Bloggleti...
Er búin að vera ægilega löt að blogga upp á síðkastið. Lofa reyndar ekki bragarbót á því að mér finnst betra að segja ekki neitt þegar ég hef ekkert að segja en einhverja bölvaða vitleysu. Þannig er nú það. Fór á Síðasta Samúræjann á fimmtudaginn og það er ágætis ræma. Ef maður lætur ekki smáatriðin fara í taugarnar á sér. Finnst mjög gaman að sjá aðra menningu. Finnst japönsk menning mjög heillandi en reyndar var myndin aðeins of amerísk í lokin en ákvað að láta það ekki fara í taugarnar á mér. Blessaðar taugarnar fá því frið í þetta sinn.
Á föstudaginn var svo stormað, í bókstaflegri merkingu, upp í Grafarvog í brjáluðu veðri. Tilefnið var
Skerjóhittingur og Ædol partý hjá
Lindu og Helga. Það var mjög gaman að hitta alla.
Gísli og
Bragi eru orðnir sjaldséðir hvítir...Langt síðan við höfum hist öll. Rifjaðar voru upp margar góðar stundir frá Háskólaárunum og myndir skoðaðar, svo sem brennurnar góðu, matarklúbbarnir og Tour de Chambre (ægilega hljóma ég gömul!). Við fórum ekki niður í bæ fyrr en um hálf þrjú leytið. Náðum ekki öllum bílunum út af bílastæðinu þannig að nokkrir þurftu að fara með leigubíl. Matta lagði af stað til að ná í mig en það var brjálað veður þannig að við gripum næsta leigubíl. Ekkert vit í að vera að fara upp í sveit í þessu veðri. Flestir fóru á Hverfis en ég,
Steini og
Signý hittum
Óla hressa,
Hauk Agnars, Kollu og fyrirsæturnar
Héðinn og
Þóri á Ölstofunni. Skratthea hin edrú Skorrdal kíkti einnig á okkur. Vegna gruns um reykeitrun fluttum við okkur á Hverfis. Vorum þar í dágóðan tíma en svo kom að því að
Ingimundur Spariskór teymdi okkur á 22. Á dauða mínum átti ég frekar von en að spariskórinn mundi leggja til að yfirgefa sitt annað heimili til að fara á 22. En svo bregaðst krosstré sem önnur tré. Dansaði af mér rassinn á 22 (blessuð sé minning hans) og við hressi tókum jakka dansinn og nokkra hallærisdansa. Við erum einmitt titluð hallærisdansameistarar Þorlákshafnar Citý ásamt Steinari Erni. Við settum þessa keppni á fyrir löngu í partýi heima hjá Þránni Sig og enginn hefur heimtað re-match svo að við eigum titilinn ennþá. Ægilega skemmtilegt kvöld.
Laugardeginum var eytt í afslöppun og að gera
Maríönnu, Hrafni og KFÍ greiða. KFÍ er að fá 2 nýja leikmenn og þeir áttu að fara með flugi til Ísafjarðar með flugi á laugardaginn en var vélinni var snúið við vegna veðurs. Þeir voru auralausir og sársvangir í borginni. Maríanna hafði því samband við mig og bað mig um að fara með þá á Kentucky til að fæða þá og svo lagði hún pening inn á mig. Ég tók Signýju með mér og lagði af stað í missionið. Þeir voru ægilega þakklátir enda sársvangir. Þeir vissu ekkert um Ísland. Við reyndum að fræða þá án þess að hræða þá. Karltuskurnar. Við Signý kíktum svo í heimsókn til Lalla og Hafdísar.
Lalli var furðu brattur en hann er nýkominn úr aðgerð í sambandi við bakflæði. Fór svo heim og í náttfötin. Mjög ljúft. Var svo komin upp í rúm um miðnætti. Rumskaði við símann en sumir voru ekki sáttir við þennan svefn minn.
Sunnudeginum var eytt í lestur og almenna afslöppun. Eins og einn göngutúr var tekinn og svo eldaði ég mjög þjóðlegan mat um kvöldið. Sældarlíf. Góðar stundir