Hitt & þetta
Félagslífið hefur verið með besta móti upp á síðkastið. Það mætti halda að maður væri að búa sig undir að vera meira heimavið á næstunni... og hefst þá sagan. Þann 12. júlí fórum við austur fyrir fjall í brúðkaup Gyðu og Sigfúsar. Athöfnin var haldin í Þorlákshafnar kirkju og veislan í Ráðhúskaffi. Tara Dís dóttir þeirra stal senunni í athöfninni og var komin í fangið á prestinum að lokum. Hin besta skemmtun.
Brúðhjónin


Á föstudaginn komu R & R (Rakel & Reynir) í grill og spjall. Alltaf gott að fá þau í heimsókn. Á laugardaginn var stímt út á land í góða veðrið. Byrjuðum á að heimsækja foreldra sem voru í útilegu að Þjórsárverum. Þar var humri skellt á grillið og hann snæddur í hádegismat. Dekurrófur? Myndi halda það. Að hádegismat loknum var ferðinni heitið á Hvolsvöll, að Glámu rétt fyrir utan Hvolsvöll, nánar tiltekið og hús tekið á Úlfari og Guðlaugu, vinum Rúnars frá Munchen. Þar var setið úti í blíðskaparveðri og reynt að fá bolafar. Eftir 2ja tíma stopp héldum við áfram að Hellishólum þar sem Air Atlanta var í útilegu, eða starfsmenn fyrirtækisins altso. Þar plöntuðum við okkur niður og fórum ekki fyrr en um miðnætti heim. Þar var grillað, sungið með trúbadorum og sólað sig.
Á sunnudeginum komu Skerjóliðar saman heima hjá Braga & Eygló í smá hitting, í Matarklúbbinn MM&MM nánar tiltekið, og borgurum og pólskum pulsum var skellt á grillið eins og enginn væri morgundagurinn. Að matarklúbb loknum var haldi í 2X30 ára afmæli Bylgju og Hrannar. Nóg að gera og ekki grenntist maður þann daginn!
Talandi um bumbu. Ætli það sé ekki best að smella inn eins og einni bumbumynd. Á þessari mynd er ég komin akkurat 35 vikur.

Tvær bumbulínur: Linda komin 30 vikur og ég 35.

Og að síðustu mynd fyrir þá sem hafa heimtað slíka af Hr. R, tekin í Þýskalandi um árið.

Lifið heil.