Arna Eir U. Rúnarsdóttir
Það er búið að nefna litlu dömuna og hún heitir því virðulega nafni Arna Eir U. Rúnarsdóttir (Unu- og Rúnarsdóttir). Við nefndum hana strax á sjúkrahúsinu, vorum búin að finna nafn og mátuðum það við hana. Okkur fannst hún vera Arna Eir og því var ekkert að vanbúnaði, daman var komin með nafn.
Við vorum mun skemur á sjúkrahúsinu en til stóð, fengum að fara heim um hádegi á fimmtudeginum í stað laugardagsins. Fengum að fara fyrr vegna þess hve hress ég var og yfirvofandi verkfalls. Þar sem við fórum heim innan 36 stunda þá fengum við ljósmóður heim daglega fyrstu vikuna. Við báðum um að fá okkar frábæru ljósmóður, hana Elínu, sem fylgdi okkur alla meðgönguna og fengum hana. Litlu fjölskyldunni heilsast vel en móðirin reynir að fara sér hægt svo að það taki ekki í skurðsárið, getur tekið á að mega ekki gera neitt. Rúnar og tengdó hafa að mestu séð um heimilisstörfin, ég knúsa bara dótturina á meðan.
Arna Eir er algert draumabarn (7,9,13). Hún er mjög vær og vaknar einu sinni til tvisvar á nóttunni til að fá sopann sinn. Annars sefur hún eins og steinn. Einnig á daginn, sefur og er vær í vöggunni þess á milli. Þar sem Arna Eir er sannkallað tæknitröll þá er hún komin með sína eigin heimasíðu: http://barnanet.is/arnaeir, sendið okkur línu ef þið viljið fá lykilorðið.
