Splendid helgi alveg
Fór á föstudaginn með Signýju út að borða á Hornið. Fórum svo að hitta Skrattheu Skorrdal og Ásdísi heima hjá Möttu. Matta og Signý kláruðu eitthvað magn af rauðvíni og svo keyrði ég þær+Ásdísi niður í bæ. Löbbuðum á milli staða og hittum fólk. Hittum meðal annars
herra Kjána og
Hárliða+Gulla. Alltaf gaman að hitta þá. Keyrði svo Ásdísi heim og svo var það bara Kópavogurinn og undir sæng.
Laugardagurinn
Byrjaði daginn á því að fara í KringlUna og keypti mér eins og einn bol og svo eina flík í Noa Noa. Náði svo í Heiðu og Titti og við stormuðum í Vík. Þar tóku gestgjafarnir Æsa og Þráinn á móti okkur. Komum flest um svipað leyti, um klukkan 5. Þegar við komum þá blasti við okkur ferðaeldhús fyrir framan gistiheimilið. Þar inni var Gísli kokkur, vinur Æsu og Þráins, að kokka alveg ótrúlegustu rétti. Við slöppuðum bara af og létum fara vel um okkur þangað til maturinn hófst. Við vorum sirka 40. Vinir þeirra úr ML og æskuvinir. Við borðuðum upp úr 19:00. Þvílíkur matur. Það var forréttur, aðalréttur og eftirréttur. Æsa og Þráinn eiga þvíkíkt hrós skilið og einnig Gísli kokkur fyrir þessa villibráðaveislu. Eftir matinn var farið í drykkjuleikja bingó. Voru með ekta spjöld og vél sem þau hafa örugglega fengið lánað í félagsheimilinu í Vík. Mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt. Þetta var þannig að spiluð var til dæmis B röðin og þegar einhver fékk bingó þá átti hann að taka staup og velja 5 aðra til að gera slíkt hið sama. Ég fékk einu sinni bingó og fannst það ekki leiðinlegt. Síðan var stefnan tekin á Halldórskaffi. Pöbbinn á staðnum. Dönsuðum þar í all nokkurn tíma en svo var farið aftur upp á gistiheimilil, spilað á gítar og dansað meira. Ótrúlega skemmtilegt kvöld!
Sunnudagurinn
Vaknaði um 12 leytið en þá voru ekki margir komnir á ról. Skratthea var þó vöknuð og búin að ná í Kötlu, dóttur Æsu og Þráins. Þær voru að fara út á róló og ég slóst í för með þeim. Hún Katla Þöll er ótrúlegt krútt. Hún er 2ja ára og ótrúlega skýr. Hún kann að syngja "Country Road" og syngur það af innlifun. Hún var einu sinni með Möttu í labbitúr og var alltaf að taka upp steina, lét svo Möttu halda á þeim. Matta nennti ekki að halda á þeim öllum og sagði við Kötlu að einn steinninn væri sofandi og það mætti ekki taka hann upp því að þá mundi hann vakna. Katla lét það ekki slá sig út af laginu. Hún var að leggja steininn niður þegar hún sagði: ,,nei góðan daginn herra steinn. Ertu vaknaður". Fyrst steinninn var vaknaður þá mátti hún taka hann með! Hún er bara yndisleg. Fórum með hana á róló og í bíltúr. Heimferð var um 15:00. Fór í Cityið og lagði mig. Kom í bæinn í morgun
Æsa og Þráinn. Takk kærlega fyrir mig.
Lfiið heil