Ekki eru allar tilviljanir tilviljanir
Du og dine gummistovler
miðvikudagur, desember 24
|fimmtudagur, nóvember 27
Eymingjabloggari
Skratthea Skorrdal hefur rétt fyrir sér, ég er eymingjabloggari. Ekki það að það hafi ekki verið nóg að blogga um, síður en svo. Ég hef bara ekki haft nennu í mér að rita á netið. Það er svo langt síðan að ég bloggaði síðast að þjóðfélagið hefur teki stakkaskiptum á meðan. Bankar hafa verið þjóðnýttir, orðspor Íslands hefur beðið mikinn hnekki, valdaklíkur eru að tapa völdum, spillingin er að koma í ljós og svo síðast en ekki síst að dóttir mín er byrjuð og brosa og hjala. Það er augljóslega lang merkilegasta fréttin. Restin verður í stikkorðum. Síðan ég reit síðast hef ég:
- farið í brullaup Óla og Sillu
- reynt að byrja í ræktinni
- hitt familíUna í piparkökuhúsagerð
- farið á Fló á skinni og næstum andast úr hlátri
- farið á minningarathöfn Ingimundar afa Rúnars sem lést þann 19. nóvember
- farið í Kreppuafmæli til Sillu hans Þráins
- þvegið óteljandi þvottavélar
- farið í brullaup Óskars & Kötu, vina Hr. R
- sett upp jólaljós
- haft áhyggjur af ástandinu í landinu
- verið að lesa ævisögu Guðna Ágústssonar (akkurat þegar hann sagði af sér). Spurning um að fara að lesa ævisögu Davíðs Oddssonar og athuga hvað gerist...
- hangið á Facebook
- fengið margar góðar heimsóknir
- haldið nafnaveislu fyrir Örnu Eiri í Citýinu
- haldið upp á 3tugs afmæli sambýlismannsins, að þýskum hætti, með honum og um 70 vinum og ættingjum að Straumi.
- fengið nett ógeð á kreppufréttum
- verið mjög meðvituð um þá staðreynd að góð heilsa er gulli betri
- hlegið marg oft með/að hinni óviðjafnanlegu dóttur minni
- hlakkað til Skerjójólahittingsins sem verður þann 29. nóv
Góðar stundir
fimmtudagur, september 11
Arna Eir U. Rúnarsdóttir
Það er búið að nefna litlu dömuna og hún heitir því virðulega nafni Arna Eir U. Rúnarsdóttir (Unu- og Rúnarsdóttir). Við nefndum hana strax á sjúkrahúsinu, vorum búin að finna nafn og mátuðum það við hana. Okkur fannst hún vera Arna Eir og því var ekkert að vanbúnaði, daman var komin með nafn.
Við vorum mun skemur á sjúkrahúsinu en til stóð, fengum að fara heim um hádegi á fimmtudeginum í stað laugardagsins. Fengum að fara fyrr vegna þess hve hress ég var og yfirvofandi verkfalls. Þar sem við fórum heim innan 36 stunda þá fengum við ljósmóður heim daglega fyrstu vikuna. Við báðum um að fá okkar frábæru ljósmóður, hana Elínu, sem fylgdi okkur alla meðgönguna og fengum hana. Litlu fjölskyldunni heilsast vel en móðirin reynir að fara sér hægt svo að það taki ekki í skurðsárið, getur tekið á að mega ekki gera neitt. Rúnar og tengdó hafa að mestu séð um heimilisstörfin, ég knúsa bara dótturina á meðan.
Arna Eir er algert draumabarn (7,9,13). Hún er mjög vær og vaknar einu sinni til tvisvar á nóttunni til að fá sopann sinn. Annars sefur hún eins og steinn. Einnig á daginn, sefur og er vær í vöggunni þess á milli. Þar sem Arna Eir er sannkallað tæknitröll þá er hún komin með sína eigin heimasíðu: http://barnanet.is/arnaeir, sendið okkur línu ef þið viljið fá lykilorðið.
Lifið heil
miðvikudagur, september 3
Unu- og Rúnarsdóttir
kom í heiminn þann 2. september kl. 22:43. Ég lagðist inn kl. 09:00 þann 1. sept svo að daman lét aðeins hafa fyrir sér. Hún var að lokum tekin með keisara þar sem útvíkkunin gekk ekki nógu vel og læknarnir voru farnir að hafa áhyggjur af hjartslætti dömunnar á meðan hríðum stóð. Hún fór upp á vökudeild stuttu eftir fæðingu þar sem andardrátturinn var svolítið hraður en var útskrifuð þaðan einum og hálfum tíma síðar með fyrstu einkunn. Hnátan er 14 merkur (3.580 gr) og 50 cm og auðvitað fallegasta barn í heimi :) Hún er afar vær og við erum að æfa okkur í að nota það forðabúr sem mæður hafa framan á sér. Verðum að öllum líkindum uppi á spítala fram á laugardag en við stefnum á að koma heim fyrr þar sem litlu fjölskyldunni heilsast vel.
Daman nýfædd
Að virða heiminn fyrir sér
Uppi á vökudeild
Komin í vöggUna
Góðar stundir
fimmtudagur, ágúst 28
Ekkert að gerast
Ég ber greinilega þrjóskupúka undir belti. Harðneitar að koma út þrátt fyrir beiðni tilvonandi móður og föður þar um. Hin tilvonandi móðir er nefnilega orðin dulítið þreytt á allri þessari bið, enda komin 4 daga framyfir settan dag. Ég fór í morgun til ljósmóðurinnar og hún ætlaði að hreyfa við belgnum í þeirri von að allt færi af stað. Allt kom fyrir ekki og ekki var hægt að hreyfa við blessuðum belgnum. Ég er viss um að ég hafi heyrt hlátur í krílinu, enda lætur það ekki segja sér fyrir verkum. Þá er bara eitt að gera, bíða... sem er ekki sterkasta hlið tilvonandi móður. Ef þrjóskupúkinn verður ekki kominn í heiminn á mánudaginn verð ég sett af stað. Mæting kl. 9:00 upp á spítala og tafla sett undir tungu.
Þangað til er bara bið!
Góðar stundir.
sunnudagur, ágúst 17
Að hafa nóg fyrir stafni
Ég hef verið mjög heilsuhraust alla meðgönguna. Sumar vinkonur mínar sem eru óléttar þjást af mæði, ég þjáist hins vegar af óþolinmæði. Þessa stundina alla vega en þá er um að gera að hafa nóg fyrir stafni og hitta fólk. Upp á síðkastið hef ég:
- farið í óvissu "pikk nikk" í Grasagarðinn í tilefni 3tugs afmælis Arndísar Sveins
- farið í Lunch með æskuvinkonunum á Vegamót í blíðskaparveðri
- þrifið íbúðina og fengið samdráttarverki að launum
- farið í afmæli til Lífar
- bakað kryddbrauð og marmaraköku
- farið í grill til Magga & Ingibjargar
- farið í veislu til Margrétar Vilborgar í tilefni þess að hún skilaði inn doktors ritgerð sinni í MIT. Stúlkan sú er að fara að verða assistant professor í Stanford. Til lukku Margrét!
- þvegið barnaföt
- Hitt Skerjódömur á Ban Thai, var orðið löngu tímabært
- farið og hitt Þóru & Grétar, hina nýbökuðu foreldra, og krílið að sjálfsögðu ásamt Dagnýju
- skipulagt fund sem fer fram í fyrramálið (18. ágúst) með fulltrúum sparisjóðanna, þess fullviss að ég myndi ekki vera búin að eiga
- farið í kveðjuboð í Straumi í tilefni þess að Arndís Sverris og Tumi eru að flytja til Köben
- reynt að slaka á, en augljóslega ekki tekist
Vika í settan dag!
miðvikudagur, ágúst 13
11 dagar í settan dag
Tíminn er fljótur að líða, en þó ekki. Ég er hætt að vinna frá og með mánudeginum, eða því sem næst. Vinn að heiman þessa dagana það sem liggur fyrir. Nú er bara að læra það að slaka á, sem er erfiðara en það lítur út fyrir að vera. Byrjaði fyrsta daginn í ,,fríi" á því að taka góðan göngutúr og tók stefnuna á hverfið í kringum Vatnsenda, rétt hjá mér. Þar sem ég rölti í rólegheitum í hverfinu hjá vatninu þá sé ég máva varg sem góndi á mig. Allt í einu tekur helv... stefnuna á mig og dýfir sér niður. Ég kastaði mér niður og tókst að forðast skaðræðis skepnuna. Dóninn gerði um það bil 10 ,,heiðarlegar" tilraunir til að ráðst á mig. Ég forðaði mér að lokum undir tré og skaust þaðan inn í næsta húsgarð og þaðan inn í eitt hverfið. Þá fór helvítið! Það er greinilega margt að varast í Kópavoginum...
Annars er ég bara hress og kát, farin að bíða eftir krílinu. Tilvonandi faðir er farinn að reyna að tala krílið út. Örlítið fyndin sjón að sjá hann tala við kúluna í von um að barnið hlýði. Það verður víst að byrja snemma að aga börnin :o)
Bumbumynd: komin 38 vikur (2 vikur til stefnu)
Lifið heil