mánudagur, apríl 26

Hef engan tíma

til að blogga nú um stundir. Mikið að gera í vinnunni og mun því setja næst inn færslu þegar tími gefst til. Góðar stundir.

     |

föstudagur, apríl 23




Which British Band Are You?

     |

fimmtudagur, apríl 22

Lukka

Kíktí í bíó í gærkvöldi og ræman Kill Bill: volume 2 varð fyrir valinu. Sehr gut er það eina sem ég vil segja um málið (fannst þó fyrri myndin betri). Já, vil líka minnast á að hún Uma (2/3 nafna mín) er alltaf jafn mikill töffari. Við Zen kíktum svo á Kofann og ÖlstofUna til að hitta fólk. Á leiðinni á Kofann þá sá ég að ung dama (um 18 ára) lá í skoti einu á Skólavörðustígnum. Það var einhver náungi að athuga með hana en ég reif Zen með mér að athuga þetta. Daman var alveg meðvitundarlaus og ekki hægt að vekja hana. Ég hringdi á lögreglUna því mér leist ekki á að skilja hana eftir þarna með náunga vappandi í kringum sig. Samtalið var á þessa leið: ,,já, góða kvöldið. Ég er í skoti hérna hjá Skólavörðustíg 5 og það liggur ung dama hér og hún er steindauð". Símsvarandinn:,, nú er hún látin eða..." ég: ,,ha nei, fyrirgefðu hún er dáin áfengisdauða". Smá misskilningur á ferðinni, eða óheppilegt orðalag. Látum það liggja milli hluta. Við Zen biðum eftir að lögreglan kom og röltum svo sem leið okkar lá niður í bæ. Stoppaði þó stutt, enda var bíóið ekki búið fyrr en um hálf 2. Það var þreytt Ungfrú sem keyrði heim um hálf fjögur.

Dagurinn í dag er búinn að vera mikil lukka. Svaf frameftir, fór niður á Austurvöll að hitta stelpurnar. Sátum þar í sólskininu í dágóðan tíma. Sátum fyrir framan Sólon og KaffibrennslUna og kjöftuðum, snæðingur á Vegamótum og svo meira spók. Splendid alveg. Svona eiga frídagar að vera. Ég vissi að Siggi Stormur mundi verða við ósk minni. Góðar stundir.

     |

Afmælisbarn dagsins

er hún Ásta Rós Magnúsdóttir. Hún er úr Hveragerði og er vinkona mín og samstarfsfélagi hjá KB ráðgjöf. Nú hún Ásta Rós er mikið fyrir ferðalög, lestur góðra bóka, börn og danskeppnir. Hún verður þrírnúll í dag. Til lukku með það Ásta Rós mín. Lifið heil.

     |

miðvikudagur, apríl 21

Frí framundan

hvað eru mörg eff í því? Ægilega er gott að eiga eins og einn auka frídag í þessari viku, í Ölfus nafni amenz. Sérstaklega eftir að hafa unnið frekar mikið upp á síðkastið. Stefnan er tekin á bíóferð í kvöld og almennt afslappelsi á morgun. Jafnvel spóka sig í sólinni ef að veðrið verður til friðs. Nú er bara að biðja Sigga Storm um almennilegt veður. Er það ekki hann sem ræður þessu? Góðar stundir

     |

þriðjudagur, apríl 20

Best að blogga smá

Hef verið frekar löt við að nota lyklaborðið upp á síðkastið. Hef reynt að fela letina með því að henda einstaka prófi inn á síðUna. Ekki gott. Það sem er að frétta af mér er:

á föstudaginn var dömukvöld í vinnunni. Við dömurnar á KB ráðgjöf fórum heim til Jórunnar og elduðum okkur nautalundir og gúmmilaði. Þetta var ægilega kósí og gaman. Kíkti svo rétt niður í bæ með Ástu Rós og Völu. Röltum á ÖlstofUna og Hverfis. Ég fór þó fljótlega heim en skildi Ástu Rós eftir í danskeppni á Hverfis. Hitti meðal annarra Skrattheu Skorrdal, Hlédísi, Kjánann og fleira skemmtilegt fólk. Hlédís átti óborganleg tilþrif og nær drap mig úr hlátri.

Á laugardaginn var tekið til fyrir afmælið sem Sveinsdóttir hélt um kvöldið. Þetta var hin fínasta afmælisveisla.

Á sunnudaginn var ég að skutla Steina á BókhlöðUna og nennti ómögulega að fara heim þannig að ég brunaði í Þorlákshöfn City. Það skal aldrei sagt að maður sé ekki spontant. Já, maður lifir á brúninni... Góðar stundir

(svolítið snubbótt blogg en þetta er allt að koma)

     |

mánudagur, apríl 19

Hmmmm

Sá þetta próf hjá henni Auði. Varð að athuga þetta. Hefði nú frekar viljað vera kaldhæðnifuglinn Miranda.





You Are Most Like Carrie!


You're quirky, flirty, and every guy's perfect first date.

But can the guy in question live up to your romantic ideal?

It's tough for you to find the right match - you're more than a little picky.

Never fear... You've got a great group of friends and a
great closet of clothes, no matter what!



Romantic prediction: You'll fall for someone this year...

Totally different from any guy you've dated.




Hvaða persóna ert þú í Beðmál í borginni?
Taka prófið!






     |

sunnudagur, apríl 18

Afmælisbarn dagsins

er hann Ingvar Guðmundur Júlíusson. Ingvar er vinur minn úr Þorlákshöfn City. Hann er viðskiptafræðingur og vinnur hjá KPMG. Ingvar verður þrírnúll í dag. Til lukku með daginn Ingvar minn. Lifið heil

     |

laugardagur, apríl 17

Afmælisbarn dagsins

er Sveinsdóttir. Sveinsdóttir er: Selfyssingur (þó ekki hinn týpíski),með master í efnafræði og starfar sem efnafræðikennari við MH. Hún er einnig minn sambýlingur í Hófgerðinu. Hún ku verða kvartfjórðungsaldargömul + 2ja ára í dag. Til lukku með daginn Soffía mín. Góðar stundir

     |

fimmtudagur, apríl 15

Aron Rafn

frændi minn lést í dag. Hann var 18 ára. Aron var aldrei heilsuhraustur því hann varð fyrir súrefnisskorti við fæðingu. Hann gat ekki tjáð sig en hann þekkti raddir okkar og fótatak foreldra sinna. Ég ætlaði að fara upp á sjúkrahús í dag eftir vinnu til að heilsa upp á hann, en pabbi hringdi í mig áður en af því varð og sagði mér að hann væri látinn. Við fórum upp á sjúkrahús áðan öll fjölskyldan, systkini mömmu og afi til að kveðja hann. Ég veit að það er betra fyrir hann að fá að fara, svo hann kveljist ekki lengur. En það er samt sárt að kveðja.

     |

miðvikudagur, apríl 14

Nei, hættið nú alveg...

Alltaf þegar ég sé orðið Heimdallur þá verður rýmið til samþykkis (eins og það var kallað í auglýsingasálfræði) ekki mikið. Fyrir stuttu kom frá þeim orðsending þess efnis að það væri nauðsynlegt að taka upp skólagjöld. Í dag kom frá þeim önnur ályktun og hún var á þá leið að heimdallur mundi hvetja til þess að jafnréttislögin væru afnumin. Ótrúlegt til þess að hugsa að þetta er stærsta ungliðahreyfing stjórnmálaflokkanna í landinu. Hvað skyldu Heimdellingar leggja fram næst? Lifið heil

     |

mánudagur, apríl 12

Stikkorð

Það var mikið gert þessa páskahelgi þannig að stikkorð verða að nægja.

Það var:
-farið í 3 fermingaveislur
-farið í teiti til Þráins
-unnið
-farið í mat til Unnar Ásu
-farið í partý til Skrattheu Skorrdal
-farið í mat til foreldra í Citýinu
-dansað hallærisdansa við Sigurrós og Ingva
-dansað hallærisdansa við Elínu dós
-eytt dulitlum pening
-keyptur gallajakki
-stolið gallajakkanum mínum á Hverfis
-litað hárið á Emmu frænku
-dulítið fyndið þegar hællinn datt undan skónum hjá Sveinsdóttur
-farðað frú Sirrý
-þveginn þvottur
-Skírt hjá Maríönnu og Hrafni. Drengurinn hlaut nafnið Mikael Máni
-hlustað á Stjána stuð
-ekki borðað páskaegg
-haft það notalegt

Góðar stundir

     |

þriðjudagur, apríl 6

     |

jahá

það er mikið að gerast í vinnunni núna. Flutningar, nafnabreyting á fyrirtækinu (munum ekki lengur heita Alþjóða fjárfestingamiðlunin), stækkun og fleira og fleira. Var að vinna til hálf ellefu í gærkvöldi. Gaman að því. Hins vegar er ekki gaman að fá skilaboð frá 2 úngfrúm sem sitja í London núna að drekka bjór. Það er ekki sanngjarnt. Kannski er þetta bara öfund í mér. Já, það gæti verið. En það er líka gaman í vinnunni þannig að þetta sleppur. Bezt að snúa sér aftur að verki. Nóg að gera. Lifið heil.

     |

mánudagur, apríl 5

Helginsky

Þetta var alveg splendid helgi. Kíkti í afmæli til Gústa flugmanns á föstudagskvöldið. Var haldið í e-u flugheimili í Nauthólsvíkinni. Var þó bara til miðnættis, keyrði Hafdísi og Co á Pravda. Kíkti aðeins með þeim inn en fór fljótt heim. Pravda er ekki alveg minn bolli af te.

Vaknaði frekar snemma á laugardaginn og var að dúlla mér eitthvað fram eftir degi. Kíkti svo með Lindu í Smáralindina. það átti að versla á hana föt. Einhver áhrif hef ég haft á hana því að hún gekk út með fullt af fötum. Gaman að því. Hitti fullt af fólk á vappi í Smáralindinni. Meðal annarra Söndru, Steinþór og Sölva Hrafn. (Sandra ég keypti mér ekki pils...heldur kjól, það er allt önnur ella). Á laugardagskvöldið fór ég út að borða á Sjávarkjallarann. Tilefnið var heimsókn Guðrúnar Sveins á klakann, en hún nemur almannatengsl í Salzburg. Frábær staður, mæli hiklaust með honum. Ótrúlega góður matur, góð þjónusta og töff staður. Fórum svo yfir á ÖlstofUna og hittum Signýju, Svönu, Fríðu, Örnu og Önnu Sif. Hitti meðal annarra Héðinn fréttapésa. Hann og Guðrún höfðu ekki sést i 5 ár eða svo og byrjuðu á því að móðga hvort annað. Gaman að því. En takk fyrir hrósið Héðinn minn. Fínt kvöld

Sunnudagurinn fór í ekki neitt, nema afslöppun. Góðar stundir

     |

sunnudagur, apríl 4

Skrítið

Stundum finnst mér ég vera rosalega fyndin, en öðrum finnst það ekki á þeim tímapunkti. Skrítið... Lifið heil

     |

föstudagur, apríl 2

Hrekkur og skrekkur

ég elska fyrsta apríl. Eini dagurinn þar sem löglegt er að hrekkja fólk. Við Ásta Rós hrekktum einn vinnufélaga okkar og höfðum gaman að. Einn ónefndur vinnufélagi okkar er daðrari hinn mesti og mikið kvennagull. Hann er mikill karakter og segir okkur alltaf af ævintýrum sínum í þessum málum. Við settum saman plott og ég hringdi í Hlédísi sem tók þátt með glöðu geði. Hún hringdi í hann og sagði að hana vantaði ráðgjöf í sambandi við tryggingar og bankaþjónustu og bla bla. Sagði að hún héti Birna og að hún ynni í snyrtivörubúð í Smáralind. Hún nefndi að hún hefði fengið númerið hans hjá vinkonu sinni sem hann hefði veitt ráðgjöf. Hún sagðist vera einstæð móðir og spurði hann líka út í sín mál. Spurði hann meðal annars hvort að hann væri enn með barnsmóður sinni (sem hann er ekki) og margt fleira. Daðraði sem sagt við hann á fullu. Hann var fyrst ekki viss um hvort þetta væri gabb eður ei. Bað um að fá að hringja í hana til baka, sem hann og gerði. Símtalinu lauk með því Hlédís (Birna) spurði hvort að hann vildi ekki hitta hana á kaffihúsi um kvöldið um 20:00 leytið til að ræða þessi mál og spjalla. Hann tók vel í það. Eftir að símtalinu lauk kom hann beint til okkar og sagði okkur frá símtalinu en spurði okkur hvort að við værum eitthvað að grínast í honum. Við vorum náttúrulega sakleysið uppmálað og ég spurði hvort að hann héldi að söluskýrslan væri ekki rétt (til að villa um fyrir honum). Þegar við heyrðum í honum næst þá var hann búinn að kanna símanúerið hennar Hlédísar og var búinn að komast að því að hún ætti systur sem héti Arndís! Kom og sagði okkur þetta allt saman. Hann var á nálum yfir þessu í þrjá tíma og spurði okkur hvort að við mundum mæta ef við fengjum svona símtal. Ég átti mjög erfitt með að halda andlitinu en það tókst. Ég lét Hlédísi vita af þessu og hún ætlaði að hringja í hann aftur um 15 leytið til að staðfesta hittinginn og til að láta hann vita að hún væri búin að setja strákinn (hinn ímyndaða son) í pössun. Það kom þó ekki til þessa símtals því að hinn ónefndi vinnufélagi bað okkur um að hringja í Hlédísi (Birnu) til að athuga hver mundi svara. Hann bað mig um að spyrja eftir Guðmundi svo að hún myndi ekki fatta neitt. Ég hringdi og ætlaði að spyrja um Guðmund en spurði óvart um Birnu. Svipurinn á vinnufélaganum var óborganlegur. Hann fórnaði höndum og rauk út úr herberginu rauður í framan. Kom svo aftur inn í herbergið til að athuga hvað ég mundi segja. Þá gat ég ekki haldið andlitinu og sprakk úr hlátri. Hann fattaði því að ég þekkti viðkomandi og að hann hefði verið gabbaður. Gaman að því. Hann hefur nú svarið þann eið að borga mér og Ástu Rós þennan hrekk til baka. Sjáum hvað setur. Góðar stundir

     |

fimmtudagur, apríl 1

Gluggaverslun

Signý Zen bauð ungfrúnni í mat í gær og smakkaðist hann vel. Ætluðum að kíkja á kaffihús á eftir. Ég taldi hana á að labba niður í bæ enda var frábært veður. Always good wether in Africa and miðbærinn. Löbbuðum og settumst niður á Sólon. Splendid alveg. Ég nennti samt ekki að hanga inni á kaffihúsi í þessu góða veðri, því löbbuðum við upp og niður Laugaveginn. Skemmtilegt og hagkvæmt að fara í svona ,,window shopping", eins og forfeður okkar sögðu víst á ísl-ensku. Ekki miklu eytt, nema kaloríum. Sé ekki eftir þeim. Þegar ég var að fara heim þá sá ég að bíllinn var að verða bensínlaus. Mér finnst fátt leiðinlegra en að taka bensín. Renndi upp að bensínstöðinni rétt hjá Bókhlöðunni og reyndi að virkja bensínsjálfsalann. Það virkaði ekki, hann var lokaður. Ég settist því upp í bílinn og var að taka af stað þegar ég heyri ,,halló" ég hélt að það væri ekki verið að tala við mig þannig að ég tek af stað. Þá heyrist ennþá hærra ,,halloooooó". Ég stoppa bílinn og held að það sé einhver að segja mér að ég hafi gleymt að loka benínlokinu, á það til að gleyma því. En það var ekki tilgangur þess er kallaði á mig. Þetta var gamli hvíthærði maðurinn sem er alltaf uppi á Þjóðarbókhlöðu. Minnir mig alltaf á vísindamanninn í Back to the future. Hann kemur að bílnum mínum og ég opna dyrnar. Þá gellur við í honum ,,ertu búin að borga bensínið vinan". Ég segi að ég hafi ekki tekið neitt bensín því að sjálfsalinn sé bilaður. Hann lætur ekki segjast og heldur áfram ,,já, en þú verður að borga bensínið". Ég endurtek svar mitt. Hvað á maður að gera í svona aðstæðum? Reyndi að koma honum í skilning um að ég hafi bara alls ekki fengið neitt bensín hjá hr. sjálfsala því hann var lokaður. Held að það hafi ekki gengið nógu vel því hann var ekki sáttur þegar ég kvaddi. En gott að vita að fólk stendur vörð um olíufélögin. Þau þurfa á því að halda... Lifið heil

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com