Dagný Gæs
Á laugardaginn gerðist sá atburður að Dagný var gæsuð. Reyndar byrjaði gæsunin á föstudaginn, en þá náði 50 ára Harley töffari í hana í vinnUna á mótorhjóli. Hún vinnur í utanríkisráðuneytinu og þar setti hann hana í skærgrænan leðurgalla og keyrði hana um Reykjavíkina. Svo gerðist ekkert fyrr en á laugardaginn. Dagný var samt þess fullviss að meira ætti eftir að gerast á föstudeginum. Fór heim og blés á sér hárið og var til í action! Á laugardagsmorguninn vaknaði ég snemma og gerði ratleikinn kláran. Fór svo til hennar á slaginu ellefu með fyrstu vísbendingUna, körfu og stafræna myndavél. Dinglaði og sagðist heita Guðný hjá Íslandspósti og að ég væri með ábyrgðarsendingu til hennar. Hún hleypti mér upp og var eitt spurningamerki þegar ég birtist í dyrunum með körfUna. Tengdaforeldrar hennar,tilvonandi, voru komnir því það var búið að plata þá til að passa. Hún hélt að þeir væru einungis í heimsókn. Fyrsta spurningin hennar var: ,,er verið að fara að gæsa mig. Kemst ég í æfingagreiðsluna klukkan 14:00 í dag"? Tilkynnti henni að það væri búið að fresta henni og að hún ætti tíma að viku liðinni. Nú, verðandi frúin gerði sig til og tók við að ráða fyrstu vísbendingUna. En hún var svohljóðandi:
Kæra Dagný,
Að giftingu líður senn
Eftir því bíða menn.
Nú er gæsun skollin á,
Bíddu eftir því sem verða má!
Þú þrautir verður að leysa
Við lofum því að þetta verður engin hneisa.
Þú á staði verður að benda,
til að komast á leiðarenda.
Fyrsta vísbending:
Staður þessi er kenndur við leika
Og í þeim geira má engu skeika.
Þar klæðast menn búningum með röndum
Þú hefur unnið þar og binst vináttuböndum.
Allar vísbendingarnar voru í bundnu máli. Dagný var ekki lengi að ráða gátUna og því héldum við að KR heimilinu. Þar þurfti hún að segja við manninn í móttökunni: ,,hver vill kyssa gæs?” og afgreiðslumaðurinn heimtaði náttúrulega koss. Hún fékk vísbendingu númer 2 og þurfti einnig að leysa þraut í KR heimilinu. Þurfti að láta taka mynd af sér með einhverjum í KR – búningi. Við röltum um svæðið en fundum engan! Að lokum aumkaði afgreiðslumaðurinn sig yfir hana og leyfði mér að taka mynd að henni með KR ljóninu. Næsta vísbending vísaði á Háskólann og þar þurfti hún að láta taka mynd af sér með gæs. Þá fékk hún næstu vísbendingu, en hún leiddi hana í Spútnik. Hún skoðaði sig lengi um í spútnik og var viss um að vísbendingin væri falin innan um fötin. Loks fór hún til afgreiðslukonunnar og sagði: ,,ég hef tekið þátt í fegurðarsamkeppni” en það var setningin sem hún þurfti að segja til að fá næstu vísbendingu. Ég var búin að fara með gömul föt af henni í Spútnik og þar þurfti hún að fara inn í mátunarklefa og skipta um föt. Svipurinn sem Dagný setti upp þegar hún sá fötin var óborganlegur! Mamma hennar hafði sent okkur skærbleikar íþrótta tights, gamla íþróttapeysu merkta Reyni Sandgerði og grænt ennisband. Í þesssari múnderingu þurfti hún að vera í góðan tíma í viðbót. Næsta vísbending var í Liverpool og þar þurfti hún að smella af mynd. Því næst var haldið heim til Þráins, vinar míns, og þar var loka vísbendingin. Þegar við komum þangað svaraði enginn og nú voru góð ráð dýr. Sem betur fer kom Jonni í heimsókn til Þráins og barði allt að utan. Í dyragættinni birtist syfjaður Þráinn. Hann var ekkert smá tuskulegur. Dagný sagði þá við hann: ,,íþróttir eru hættulegar”. Þráinn horfði á hana eins og hún væri geimvera og var eitt spurningamerki í framan. En hún mátti ekki fá næstu vísbendingu nema segja þessa setningu. Hann áttaði sig loks og lét hana fá umslagið. Lokavísbendingin hljóðaði svo:
Vísbending 6:
Nú hyllir undir lok leiðar
Og eitthvað annað þig til sín seiðar.
Þú að þeim stað halda skalt
Sem setur lögin þúsundfalt.
Að styttu skaltu ganga,
Sem af vinailmi mun anga.
Þar létu Daníel og færeyska kvinnan sig pússa saman.
Ó, nú verður gaman!
Við héldum því niður á Austurvöll en þar beið fólkið sem tók þátt í gæsuninni. Við hoppuðum upp í bíla og ókum sem leið lá á Hlíðardalsskóla. En hún var þar í sumarbúðum þegar hún var lítil. Þar voru settar upp þrautir sem flestir tóku þátt í. Næst lá leiðin í Eden í Hveragerði þar sem tilvonandi frúin fékk einn lítra af ís með reðurtákni á. Upp spunnust umræður um hvort að það væri sniðugt að setja á fót bakarí með erótísku ívafi. Kalla til dæmis ostaslaufurnar lostaslaufur og þar fram eftir götunum. Skemmtileg pæling. Þaðan lá leiðin á Laugarvatn, þar sem við vorum í menntaskóla. Þar skoðuðum við gamlar myndir og fórum upp að Jónasi (sem við löbbuðum ósjaldan í menntó með lögg í flösku). Þar skáluðum við í kampavíni. Eftir alla þessa yfirferð var stormað í Reykjavíkina og grillað heima hjá Karen og tappinn tekinn úr hvítvínsflöskum og bjórum. Nú loks mátti hún skipta um föt. En var þá auðvitað sett í önnur föt sem við höfðum valið á hana. Settum hana í fegurðardrottningarkjól, með kórónu og borða. Gaman að því. Splendid dagur. Reyndi greinilega meira á suma, en aðra, því að Héðinn fréttapési steinsofnaði á sófanum.