 9 vinnudaga eftir hjá KB Ráðgjöf (fer í sumarfrí á morgun og verð framyfir verslunarmannahelgi). Verður skrítið að vera ,,bara" námsmaður en ekki í 100% vinnu og 60% meistaranámi. Lúxusinn maður minn. Verð þó að spýta í lófana ef ég ætla að klára meistararitgerðina á 3-4 mánuðum, en það skal hafast.




Læt eina mynd fylgja með af okkur Nonnie bros gefa ,,five", sem ég stal af síðu foreldra hans. Fæ nú að knúsa hann eitthvað um helgina.
Farin í fríið, lifið heil!


     |

þriðjudagur, júlí 10

Margt

hefur gerst síðan ég reit síðast á bloggið. Til dæmis fórum við KB Ráðgjafar dömur í óvissuferð þann 15. júní. Reyndar var ég ekki í mikilli óvissu þar sem ég skipulagði herlegheitin. Við byrjuðum á að fara í diskókeilu og síðan í Kramhúsið í Afródans. Því næst var haldið heim í skárri fötin og upp í vinnu þar sem við vorum með kampavín og snittur. Eðalvagn sótti okkur svo og selflutti okkur á Domo í mat, rauðvín og mojito. Vel heppnað kvöld.

Á Jónsmessunni var haldið í brúðkaup Braginsky og Eyglóar í glampandi sól og brakandi blíðu.

Brúðurin



Kvöldin á undan fóru í æfingar skemmtiatriðisins en við Skerjóliðar dönsuðum hvorki meira né minna er Riverdans í tilefni dagsins.



Enduðum atriðið svo á að rífa salinn með okkur í Kónga.


Það verður erfitt að toppa þetta í næsta Skerjóbrúðkaupi.

Helgina eftir JónsmessUna var haldið að Hömrum á ættarmót. Ættarmótið heppnaðist mjög vel, enda ekki við öðru að búast. Ég, Þórhalla og Ármann (aðallega Þórhalla) útbjuggum ratleik sem gekk undir nafninu Amazing Hamrar og heppnaðist hann gríðarlega vel. Orðrómurinn á götunni er sá að sumir sem ekki höfðu hlaupið í 15 ár hafi hlaupið eins og skrattinn hafi verið á hælunum á þeim. Það verður aldrei sannað að ættin hafi keppnisskap.

Síðustu helgi stormuðum við svo í Nes Town (Neskaupstað) til að vera viðstödd brúðkaup Unnar Ásu og Finns.


Við sátum 9 tíma í bíl, með stoppi á Höfn. Kíktum á nýja humarstaðinn þar sem í gamla KASK húsinu. Fengum að kíkja upp því faðir Hr. R var skrifstofustjóri KASK á sínum tíma. Skrifstofan er víst óbreytt síðan hann var þar. Þegar í Nes Town var komið þá var okkur vísað til gistingar, en við fengum heila íbúð undir okkur. Nýuppgerð únd fín. Baðkarið var með því stærra sem ég hef séð og einnig það tæknilegasta. 2 gátu legið í því, það var með innbyggt útvarp, með nuddi, ljósum og ég veit ekki hverju. Allt of tæknilegt fyrir mig, þegar ég ætlaði að setja nuddið á þá kom svo mikill kraftur að það skvettist yfir hálft baðherbergið...

Veislan var hin bezta en Ungfrúin var veislustjóri ásamt bróður brúðgumans. Jatte bra.

Aðalfréttin er þó kannski sú að við erum búin að fjárfesta í steinsteypu í bæ Gunnars Birgissonar. Skrifuðum undir kaupsamninginn í gær og fáum afhent í byrjun ágúst. Ó, hve ég hlakka til.





Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com