Ekkert að gerast
Ég ber greinilega þrjóskupúka undir belti. Harðneitar að koma út þrátt fyrir beiðni tilvonandi móður og föður þar um. Hin tilvonandi móðir er nefnilega orðin dulítið þreytt á allri þessari bið, enda komin 4 daga framyfir settan dag. Ég fór í morgun til ljósmóðurinnar og hún ætlaði að hreyfa við belgnum í þeirri von að allt færi af stað. Allt kom fyrir ekki og ekki var hægt að hreyfa við blessuðum belgnum. Ég er viss um að ég hafi heyrt hlátur í krílinu, enda lætur það ekki segja sér fyrir verkum. Þá er bara eitt að gera, bíða... sem er ekki sterkasta hlið tilvonandi móður. Ef þrjóskupúkinn verður ekki kominn í heiminn á mánudaginn verð ég sett af stað. Mæting kl. 9:00 upp á spítala og tafla sett undir tungu.
Þangað til er bara bið!

Góðar stundir.