Afmælisbarn vikunnarer ástkær móðir mín frú Ásdís, en hún varð hálfrar aldar gömul þann 28. janúar.

Hjúin brugðu sér í bæjarferð á laugardaginn og gistu á hótel Sögu. Við systkinin sáum okkur leik á borði og sendum frúna óvænt í 2ja tíma dekur í spaið á sögunni. Sagan segir að dekrið hafi verið svo þægilegt að frúin hafi sofnað. Við pöntuðum svo borð á Einari Ben en faðir var búinn að segja henni að hann ætlaði að bjóða henni út að borða, bara þau tvö, en við komum henni aftur á óvart og fórum öll saman út að borða. Ég, Ármann, Hr. R og Þórhalla mættum á staðinn og gerðum frúna mjöööög hissa. Henni krossbrá þegar hún sá okkur þarna ,,hva hva, hvað eruð þið að gera hér! Ég átti ekki von á ykkur" sagði frún ánægð.
Kvöldið var mjög skemmtilegt og þetta heppnaðist vel. Til lukku með daginn frú Ásdís. Luvja.
Lifið heil