Ekki eru allar tilviljanir tilviljanir
Du og dine gummistovler
mánudagur, desember 24
|fimmtudagur, desember 20
,,Jólafílingur"
Ég er búin að vera að dóla mér og dekra við mig eftir að ég kláraði prófið. Finnst ég eiga það skilið eftir ritgerðar- og prófatörn. Skellti mér í fótsnyrtingu á þriðjudaginn og í klippingu í gær. Mér finnst klipping vera dekur. Jólatrénu var svo smellt upp í gær og daim ís var útbúinn fyrir hátíðarnar. Nú mega jólin fara að koma, er búin að gera nánast allt fyrir jólin. Búin að kaupa gjafirnar og pakka þeim inn, senda jólakortin og þrífa íbúðina að mestu.
Hóhóhó.
föstudagur, desember 14
Stend í próflestri
og finn því auðvitað tíma til að blogga. Fer í mitt síðasta próf í meistaranáminu á mánudaginn. Þvílík lukka. Margt hefur skeð frá því ég reit síðast, ég hef:
- skilað inn uppkasti að MA ritgerðinni til leiðbeinandans, bíð eftir umsögn frá henni.
- farið í kjaftaklúbb Ammanna þar sem stelpuferð til New York í maí var plönuð
- skoðað nýja slotið hjá Sigurrós og Ingva
- vaknað við óveður
- farið á Einar Ben ásamt Skerjóhópnum og borðað fimm rétta máltíð
- náð að versla flest allar jólagjafirnar
- kíkt í nýju vinnuna
- heilsað væntanlegum vinnufélögum
Myndir frá Jólahitting Skerjóhópsins:
Ungfrúin og Sveinsdóttir

Gísli og Sonja & Braginsky og Eygló:

Skerjóhópurinn án maka:

Lifið heil
