þriðjudagur, júní 29

Slysaskot í Palestínu

Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg, dökkhærð stúlka liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.

Ég er Breti, dagsins djarfi dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmmusveinn.

Mín synd er stór. Ó systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjartað mitt, ó systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

Sá ljóðið hjá Siggu Víðis. Man alltaf eftir þessu ljóði síðan í grunnskóla. Hreyfir enn við manni. Lifið heil

     |

Ættarmót og gæsun

Haldið þið að ég hafi ekki skellt mér á ættarmót á föstudagskvöldið. Ættarmótið var haldið á ættaróðalinu á Hömrum. Það mættu reyndar fáir á föstudeginum vegna veðurs. Það mættu flestir á laugardeginum. Fínt engu að síður. Sváfum í veiðikofanum. Yndislegt að sofa þar. Þegar ég var að sofa heyrði ég snarkið í eldinum í kamínunni, vindinn gnauða fyrir utan og í rigningunni sem skall á þakinu. Yndislegt.

Þurfti að vakna snemma á laugardaginn og halda á Selfoss, því það var planað að gæsa hana Huldu Stefáns. Húllumhæið byrjaði klukkan hálf ellefu. Hittumst fyrir utan hesthúsið hjá föður Sveinsdóttur því hann ætlaði að lána okkur klár fyrir fyrsta atburðinn. Áætlunin gekk þó ekki alveg eftir. Salóme var búin að redda stegg til að ná í Huldu á hestinum. Hún var að gera greiðslumat fyrir hann í bankanum og plataði hann til verksins, hafði aldrei séð hann áður. Hann svaf hins vegar yfir sig og spurning hvort hann fær gott úr greiðslumatinu... Bjarni, litli bróðir Sveinsdóttur, reddaði þessu fyrir okkur. Hann teymdi hestinn til Huldu og rétti henni bakpoka með bleiku slöri í og bleikum málningargalla. Hún þurfti að klæða sig í þetta og setjast svo á bak. Vorum búnar að fá Gústa, tilvonandi eiginmann hennar með okkur í lið. Við biðum bak við næsta hús og fylgdumst með. Það hefur örugglega verið frekar fyndið að sjá okkur. Þegar Bjarni var búinn að teyma hana út götUna, til að fara með hana að kjósa, þustum við inn í íbúðina þeirra og náðum í föt á hana og ýmislegt fleira. Þegar tilvonandi frúin var búin að kjósa í múnderingunni biðum við eftir henni í Tryggvagarði með kampavín og jarðaber. Þar fékk hún líka fyrstu gjöfina. Hún fékk marga litla pakka þennan daginn. Við komum allar með einn pakka og hann átti að vera eitthvað sem minnti okkur á hana. Hún átti svo að giska á hver gaf henni pakkann. Ég gaf henni geisladisk en ég var búin að brenna lag með Bubbleflies sem við hlustuðum mikið á í fyrsta bekk á Laugarvatni. Hún gat strax hver gaf henni þann pakka en nokkrir pakkar vöfðust fyrir henni. Eftir garðinn þá fórum við með hana í Byko á Selfossi en það var verið að opna búllUna. Grillaðar pulsur voru gefnar og mikið um að vera. Þvínæst héldum við í Hveragerði og stoppuðum í bakaríinu. tilvonandi frúin fékk kerru og á henni voru 2 tegundir af kökum. Hún þurfti að láta fólk hjálpa sér að velja brúðartertUna og skraut á hana. Hulda fór í karakter og leysti verkefnið snilldarlega. Held að hún ætti að sækja um í leiklistarskólanum. Við fórum svo um allan bæ og sprelluðum. Hulda var í essinu sínu. Fannst þetta ekkert smá gaman. Að þessu loknu fórum við heim til Ellenar og Guðna og dekruðum við Gæsina. Að því loknu kom rúta að ná í okkur því nú átti að halda á Stokkseyri og spise á veitingastaðnum við Fjöruborðið. Góður matur og góður félagsskapur. Vorum þar í 2 og hálfan tíma eða svo. Skemmtum okkur konunglega. Rútan sótti okkur svo og við hittum tilvonandi mann hennar Huldu, og strákana sem voru að steggja hann, heima hjá vinum þeirra. Hann var sóttur klukkan 3 um daginn og átti svo innilega ekki von á að hann yrði steggjaður þennan dag. Þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur. Erum búnar að skipuleggja prinsessuhestaferð, sami hópur en hann samanstendur af vinkonum Huldu úr ýmsum áttum, eftir ár. Gaman að því. Það er því augljóst að það verður fjör í brúðkaupinu þann 10. júlí. Lifið heil

     |

fimmtudagur, júní 24

Veðmálin ganga vel

já, það er óhætt að segja það. Liðin mín 4 eru öll komin í 8 liða úrslit. Gaman að því. Þurftum að spá þann 11. júní, eða áður en keppnin hófst. Enn sem komið er eru mestar líkur að ég fari með sigur af hólmi. Hvað sem seinna kemur. Hér eru spár þeirra sem veðja:


Gísli: 1. Frakkland 2. Spánn 3. Ítalía 4. Þýskaland
Valdi: 1. Frakkland 2. Króatía 3. Tékkland 4. Ítalía
Una: 1. Tékkland 2. Holland 3. Frakkland 4. Portúgal
Lalli: 1. Holland 2. Frakkland 3. Portúgal 4. Ítalía
Þráinn: 1. Tékkland 2. Frakkland 3. Spánn 4. Ítalía
Helgi: 1. Danmörk 2. Ítalía 3. Frakkland 4. Króatía
Ingimundur: 1. Frakkland 2. Holland 3. Ítalía 4. Spánn


Helvíti ánægð með að Þjóðverjar skuli vera dottnir út. Spila leiðinlegan bolta. Ó, já. Lifið heil


     |

miðvikudagur, júní 23

úr einu í annað

Fór í fyrsta skipti í Sporthúsið í gærmorgun. Hafði fram að því einungis sótt Baðhúsið. Við Ásta Rós - Dillirós, erum búnar að tæta í Sporthúsið 2 morgna í röð. Dugleg. Finnst ágætt að æfa þarna eeeen það mætti vera örlítið virkara hreingerningafólkið sem þrífur þarna og ein eða 2 málningarslettur mundu ekki vera til ama. Hreint ekki. Er að reyna að mana Dillirós í skvass í fyrramálið en hún segist vera með hælsæri undan skónum og því geti hún ómögulega spilað. Afsakanir, afsakanir.

Dagný, hin nýgifta, kíkti í heimsókn í gær. Höfum ekki hist síðan í brullaupinu. Ætluðum á kaffihús en veðrið var svo gott að við ákváðum frekar að kaupa ís og fara í göngutúr. Löbbuðum um 5 km í blíðskaparveðri. Wunderbar.

Pæling með forsetakosningarnar. Ef Ólafur Ragnar mundi falla frá, fyrir kosningar, hugsið um kostina sem við höfum. Tvídillídumm og Tvídillidú. Ekki spennandi. Hreint ekki.

Fjölmiðlamenn eru mis vel máli farnir. Ein mannvitsbrekkan sagði um daginn að:,,þetta væri málið í hnetuskurn". Hnuss. það þarf málfarsráðunaut á fleiri staði en Rúv.

Góðar stundir.

     |

mánudagur, júní 21

Útskriftarveislur únd fleira

Þetta var hin bezta helgi. Slappaði af á föstudaginn. Skrapp í Bonsarann og tók aðeins til á heimilinu. Á laugardaginn voru hins vegar tvær útskriftarveislur. Byrjaði á að fara til Þyríar klukkan 17:00 en hún var að útskrifast úr lögfræðinni. Veislan var haldin í sal á stúdentagörðunum. Klukkan 20:00 var svo haldið til Finns Pálma en hann var að útskrifast úr tölvunarfræðinni. Gaman að hitta Röskvuliðið og rifja upp gamlar sögur. Splendid alveg. Á sunnudaginn var svo gott veður að grillið kallaði mig út á pall og bað mig vinsamlegast um að kveikja á sér og grilla. Þar sem ég er hlýðin stúlka gerði ég það. Elska sumar og sól. Góðar stundir.

     |

föstudagur, júní 18

Detti mér nú allar...

3 færslur á einum degi. Met. Varð bara að segja frá veðmálinu sem ég er að taka þátt í nú um stundir. Snýst um EM. Skerjóhópurinn stendur fyrir veðmáli og verðlaunin verða kunngjörð í grillveislu eftir úrslitaleikinn (þurftum að spá fyrir byrjunarleikinn) Mín spá er:

1. Tékkland
2. Holland
3 - 4. Frakkland
3 - 4. Portúgal

REGLUR:
4 lönd valin og þeim raðað (ekki er spilað um 3. sæti og því er 3. og 4.sæti jafngilt)komist valið land í undanúrslit: 4 stig
Land1 í 1. sæti: 20 stig
Land1 í 2. sæti: 10 stig
Land2 í 2. sæti: 15 stig
Land2 í 1. sæti: 7 stig

Held að ég vinni þetta. Verst með leikinn Tékkland - Holland. Veit ekki alveg með hverjum ég á að halda. Erfitt líf. Lifið heil og góða helgi.

     |

Hæ hó jibbí jei

Það var sautjándi júní. Held að þetta hafi verið með skemmtilegri 17. júní sem ég hef upplifað. Við Skratthea Skorrdal fórum í bæinn um eitt leytið og spókuðum okkur. Hittum Fríðu Fróða og Signýju, sem voru einnig að spóka sig og þær slógust með í för. Sáum keppnina sterkasta mann landsins og heyrðum ótrúlegar þýðingar Hjalta Úrsus yfir á ensku. Ein karltuskan var kallaður Snjóskaflinn, eða bunch of snow, eins og það útleggst á Hjalta Úrsusísku. Gaman að því, eða ekki. Lá svo leið okkar á heldur friðsamara svæði gagnvart blessuðum vindinum, Austurvöll. Vorum búnar að mæla okkur mót við Hildi, Gumma og Jón litla Arnór. Sátum á Austurvelli í dágóða stund. Þar slóst Gulli í hópinn, með breska koddann sinn og með íslenska skjaldarmerkið framan á bolnum. Ákaflega þjóðlegt allt saman. Röltum síðan og spókuðum okkur enn meira. Gaman að því. Þegar klukkan sló 17:00 skunduðum við á ÖlstofUna en þar stóðu Héðinn og Ragnar vaktina til 21:00. Þar var enginn inni nema við. Allir aðrir voru úti í góða veðrinu. Við skemmmtum okkur þó konunglega. Ragnar var með fartölvUna sína og sýndi myndir frá Asíuferðinni sem hann fór í, í fyrra. Gaman að því. Sögðum líka gamlar prakkara sögur (símaöt)og sé að við krakkarnir, sem erum utan að landi, vorum ekki alveg jafn fagmannleg og Fríða Fróða og co í Reykjavíkinni. Við hringdum til dæmis í eitthvað númer og spurðum hvort að Bolli væri heima. Ef það var sagt ,,ha, nei það býr enginn Bolli hér” þá sögðum við alltaf ,,ahahahah, úr hverju drekkið þið þá”. Þetta fannst okkur fyndið. Fríða og Co hringdu aftur á móti á hótel og pöntuðu herbergi fyrir hr. Kahólf, Hans. Þá sagði starfsmaðurinn náttúrulega. Já, tveggja manna herbergi fyrir Hans Kahólf (hanskahólf!) Þetta fannst mér fyndið. Segir kannski meira um aulahúmor minn en margt annað. Þegar þarna var komið við sögu slóst herra Þórir í hópinn. Hann var ekki alveg jafn kátur og við hin því hann hatar hátíðisdaga og finnst 17. júní hvað verstur. Vorum sem sagt á Ölstofunni dágóða stund. Mestan hluta tímans vorum við ein en þýskum kór datt í hug að kíkja við. Gott og vel en þegar þau fóru að hefja upp raust sína var okkur ekki farið að lítast á blikUna. Tóku hins vegar bara eitt lag. Sem er vel. Klukkan hálf tíu datt okkur í hug að fara út að borða á Hornið. Ég, Skratthea, Héðinn, Þórir og Gulli fengum okkur því kvöldmat á Horninu. Gaman að því. Fríða Fróða og Signý fóru að hitta danska vini hennar Fríðu og heltust því úr lestinni. Að kvöldmat loknum kíktum við á Arnarhól en ég hélt fljótlega heim. Keyrði Fríðu og Danina heim, voru orðin hress. Ótrúlega skemmtilegur dagur. Lífið er fallegt og fjölbreytt. Góðar stundir.

     |

Fréttir

af bloggandláti mínu eru stórlega ýktar. Takk fyrir og góðar stundir.

     |

föstudagur, júní 11

U

Þá er það Stjörnusiglingin í kvöld á Nasa og svo útskriftarveislur á morgun. Ein í Citýinu þar sem Guðlaug æskuvinkona mín er að útskrifast úr Kennó og ein í Kópavoginum þar sem Vigdís, vinkona mín úr menntó, er að útskrifast sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Reykjavíkur. Ætla svo að reyna að vinnast eitthvað líka um helgina. Nóg að gera. Þannig á það að vera. yfir og út og Góða helgi. Góðar stundir

     |

Púki

leynist stundum innra með mér. Plataði Sveinsdóttur upp úr skónum í gær. Þannig var mál með vexti að við pöntuðum okkur miða á Starsailor í gegnum netið og það átti að senda þá heim (Sveinsdóttir er á Selfossi og er því alveg úr takti við það sem er að gerast á heimilinu). Ég hringdi í hana og sagði við hana að miðarnir væru ekki komnir og að ég hefði hringt til að athuga með miðana. Svona var samtalið:
Una: ,,já, ég hringdi til að athuga með miðana og þeir segja að það hafi engin pöntun komið"
Sveinsdóttir: ,,haaaaa, hvernig má það vera. Nei, það getur ekki verið!"
Una: jújú, og svo þræta þeir fyrir að við fáum nýja miða. Held að við komumst ekki á tónleikana"
Sveinsdóttir: ,,þú ert að grínast! Helvítis"
Una: ,,nei, ég var að skrökva að þér. Það var reynt að koma með þá í gærkvöldi en ég var ekki heima. Fór áðan á pósthúsið og náði í miðann minn. Átti ég að ná í þinn líka?"
Sveinsdóttir: ,,Una náðirðu bara í þinn miða. Náðirðu ekki í minn í leiðinni!"
Una: ,,nei, átti ég að gera það?"
Sveinsdóttir: Ha! (Virtist ringluð)
Una. ,,jú, auðvitað náði ég í þinn líka."

Náði henni 2svar þarna. Það er nauðsynlegt að hafa 1. apríl 2svar sinnum á ári.Lifið heil

     |

fimmtudagur, júní 10

línur kenndar við bros

Tók eftir línum við augun, sem ég hafði ekki tekið eftir áður. Hugsaði í smá tíma hvort að ég ætti að hafa áhyggjur af þessu, en áttaði mig svo á því að þetta eru broslínur. Aumingja sá/sú sem hefur ekki svona línur, hugsaði ég. Það hlýtur að merkja að sá aðili er sjaldan glaður og hlær enn sjaldnar. Þessar línur hljóta að tákna að ég sé hláturmild stúlka. O sei sei. Lifið heil

     |

mánudagur, júní 7

Brullaup og sjómannadagurinn

Það er fátt betra, þegar maður kemur úr vinnunni á föstudags eftirmiðdögum, en að sitja úti á palli og lesa í góðu veðri. Wunderbar. Ekki var mikið gert á föstudagskvöldinu því ungfrúin þurfti að vinna á laugardaginn.

Vann frá 9-4 og svo brunuðum við austur fyrir fjall, rétt hjá Þingvöllum, því þar ætluðu Haukur og Sigga Maja að láta gefa sig saman, vinir úr Röskvu. Mætti aldrei þessu vant tímanlega í brúðkaup. Batnandi konu er best að lifa. Brullaupið var haldið í sumarbústað við Álftavatn. Búið var að setja stórt tjald við 2 sumarbústaði sem eru í eigu fjölskyldu hans Hauks og þar fóru herlegheitin fram. Athöfnin var frábær, létt og skemmtileg. Sigga Maja var í mjög flottum rauðum kjól með rauð blóm í hárinu. Eiríkur Jóns var veislustjóri og hann leysti það verkefni vel, var ekkert að skafa utan af hlutunum. Margar ræður voru haldnar og faðir hans Hauks var hnyttinn í sinni ræðu. Hann er gallharður Sjálfstæðismaður og hugnaðist ekki að Sigga Maja væri búin að ,,gera" Hauk að vinstri manni. Hann var einu sinni flokksbundinn Sjalli en er það ekki lengur. Pabbi hans hafði heitið því að ,,hefna" sín á Siggu Maju og því skráði hann son þeirra, Kára Tómas, í Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og þau fá því póst reglulega. Varðeldur var í fjöruborðinu á miðnætti og brekkusöngur. Það var ótrúlega fallegt og gott veður, hefði varla getað verið betra. Frábært alveg. Eftir matinn og varðeldinn var komið að hljómsveitinni að stíga á stokk en í henni voru meðlimir Röskvubandsins + Dóri og Eiríkur, vinir brúðhjónanna. Ótrúlega skemmtilegt kvöld. Haukur og Sigga Maja, takk fyrir mig.

Á sunnudaginn fór ég svo með hann Emil Karel litla bróður minn, sem er 10 ára púki, í siglingu í Þorlákshöfn City. Þórhalla og Ármann, hinn litli bróðir minn sem er 22ja ára, komu einnig með. Held að ég hafi ekki mætt í siglingu í 10 ár eða svo. Er líka í fyrsta sinn síðan ég var 14 ára sem ég tek ekki þátt í kappróðri á sjómannadaginn. Dulítið skrítið að horfa bara á. Fínasta skemmtun, einnig koddaslagurinn. það er svooo fyndið að sjá svipinn á þeim sem detta í sjóinn. Þvílíkur skelfingarsvipur sem kemur á fólk vegna kuldans. Harðir naglar sem fá sjokk yfir kuldanum. Skemmtilegt. Góðar stundir

     |

föstudagur, júní 4

Góða helgi

     |

fimmtudagur, júní 3

Fuglasöngur

getur verið ágætur. En ekki þegar helv... fuglarnir sitja í tré fyrir framan svefnherbergisgluggann minn og syngja alla nóttina... javla!

     |

miðvikudagur, júní 2

Spennandi

Forsetir vor er búinn að boða til blaðamannafundar klukkan 16:15. Skyldi hann skrifa undir eður ei. Spennandi að vita hvort að hann verði fyrstur forseta íslenska lýðveldisins til að nota það vald sem hann hefur. No no noh. Góðar stundir

     |

þriðjudagur, júní 1

Afmælisbarn dagsins

er Linda Naabye. Linda er ein af Skerjóhópnum, hún er mamma og á dótturina Guðbjörgu Ingu með honum Helga sínum. Nú, Linda er hjúkrunarkona og hefur gaman að börnum, að taka til og að ferðalögum. Til lukku með daginn Linda mín. Góðar stundir

     |

Skemmtileg helgi

er að baki. Stúdentsveislan hjá Atla Frey spurningamógúl var hin besta. Alltaf gaman að hitta ættingja. Hann útskrifaðist með láði og gekk út með 7 verðlaun frá MR. Til lukku með þetta Atli minn.

Laugardagurinn var annasamur. Eða kannski held ég að ég hafi meiri tíma en ég hef. Klikka oft á því. Hafði allan daginn fyrir mér en var samt eiginlega of sein í brúðkaupið. Var byrjuð að taka mig til fyrir brúðkaupið þegar Skratthea Skorrdal hringdi og sagði að Asíufararnir væru komnir í bæinn og hvort að ég ætlaði ekki að skreppa og hitta þær. Auðvitað langaði mig að hitta þær þannig að ég rauk af stað, með blautt hárið. Náði sem sagt að hitta þær aðeins á laugardeginum. Var komin til þeirra um 16:35 en átti að vera mætt niður í kirkju um 17:15. Átti eftir að taka mig til og ná í Héðinn. Til að gera langa sögu stutta þá hentumst við Héðinn inn í kirkjuna, rétt á undan brúðinni. Það litu allir við til að athuga hvort að hún væri að ganga inn gólfið. Held að þetta sé orðinn siður hjá mér að mæta of seint í brúðkaup. Gerðist einnig þegar Heiða og Titti gengu í það heilaga. Lofa bót og betrun. Athöfnin var yndisleg. Kvenpresturinn hafði þetta létt og skemmtilegt. Margrét Eir söng og ég fékk gæsahúð þegar hún söng Power of love eftir Frankie goes to Hollywood. Búið að vera lengi í uppáhaldi. Arnar, 1 og hálfs árs sonur Dagnýjar og Skúla, stal þó senunni nokkrum sinnum. Hann stóð hjá altarinu og dansaði við söng Margrétar Eirar, var næstum því dottinn niður stigann hjá altarinu og að lokum kíkti hann undir kjólinn hjá mömmu sinni. Duglegur strákur. Það sem mér fannst einnig skemmtilegt við brúðkaupið var að Íris og Gugga komu til landsins í tilefni dagsins. Langt síðan ég hef hitt þær. Þær búa í DK. Gugga nemur læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla og Íris er að klára masterinn í verkfræði í DTU. Gaman að hitta ykkur stelpur! Við röltum okkur svo niður á A Hansen þar sem veislan var haldin. Við Héðinn ætluðum að vera með glærusýningu frá Gæsuninni og hún Íris hjálpaði mér við að brenna þetta á disk. Vorum ekki alveg viss hvernig þetta mundi ganga því að Karó sagði, þegar við vorum komin á A. Hansen, að það væri ekki Power point í tölvunni sem hún var með í láni. Nú voru góð ráð dýr. Reyndum að hringja út um allt til að redda annarri vél, en það voru allir einhvers staðar. Að lokum náði Unnar að hringja í einhvern vin sinn og hann kom og setti Power pointið í vélina, á meðan veislunni stóð. Þetta gekk allt mjög vel. Held að við Héðinn höfum sloppið vel frá ræðunni. Þegar matnum lauk tróð hljómsveit ein upp og þeir spiluðu skemmtileg 80´s lög. Um 1 leytið ætluðu þeir að hætta að spila því að við vorum bara 3 á dansgólfinu. Við héldum nú ekki. Létum gefa þeim bjór og drógum veislugesti á gólfið. Gaman að því. Þegar gleðin var búin á A. Hansen héldum við nokkur á Ölstofuna og Hressó. Ég var þó mishress því að ég hafði asnast til að fara í háhælaða skó. En núna er ég á þeirri skoðun að háhælaðir skór eru verkfæri djöfulsins. Sat á einhverjum stól á Hressó,ásamt Guggu, vegna helvítis skóna þegar afar kurteis ungur maður sest hjá okkur og bauðst til að nudda á mér tærnar. Ægilega þægilegt og bjargaði mér alveg. Hafi hann bestu þakkir fyrir. Signý skipti svo um skó við mig. Ekki var dansað mikið eftir þetta.

Á sunnudaginnn var svo heimkomuteiti fyrir Asíufarana. Teitið var haldið heima hjá Skrattheu Skorrdal og var þar margt skemmtilegt fólk! ML-ingar að stórum hluta. Takk fyrir skemmtilegt kvöld. Lifið heil.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com