Ég er
búin að blogga heil ósköp síðustu daga... í huganum. Vantar bara tæknina að flytja færslurnar úr huganum yfir á bloggerinn. Það hlýtur að fara að koma. Gæti reyndar afsakað bloggleitina með frasanum ,,það er búið að vera svo mikið að gera" því það eru ekki miklar ýkjur. Fáum afhent á morgun og vikan er búin að fara í það að pakka niður, veit ekki alveg hvaðan allt þetta dót kemur. Ég vil meina að Hr. R eigi mikið af þessu dóti, hann er ekki sá besti í að henda hlutum sem hann hefur sankað að sér blessaður. Samanber áralausi árabáturinn sem hann flutti með sér frá þýskalandi (þegar hann flutti þaðan). Þetta er þó allt að koma.
Framundan er frí og er það vel. Ætlum að eyða hluta af því í sumarbústað, hluta í borg óttans og svo væntanlega hluta í bæ Gunnars Birgis. Brúðkaup hjá Garðari og Gunnhildi um helgina og það vill svo vel til að við verðum í sumarbústað rétt hjá. Jatte bra.
Var að átta mig á því að ég á 9 vinnudaga eftir hjá KB Ráðgjöf (fer í sumarfrí á morgun og verð framyfir verslunarmannahelgi). Verður skrítið að vera ,,bara" námsmaður en ekki í 100% vinnu og 60% meistaranámi. Lúxusinn maður minn. Verð þó að spýta í lófana ef ég ætla að klára meistararitgerðina á 3-4 mánuðum, en það skal hafast.
