þriðjudagur, september 30

A til B

Held svei mér þá að ég sé að verða A manneskja. Var farin að sofa fyrir 23 í gærkvöldi. Ja, fussum svei eins og hún Soffía í kardemommibænum sagði ávallt. Kannski er þetta bara af hinu góða. já já. Ætli það ekki. Talaði við hana Maríönnu Hansen í klukkutíma í gærkvöldi. Hún ætlar að drífa sig í bæinn aðra helgi og heiðra okkur með nærveru sinni. Það verður gott að sjá hana og kúlUna hennar. Signý á einmitt afmæli þann 9. okt og ætlar að slá tvær flugur í einu höggi, hafa matarklúbb og halda upp á afmælið sitt. Það ætti að verða skemmtilegt. Aðkomufólk er að flykkjast í bæinn. Hún Unnur Ása frá Nes Town ætlar kannski að koma um helgina og vera í 1-2 daga. Hún á að vera að keppa í blaki en hún ætlar að sjá til hvort að hún nenni að ferðast. Unnur, drífa sig í bæinn. Þú hefur bara gott af því. Ég held að hún sé að hugsa um kennararpartýið sem á að vera á föstudaginn. Það var bara eitt svoleiðis þegar ég var að kenna í Neskaupstað. Já, og svo náttúrulega slúttið. Það var ótrúlega gaman. Úps, ég er alltaf komin út um víðan völl í þessum skrifum mínum. Byrjaði á að tala um að ég væri farin fyrr að sofa og enda í kennarapartýi í Nes Town. Ég verð aldrei rithöfundur með þessum hætti. Já, þannig er nú það. Lifið heil

     |

mánudagur, september 29

Sunnudagur til sælu

Þetta var þynnkudagur í lagi. Fór um eitt leytið á stælinn. Náði í Signýju og hitt svo Skrattheu, Héðinn, Ásdísi og Arndísi á Stælnum. Eftir það brunuðum við Zen í Cityið til Herra Einars og Frú Ásdísar. Þegar við komum þangað þá var öll ættin í kaffi og pönnukökum sem Emma frænka bakaði. Ég var eitthvað þreytt og sofnaði í sófanum í 2 tíma á meðan ættin var með sín venjulegu læti. Skil ekki hvernig ég gat sofið í þessum skarkala. Mamma og pabbi buðu okkur svo í læri. Helvíti góður dagur en ég var dulítið syfjuð þegar ég vaknaði í morgun. En enginn tími til að vera syfjuð. Vinna og svo í leik þann er við fimi er kenndur. Góðar stundir.

     |

sunnudagur, september 28

Laugardagurinn

Fór í frænkupartý upp í Breiðholt. Þarna var kvenkyns leggur Hamraættarinnar. 'Otrúlega fyndnar konur...og háværar. Skemmti mér konunglega. Var þar til að verða eitt en fór þá í partý til Skrattheu. Þar var skemmtilegt fólk: Matta, Ásdís, Hlédís, Arndís, Bragi, Þórir og Héðinn. Vorum komin niður í bæ um 2 leytið. Kíktum á ÖlstofUna. Héðinn reddaði okkur inn, alltaf gott að þekkja barþjóna þessa lands. Hitti Ingvar þar og hann slóst í hópinn. Röltum svo upp og niður Laugaveginn. Hitti hana Hólmfríði Fróðadóttur og rölti með þeim á 22. Þetta var alveg stórskemmtilegt kvöld. Ágætis egóbúst. Hitti hann Guffa, sem var formaður Vöku í fyrra. Hann var svona ægilega hress og sagði við mig:,,Una þú ert stórglæsileg í kvöld. Like a Queen. Aldrei litið betur út". Mér fannst ekkert leiðinlegt að heyra þetta og það frá pólitískum andstæðingi. Fór samt að hugsa hvort að ég liti eitthvað illa út dagsdaglega! Hitti Gogga inni á 22 sem var ári á undan mér í ML. Hann spurði mig hvort að ég hefði lítið álit á honum. Ég sagði það nú ekki vera. Veit ekki hvaðan hann fékk þá hugmynd. Hefur alltaf þótt hann frekar fyndinn. Já, dansaði sem sagt líka af mér rassinn.

Samantekt: Frænkupartý, bærinn, dans, dansaði af mér rassinn, skemmtilegt, já.


Föstudagurinn

Fór til Skrattheu Skorrdal á föstudagskvöldið til að horfa á myndbansspólu. Vorum þar þrjár í góðu yfirlæti. Tókum myndina Símaklefann með honum Colin Farrel. Ágætis ræma alveg. Ásdís átti gullkorn kvöldsins ,,bíddu, var þetta svona stutt mynd eða vorum við bara svona fljótar að horfa á hana!"Hahahaha. Ásdís er alger gullmoli. Þórir bættist svo í hópinn. Sátum hjá Möttu til að verða þrjú um nóttina. Skröfuðum og kjöftuðum mikið en hápunktur kvöldsins var þegar við hlustuðum á Hemma Gunn diskinn hans Þóris. Ótrúlegt hvað maðurinn er tónvilltur. Ágætis kvöld alveg. Lifið heil

     |

laugardagur, september 27

Frænkupartý

Er á leiðinni í frænkupartý upp í Breiðholt. Svo er stefnan tekin á afmæli til Þráins eða til Skrattheu Skorrdal og svo niður í bæ. Jei. Góðar stundir

     |

Dekurdýr dauðans

...er ég. Lét klukkUna hringja í morgun um 11 leytið. Dreif mig niður á Laugaveg í Nike búðina og keypti mér forláta íþróttaskó. Var svo spennt að máta þá að ég dreif mig í Baðhúsið í smá tíma. Varð að prófa þá við kjöraðstæður. Var á hlaupabrettinu og sá Hina sköllóttu og fallegu (mín þýðing á the Bold and the beautiful). Ömurlegir þættir en samt festist maður við skjáinn ef þetta er á. Fór svo inn í tækjasal og ætlaði að lyfta aðeins. Brá dulítið þegar þangað kom. Stærðar Scheffer hundur tók á móti mér. Bundinn reyndar en mér stóð ekki á sama. Hann var þarna með einum þjálfaranum. Ég tók á honum stóra mínum og arkaði inn í salinn. Gerði einhverjar æfingar en var samt með það á tilfinningunni að ef ég gerði æfingarnar vitlaust þá mundi Hvutti stökkva upp og bíta mig í rassinn. Svo fór þó ekki. Annað hvort hef ég gert æfingarnar rétt eða þá að þetta er hið meinlausasta grey. Að sprikli loknu var kominn tími á dekur. Skellti mér í ljós í húsi kenndu við Bað. Asssgoti gott. Ég lét ekki staðar numið við dekrið heldur fór ég í klippingu að ljósum loknum. Það er dekur sem mér finnst agalega gott. Klippikonan mín dekraði þvílíkt við hárið á mér. Það er ekkert eins þægilegt og þegar það er verið að þvo á manni hárið og hársvörðurinn er nuddaður. Hún nuddaði líka á mér ennið og niður á háls. Hún er líka eitthvað svo almennileg. Hrósaði hárinu á mér og sagði að það væri gaman að vinna með svona heilbrigt hár:) Sem sagt var þarna í tvo og hálfan tíma. Já, ég er dekurdýr. Góðar stundir

     |

Afmælisbarn dagsins

...er hann Þráinn Guðbjörnsson Keflvíkingur og verkfræðingur með meiru. Hann ku vera kvartfjórðungsaldargamall+3ár (28 ára). Geri aðrir betur. Við ætlum í afmæli til hans í kvöld. Veit ekki alveg hvort hann viti af því! Lifið heil

     |

föstudagur, september 26



     |

Notið kommentakerfið

Notið kommentakerfið og kommentið eins og vindurinn!

Hryllingur

Hann Ingvi Hrafn er einhver leiðinlegasti maður sem ég hef heyrt í (er í sjónvarpinu akkurat núna). Frekar myndi ég horfa á Maður er nefndur" 77 sinnum heldur en að hlusta á IH í korter. Og þá er nú mikið sagt. Lifið heil

     |

Helgin

Veit ekki hvað ég geri um helgina. Langar á Sálina en held að ég fari ekki. Vorum að mana hann Þráinn að halda upp á afmælið sitt á laugardaginn. Við Matta ætlum að gera eitthvað og svo fékk ég sms frá pabba áðan um að það væri frænkupartý hjá mér og mömmu e-s staðar í Reykjavík á lau. Það er alltaf gaman þar. Komum saman mömmu megin í fjölskyldunni, allar dömur alveg frá 18 ára og upp í áttrætt. Þetta ræðst allt saman. Góðar stundir

     |

Vel heppnað

Matarklúbburinn heppnaðist einkar vel og sjávarréttasúpan var bara hið mesta hnossgæti. Ég sá um fiskinn en Sveinsdóttir um allt hitt í sambandi við súpUna. Það kom upp sú tillaga að fær klúbbinn yfir á miðvikudaga svo að fleiri komist, held að það verði samþykkt. Gaman að Linda og Helgi gátu komist. Litla prinzipezzan þeirra hún Guðbjörg Inga var með í för. Fyrsta innfædda Skerjóbarnið. Eftir klúbbinn fórum við á Pravda að kveðja hann Vigni en hann átti flug í morgun klukkan 7! Hann hefur örugglega verið hress í flugvélinni. Er á leiðinni til Go Glass Go eins og Málfræðimaðurinn orðaði það í gær. Þetta var alveg ágætis kvöld. Þráinn og félagi hans hittu okkur þar og voru frekar hressir. Voru búnir að vera í bjór í boði Íslandsbanka. Meðal efnis sem þeir rökræddu var hvort Svíþjóð eða Þýskaland væri stærra að flatarmáli og hvort að hægt væri að skilgreina góðan söng. Hvað hafa þeir sett í bjórinn þarna í bankanum? Fór svo heim um eittleytið. Lifið heil

     |

fimmtudagur, september 25

Fór heim til hjúanna

Fór heim til Hr. Einars og frú Ásdísar foreldra minna í gærkvöldi. Þau voru að koma frá Bení og voru brún og sælleg. Fékk tösku frá þeim og hann Emil karel litli bróðir minn valdi hana. Hún er nú bara alveg ágæt. Fékk líka sokkabuxur. Buðu mér nammi en ég afþakkaði (dugleg Una, klapp á öxlina). Fékk mér reyndar 2 karamellur, en hvað er það á milli vina. Mér finnst mjög róandi að keyra þarna á milli. Sérstaklega i gær þegar ég var á leiðinni aftur í bæinn. Það voru rosaleg norðurljós um 23:00 leytið. Horfði á þau með öðru auganu. Hlustaði á Skonrokk á leiðinni. Assssgoti góð stöð. Smellirnir komu alveg í rUnum og ekki laust við smá nostalgígju: Violent femmes, Pixies og Byssur og Rósir. Lifið heil

     |

La Matarklúbbur byrjar

Jæja, það er að koma vetur. Þurfti að skafa að rúðunum á Rauðu eldingunni í morgun. Matarklúbbur Skerjóliðsins hefur göngu sína aftur í kvöld. Hann verður staðsettur í Hófgerðinu hjá okkur að þessu sinni. Alltaf skemmtilegt að hitta þau. Að matarklúbb loknum er stefnan tekin á Pravda þar sem hann Vignir líffræðingur er með kveðjupartý. Hann er að fara í Doktorinn í Englandi. Man samt ekki hvar. Það verður víst að kveðja drenginn. Góðar stundir

     |

miðvikudagur, september 24

Tilkynningatafla

Ég er ógurlega löt við að blogga núna. Er orðin svolítið eins og tilkynningatafla. Það lagast með tíð og tíma. Lofa að vera duglegri á næstu dögum. það er nú það. Lifið heil

     |

Sandra orðin mamma

Hún Sandra vinkona eignaðist strák þann 22. september. Sá litli er nefnilega frændi minn. Mamma hennar Söndru og afi minn eru systkini. já, já svona er þetta. Sandra og Steinþór, til lukku með Prinzinn. Góðar stundir.

     |

Afmælisbarn dagsins

Hún Sigurrós vinkona mín úr Cityinu er tuttuguogsjöára í dag. Hún býr núna í Danaveldi ásamt unnusta og synir sínum honum Nökkva Rey. Innilega til lukku með daginn Sigurrós mín. Njóttu dagsins. Góðar stundir.

     |

þriðjudagur, september 23

Búðaráp

Lagðist í smá búðaráp í dag. Keypti mér íþróttaföt fyrir um 10.000 kr. Keypti mér buxur, 2 boli og íþróttabrjóstahaldara. Haldarinn var dýrari en allt hitt til samans! Það mætti halda að hann væri úr gulli. En svo er ekki, hann væri ekki nógu praktískur í hoppi held ég. Nú er mér ekkert að vanbúnaði. Er búin að vera hálf löt við að fara í ræktina en nú hef ég enga afsökun lengur. Nema, kannski að mig vantar betri skó. Set það þó ekki fyrir mig. Er til dæmis núna að fara í jóga. Finnst það svo skemmtilegt. Svo er það bara leikfimin á morgun í nýja settinu. Jei. Lifið heil

     |

mánudagur, september 22

Haldið þið að það sé nú!

Það er búið að ráða atvinnu- og jafnréttisfulltrúa fyrir Suðurkjördæmið. Og hvar haldið þið að þessi fulltrúi sé staðsettur? Jú, alveg rétt hjá ykkur. Í Þorlákshöfn City. Byggðastofnun og félagsmálaráðuneytið standa saman að þessu verkefni. Þetta finnst mér þarft verkefni. Góðar stundir

     |

sunnudagur, september 21

Sunnudagur til sælu

Vaknaði við þetta skítaveður. Hringdi í Signýju en hún var ekki heima hjá sér heldur allt annars staðar;) Hringdi nú aðallega til að ítreka það að hún skuldaði okkur Soffíu hamborgara vegna veðmáls sem við gerðum í gær. Signý var hins vegar svo lengi hjá kauða að við ákváðum að bíða ekki eftir henni heldur verða okkkur úti um okkar eigin hamborgara. Sá að mig vantaði einangrun í þessu kalda veðri (ekki lengi að réttlæta hamborgaraátið). Lifið heil

     |

Það var nú aldeilis

Skyndiákvörðun: e-ð er ákveðið með skömmum fyrirvara. Við tókum eina slíka í gær. Ákváðum að bjóða fólki heim í drykk og spjall. Signý, Tóti og Þráinn kíktu til okkar og ég mallaði upp einn drykkjuleik. Assssgoti skemmtilegur. Hló af mér 2 kíló eða svo. Kíktum svo niður í bæ. Stefnan var tekin á ÖlstofUna en þar var margmenni og reykingarmökkur. Héldum þá yfir á Bar 11. Ágætis staður og góð tónlist. Hitti þar Hildi sem var að vinna með mér í félagsmiðstöðinni Sigyn. Gaman að hitta hana. Komin með sítt hár, 2 börn og búin að gifta sig. Geri aðrir betur. Hitti líka kynþokkafyllsta karlmann íslands þar! Vorum dágóða stund á bar 11 en héldum svo á Kaffibarinn. Þar hitti ég Dís eina kennda við Ás. Með henni í för var Dóra frönskuvinkona hennar. Fórum svo að finna fyrir eirðarleysi og fæturnir vildu fara að dansa. Þá var rokið á 22 þar sem meistari Óli Palli þeytti skífum. Braginsky var þar mættur að vanda og tók hann nokkur tjúttspor með oss. Já, alveg rétt. Hitti Stebba Magg sem var með mér í ML. Hann var að koma úr brúðkaupinu hans Kobba og Hrefna kærastan hans var með honum. Þau eru svo fyndin. Drógu okkur út í horn að dansa. Þau voru í banastuði. Eftir að hafa dansað af mér rassinn var haldið heim á leið. Ágætt kvöld alveg. Nema kannski að íslenskir strákar geta stundum verið svo miklir Neanderdalsmenn. Halda þeir virkilega að stelpum finnist það skemmtilegt eða sjarmerandi að það sé klipið í rassinn á þeim? Eða að það sé allt í lagi að rjúka á næstu stelpu og reyna að þukla á brjóstunum á þeim. Ég get alveg leiðrétt þann misskilning strax. OKKUR ÞYKIR ÞAÐ EKKI SJARMERANDI. Yfir og út amen. Góðar stundir. Lenti í þessu í gær og var ekki sátt. Góðar stundir

     |

laugardagur, september 20

Skítaveður

Skítaveður!

     |



Fór í mat til Signýjar Zen í gærkvöldi. Hún eldaði dýrindis máltíð. Allt voða rólegt. það var helst Sveinsdóttir sem var með einhver læti. Enda var hún sú eina sem var með bjór í hendi. Sáum bara og spjölluðum um landsins gagn og nauðsynjar. Fór snemma heim og lagðist upp í sófa með sængina mína, horfði á Málsvara myrkrahöfðingjans og hafði bara nokkuð gaman að. Horfði samt bara með öðru auganu því hitt vildi lokast í sífellu vegna þreytu. Þrjóskaðist þó við og kláraði myndina. Góðar stundir

     |

föstudagur, september 19

Helgi... aftur

Þá er þessi vinnuvika senn liðin. Ekkert er planað um helgina og er það vel. Þá er rúm fyrir afslöppun eða eitthvað óvænt. Báðir kostir góðir. Góðar stundir

     |

fimmtudagur, september 18

Matarboð

Ætla að bjóða Ármanni og Þórhöllu í mat í kvöld. Svo að nú er bara að skella sér í búðina og versla inn. Ekkert takeaway á þessum bæ. Nei nei nei. Lifið heil.

     |

Hann karl faðir minn

...er fyndinn. Hann hringdi í mig í morgun um 8 leytið til að láta mig vita að þau væru við sundlaugina að sóla sig. Held að ég viti hvaðan ég hef púkagenið. Góðar stundir.


Ágætis ræma

Skellti mér í bíósal einn í gær og sá ítalska verkið. Ekki Impregiló þó. Heldur ræmUna "The Italian Job". Bjóst ekki við neinu af henni en hún var ljómandi alveg. Mark Wahlberg er líka svona assssgoti kynþokkafullur. Röddin hans fær mig til að kikna í hnjánum. Uss uss uss. Góðar stundir.

     |

miðvikudagur, september 17

Hjúin í Útlöndum

Herra Einar og frú Ásdís foreldrar mínir fóru til Benidorm í morgun ásamt honum Emil Karel litla bróður mínum. Voru að senda mér sms og þar stóð: ,,erum komin til Benidorm. 30 stiga hiti. Fórum á Burger king að borða" Pabbi er svo fyndinn með þennan síma sinn. Ég held að honum finnist gaman að senda sms. Hann er eins og unglingarnir, en hann er reyndar ekki fljótur að skrifa. Getur tekið 10 mín að skrifa eitt slíkt. Mamma hatar síma og kemur helst ekki nálægt slíkum tólum. Góðar stundir.

     |

Maður sem gaman var að hlusta á

Horfði á Kastljósið á mánudaginn og þar var bandarískur hagfræðingur að nafni Jeffrey D Sachs. Hann kom vel fyrir sig orði og ég var honum mjög sammála um stefnu Bandaríkjanna og hvernig taka á, á vandamálum 3ja heimsins. Gaman að heyra í honum. Hann var nýlega gerður að sérlegum ráðgjafa Kofi Annan. Vona að hann nái að fylgja stefnumálum sínum eftir. Góðar stundir

     |

Ömmuhittingur

Fór í gær eftir vinnu að hitta Ömmurnar. En Ömmufélagið stofnuðum víð í ML. Hittumst heima hjá Skrattheu Skorrdal. Tilefnið var að það hún Sveinsdóttir, Guðrún er á landinu. Hún er það venjulega ekki. Er að læra almannatengsl í Austurríki, Salzburg nánar tiltekið. Það var gaman að hitta hana aftur og hún hefur ekkert breyst. Er enn sama skvettan;) Vorum sem sagt heima hjá Möttu og þar voru ófáar sögurnar rifjaðar upp. Eins og þegar ég var í matsalnum og var næstum búin að bana Böðvari með gúrkum. Sagan er þannig að ég var með gúrkur á disknum mínum og settist við borð eitt. Þegar ég ætlaði að fara að setja gúrkurnar á brauðið mitt þá uppgötva ég að þær eru horfnar. Segi við stelpurnar að þetta sé eitthvað skrítið. Í því lít ég upp og sé að Böðvar tekst á loft og hrynur á hausinn. Ég öskraði náttúrulega úr hlátri og stelpurnar skilja ekkert í þessu. Eftir nokkra stund, þegar Böðvar er að staulast á lappir, næ ég að segja: ,,ég held að ég sé búin að finna gúrkurnar mínar". Þá hafði ég sem sagt misst þær af disknum mínum og Böðvar rann á þeim og flaug á hausinn! Hef sjaldan hlegið eins mikið. Smá útúrdúr. Eftir sögustund með Janusi þá var stefnan tekin á Hornið þar sem við snæddum. Frábært að hitta Ömmurnar mínar. Lifið heil

     |

mánudagur, september 15

Gleym mér ei

Mér er stundum ekki viðbjargandi. Var í 10 mín í morgun að pakka niður í tösku svo að ég gæti farið beint í leikfimi úr vinnunni. Gleymdi henni svo við útidyrahurðina. Sei sei. Nú þarf ég að brUna heim og ná í hana. Vonandi næ ég tímanum. Mér er stundum ekki viðbjargandi. Góðar stundir

     |

Restin af helginni

Var eitthvað ryðguð á lau. Við Sveinsdóttir ákváðum að skella okkur í baðhúsið í ljós og svo í pottinn. Himneskt alveg. Kom svo heim og svaf. Var eitthvað þreytt eftir atburði næturinnar. Var svo bara eins og slytti allan daginn. Komst ekki einu sinni í kveðjupartýið til Lilju Drafnar. Uss uss uss. Ég verð bara að fara að faðma hana áður en hún heldur út í hinn stóra heim. Fór svo heim í Cityið á sun. Alltaf gott að fara heim til frú Ásdísar og herra Einars. Þau eru alveg yndisleg. Lifið heil

     |

Föstudagsferð

Þetta var nú bara alveg ágætis helgi. Kokteilboðið var þrælskemmtilegt alveg. Óli G og Siggi Olsen voru með stemningUna alveg á hreinu. Voru búnir að setja bar inn í salinn,voru í strandaoutfitti og búnir að mála sig brúna í framan. Markmið haustsins voru nefnilega sett og ef þau nást, sem ég hef alla trú á, þá erum við á leiðinni til Kanarí 3-10 janúar í boði fyrirtækisins. Ekki slæmt það. Eftir kokteilinn var ferðinni haldið til Stokkseyrar að borða humar. Margir brandarar flugu á leiðinni og voru Jón, Leon og Svanberg þar í aðalhlutverki. Rífandi stemning var og fjöldasöngvarnir voru ekki látnir eiga sig. Olaf sá svo um. Eftir mat og mikið hvítvín var haldið á Players. Skemmti mér alla vega alveg konunglega. Góðar stundir

     |

föstudagur, september 12

Potter prófið

Tók Harry Potter próf og ég er: OLIVER WOOD
Sem Oliver Wood, ertu með svipaðan persónuleika og Harrý Potter. Þú ert hugrakkur, með meðalgreind og velskipulagður stjórnandi. Samt er stigs munur á ykkur. Hæfileikar þínir eru aðeins minni en hins vegar ertu ekki haldinn sömu rörsýni á tilveruna, og þaraf leiðandi gerir þú gleggri greinarmun á réttu og röngu. Kímni þín laðar að sér fólk. (Oliver Wood er fyrirliði Quiddich liðs Potters, fyrir þá sem ekki vita!)

     |

Fame

Nei, nú eru AFM strákarnir alveg að tapa sér í gleðinni (AFM er fyrirtækið sem ég vinn hjá en er ekki skammstöfun fyrir algjörir fm hnakkar, alls ekki) Eru farnir að spila Fame lagið. Eru að undirbúa kvöldið. Djöfull sem ég held að það verði gaman. Jei. Lifið heil.

     |

Mannfræðiferð

Fór í hádeginu í KringlUna til snæðings. Fór ásamt henni Ágústu að hitta Siggu Mæju því að Ágústa er að fara út. Síðasti séns að hitta fólk. Þetta reyndist mannfræðiferð hin meiri. Ég var voðalega mikið að spá í fólkinu í kringum mig. Sá alla Verzló krakkana hreina og strokna. Sá mjög mörg fórnarlömb tískunnar. Sorglegt alveg. Ég var stundum ekki alveg í takt við samræðurnar þeirra stallna vegna þess að ég var með hugann við flóru fólks á staðnum. Ég, stjórnmálafræðingurinn var meira að athuga með fólkið en mannfræðingarnir (þær eru báðar mannfræðingar). Þær eru kannski búnar að stúdera þetta allt en þetta var alveg nýr heimur fyrir mig. Eftir snæðinginn fórum við aðeins í Bónus. Þar var stúlka að afgreiða okkur og hún var með barmmerki sem á stóð ,,ég hata vinnu". Góð skilaboð fyrir viðskiptavinina. Ef ég væri verslunarstjóri þarna þá mundi ég vinsamlegast biðja hana um að fjarlægja þetta merki eða að fjarlægja rassinn af stólnum til frambúðar. Var að koma í vinnUna aftur og það er svakalegt fjör hérna. Steinþór tölvukarl var að setja einhvers konar heimabíó kerfi upp (reyndar aðeins stærra) og strákarnir eru að testa græjurnar. Þeir verða þó að fara að lækka í þessu því að það er kaupsamningur hér klukkan hálf tvö. Er ekki viss um að þeir nenni að hlusta á græjurnar þandar akkurat á meðan. Þeir eru komnir í stuð karlarnir enda er Kokteill á eftir og svo út að borða. Svei mér þá ef brúnin er ekki farin að léttast aðeins. Eða orðin hress, eins og Ingvar mundi spyrja mig að. Já, eitt í viðbót. Ég titlaði Ágústu sem R&B drottningu ársins þegar ég veitti Bakkusarverðlaunin. En gott ef að ég nappaði hana ekki áðan við að syngja Rokk! Hún hefur orðið fyrir áhrifum af Hófgerðinu. Það er nefnilega bara spilað góð tónlist á því heimili. Hún viðurkenndi það sjálf að hún hefði orðið fyrir áhrifum. Gott að maður lætur gott af sér leiða. Góðar stundir.

Nærbuxurnar orðnar hvítar aftur

Jahá, haldiði ekki að ég hafi náð litnum úr buxum kenndum við nær. Setti þær í klór og svo í suðuvél. Þeir sem voru að hafa áhyggjur af þessu geta hætt því. Þær eru heilar á höldnu. Haldiði að það sé nú. Lifið heil

     |

fimmtudagur, september 11

Jahá

Það er skemmtileg helgi framundan. Á laugardaginn fer ég í kveðjupartý til hennar Lilju Drafnar. En hún er að fara til London að læra fatahönnun. Það var hún sem hannaði kápUna mína og útskriftarpilsið mitt. Á morgun er ég hins vegar að fara í kokteilboð hjá vinnunni og þar verða markmið vetrarins kynnt. Síðan er ætlunin að fara til Sokkseyrarbakka á Við Fjöruborðið að borða. Allt í boði fyrirtækisins. Ekki slæmt! Það er mikið af skemmtilegu fólki að vinna með mér. Sölustjórinn er fyndinn karl. Um daginn var ég eitthvað að þvælast inn á skrifstofUna hans og þá var hann í óða önn við að æfa golfsveifluna... með golfkylfu. Hann glotti þegar ég kom inn á skrifstofuna og sagði ,,Una, ekki orð". Hann kom líka til mín áðan, glotti, og spurði mig hvað í andsk... ég væri að fara að gera niður í Iðnó í kvöld. Ég kom alveg af fjöllum og spurði hvað hann væri eiginlega að meina. Hann sagði þá að hann hefði verið úti að borða í Iðnó hádeginu og að þá hefði einhver Una pantað borð þar í kvöld. Hannn ætlaði sko aldeilis að nappa mig á stefnumóti eða eitthvað slíkt. Ég tilkynnti honum að ég væri alls ekki að fara út að borða í kvöld og byggist við að það væru fleiri Unur í umferð en ég. Góðar stundir.

Þvottavesen

Ég skellti í þvottavél í gær. En það vildi ekki betur til en svo að ég litaði flest allar hvítu nærbuxurnar mínar anskotans...helvítis...djöfull.... Nú liggja þær í klór og eigandinn vonast til að þetta lagist við það. Lifið heil

     |

miðvikudagur, september 10

Haldið þið að það sé nú!

Hún Soffía skvís var að hjálpa mér við að setja kommenta kerfi og tengla inn á síðUna. Ég setti teljarann inn sjálf en Soffía var búin að sýna mér hvernig þetta er gert. Hún er nú svolítið klár á tölvurnar stelpan! Jei, nú getur fólk farið að kommenta eins og vindurinn. Góðar stundir

     |

þriðjudagur, september 9

Heimsókn og bílasala

Hún Arna kom í heimsókn til okkar í gær. Hún er búin að vera á interail ferð um Austur Evrópu, ásamt Dóra kærasta sínum, í 6 vikur og var að koma heim á laugardaginn. Hún kom með nammi handa okkur og bjór sem er í kampavínsflöskuflösku. Hef aldrei séð svoleiðis áður. Ég er ekki ennþá búin að borða neitt af namminu, nema tyggjóið. Vildi ekki eyðileggja árangur ræktarinnar. Dugleg stúlka hún ég (klapp á öxlina). Við erum líka búnar að eignast gæludýr, en það er hún Ágústa. Hún er að fara í Mastersnám til Manchester eftir viku en er búin að segja íbúðinni sinni upp. Þannig að hún býr hjá okkur núna. Því fleiri því betra. Afskaplega notalegt að hafa hana hjá okkur. Hún var að selja bílinn sinn í gær og hún er því hálf handalaus að henni finnst. Er alveg upp á mig komin með far, gott að hafa svona mikið vald;) Nú og helst var í fréttum í gær að Soffía bakaði köku. Hún þurfti endilega að hafa sultu í kökunni en ég er svo mikill gikkur að ég borða ekki sultu. Hún sleppti þá að setja sultu á smá bút. Heppin ég. Góðar stundir.

     |

Afmælisbarn dagsins

Hún Vigdís María á afmæli í dag. Hún er kvartfjórðungsaldargömul+eitt ár. Til lukku Vigdís. Vona að þú sért búin að jafna þig.

     |

Drew er dáinn!


Fór í ræktina í gær, sem er ekki í frásögur færandi, nema bara það að ég var á hlaupabrettinu og sá Granna í fyrsta skipti í 4 mánuði. Ég var þarna bara í sakleysi mínu og þá allt í einu skella þeir því á mig að Drew sé dáinn. Þetta er mikið alvöru mál! Ég hélt að ég myndi detta af brettinu, svo mikið brá mér. Uss uss uss. Það hefur greinilega sína kosti að vera ekki með stöð 2. Ef að ég hefði ekki aulast í ræktina þá hefði ég ekki vitað að Drew væri farinn að hitta Lykla Pétur og þá væri allt í lagi. Lifið heil

     |

mánudagur, september 8

Los Helgos

Fór í Cityið eftir vinnu í afmælið hans Ármanns. Mamma var búin að gera fullt af kökum og gúmmilaði. Hann hóaði í nokkra vini sína og úr varð ágætis veisla. Hann fékk nokkuð fyndna gjöf frá vinum sínum: berjatínu, vöffludeig og vöfflujárn. Eru greinilega að hvetja hann til að vera duglegri í eldhúsinu. Slappaði svo bara af á föstudaginn. Á laugardaginn var enn meiri afslöppun. Las Hillary bókina mína sem ég keypti mér um daginn. Ágætis bók alveg. (Þórhildur, ég skal gefa þér útdrátt eftir hvern kafla) Horfði svo á landsleikinn. Þurfti reyndar að lita hárið á Sirrýju, yngstu móður systur minni í leiðinni. Það er alveg kostulegt að horfa á eitthvað svona spennandi með fjölskyldunni. Við vorum heima fjölskyldan, nema Ármann því hann var á leiknum. Svo var náttúrulega Sirrý frænka, Pétur sonur hennar og svo kom Emma elsta móður systir mín í hálfleik. Við horfðum sem sagt á leikinn og þær lifðu sig svo inn í þetta (ég var kannski ekkert skárri!) Pétur var reyndar ekki sáttur því að í miðjum leik tók Sirrý eftir því að það var farið að rigna og sendi hann heim til að taka inn af snúrunni (hann er að komast á gelgjUna, er 13 ára) En þau eiga heima 2 húsum frá okkur. Sirrý gat ekki farið því að hún var með lit í hárinu og það var því ekki gáfulegt að hún færi út í rigningUna. Að spennandi leik loknum litaði ég augabrýrnar og augnhárin á Emmu. Alltaf snyrtistofa í Básahrauninu þegar ég kem heim. Ætlaði ekki að gera neitt um kvöldið en svo var Vigdís búin að bjóða mér í afmæli til sín og Ágústa var með kveðjupartý þannig að ég drattaðist í bæinn. Heldur seint reyndar en fór þó eftir að ég fékk indælt sms frá Signýju: ,,Tussastu í bæinn elskan mín". Það hafði áhrif. Fór heim í sturtu og svo í kveðjupartýið. Þar var eitthvað af fólki: Signý, Ágústa, Soffía ,,rass með eyru", út-Valdi, Steini, Sædís, Ríkey, Indí og svo Heiða og vinkonur hennar. Fórum svo niður í bæ. Ágústa + 6 var á gestalista á Mojitos og Prövdu þannig að við stefndum þangað. Fórum á Prövdu. Þar var ekki alveg nógu gaman. Svona staði er ég ekki alveg að gútera. Fólk er eitthvað svo hengt upp á þráð. Það má náttúrulega ekki vera krumpa neins staðar þá fær fólk sjokk! Vorum þar í smá stund en fórum svo á Kaffibarinn. Þar hittum við Braga, Gogga og einhvern vin hans frá Ítalíu. þangað komu svo Skratthea, Ásdís, Vigdís og Þórður Freyr. Næsti viðkomustaður var Ölstofan en Héðinn var einmitt að byrja að vinna þar. Það var fínt að vera. Hittum fullt af skemmtilegu fólki: Þóri, Viktor, Davíð, Jöra, Óla, Arndísi, Dóru og Pésa og fleiri og fleiri. Við Vigdís prufuðum barinn aðeins en ekkert að ráði. Hún þurfti svo að fara heim vegna þess að hún var orðin veik. Ætlaði að gefa mér bjórinn sinn en þá vildi svo illa til að hún hellti honum niður... og á hvíta kjólinn minn. Ég hef 2x farið út í honum með Vigdísi og hún hefur í bæði skiptin hellt niður á hann. Hellti rauðvíni á hann í brúðkaupinu hjá Heiðu og Titti. Vigdís mín, er þér nokkuð illa við hann:) Græddi samt á þessu því að Þórður Freyr gaf mér kaptein morgan í kók. Vorum á Ölstofunni til lokunar. Við Steini röltum okkur þá út. Hitti Lilju Dröfn og vini hennar á leiðinni heim. Fór með þeim á Devitos en þar keyptu þeir pizzu handa okkur. Einn þeirra heitir Herbert Guðmundsson. Hann var alveg sáttur þegar ég sagði Herbert Guð en þegar ég bætti Munds við þá var það ekki alveg eins flott! Sunnudagurinn fór svo að mestu í hangs. Valdi náði í okkur og við fórum til Signýjar þar sem bílarnir okkar voru. Svo lá leiðin á stælinn og svo í bíó. Góður dagur. Góðar stundir.

     |

Afmælisbarn dagsins

Afmælisbarn dagsins er hún Hildur Kristín Sveinsdóttir hin ólétta. Hún er kvartfjórðugnsaldargömul+eitt ár. Ekki amalegt það. Til lukku Hildur mín!

     |

föstudagur, september 5

Afmælisbarn dagsins

Afmælisbarn dagsins er hann Ármann bróðir minn. Hann er 21 árs í dag. Hann Ármann er viðskiptafræðinemi og býr í Garðabænum með Þórhöllu kærustunni sinni. Afi kallar hana Þórhildi. Til lukku með daginn Ármann minn.

Luv, Una

     |

Friday

Mikið er tíminn fljótur að líða. Það er alltaf föstudagur! Fór í saumaklúbb í gær. Alltaf gaman að hitta stelpurnar. Töluðum um allt á milli himins og jarðar. Þar á meðal var ólétta. Hildur er ólétt og mér finnst skemmtilegt að heyra hormónasögur. Hún var að horfa á Paul Mcartney tónleika um daginn. Hann tileinkaði eitt lag John Lennon. Henni fannst það svo sorglegt að hún grét alla tónleikana og þeir voru í einn og hálfan tíma. Júlía sagði okkur líka eina sögu af því þegar hún var ólétt. Hún missti sig aldrei á allri meðgöngunni. Nema einu sinni. Þá hafði Torfi klárað eitt Lindubuff sem var til heima hjá þeim. Hún hafði hlakkað til allan daginn að borða það og þegar hún kom heim úr vinnunni þá var hann búinn að klára það. Hún fór á nett hormónaflipp og grenjaði í klukkutíma. Torfi sagðist nú bara fara og kaupa annað handa henni. Hún var ekki á því, því að það væri ekki sama Lindubuffið og hún hafði hlakkað til að borða! Þetta var í eina skiptið sem hún missti sig. Hún fór meira að segja á Titanic og vöknaði ekki um augun þegar Leo dó. Ég vatnaði músum og ekki var ég ólétt. Planið fyrir helgina er að fara í afmæli til Ármanns bróðurs í kvöld. Hann ætlar að halda það í City-inu. Náði að redda gjöfinni hans í gær eftir töluverða fyrirhöfn, s.s. símtal til London. Restin af helginni er óráðin. Er að reyna að spara en það gengur ekkert alltof vel. Kannksi skelli ég mér í bíó eða að ég fer í Partý sem Zen var að spá í að halda. kemur í ljós. Góðar stundir.

     |

fimmtudagur, september 4

Alltaf nóg að gera

Er að fara í saumaklúbb í kvöld. Það eru alltaf miklar kræsingar á borðum þá. Hildur er með klúbbinn í kvöld og hún er húsmóðir mikil. Verður líklega síðasti klúbburinn í íbúðinni þeirra því að við á fasteignasölunni seldum hana ekki alls fyrir löngu. Eiga reyndar eftir að skrifa undir kaupsamninginn en þetta er allt á réttri leið. Er núna að reyna að redda afmælisgjöfinni fyrir hann Ármann bróður minn. Hann á afmæli á morgun við erum búin að gera hann þvílíkt forvitinn... gaman að því. Góðar stundir

     |

Snæðingurinn

Fór og sótti Maríönnu heim til Lindu eftir vinnu. Stopp. Náðum svo í Signýju Zen í vinnUna og fórum í Hófgerðið. Stopp. þar var Ágústa. Stopp.Fórum svo á Hornið. Stopp. Vorum tíu úr Skerjóhópnum. Stopp. Borðuðum góðan mat og kjöftuðum. Stopp. Fórum svo á Thorvaldsen. Stopp. Var næstum dottin þegar ég kom inn. Stopp. Signý braut næstum borð. Stopp. Gaman að hitta alla aftur. Stopp. Góðar stundir. Stopp.

     |

miðvikudagur, september 3

Snæðingur

Er að fara út að borða með Skerjóhópnum í kvöld á Horninu. Tilefnið er koma Maríönnu Hansen hinnar óléttu frá Ísafirði. Hún er að fara til UK í viku og stoppar einn dag hér í höfuðborginni. Munum örugglega ekkert hitta hana áður en hún og Hrafn eignast erfingja. Lifið heil.

     |

Breskir bíódagar

Fór í bíó í gær á Sweet Sixteen. Mögnuð mynd sem fékk mig til að hugsa. Fór að velta fyrir mér hvað erfiðar aðstæður geta fengið mann til að gera. Aðalleikarinn, ungur strákur, var magnaður í hlutverkinu. Ætla að reyna að fara á nokkrar myndir á meðan á þessari hátíð stendur. Langar að sjá Pure. Hitti fullt af fólki sem ég kannaðist við í bíó. Var greinilega ekki ein um þá hugmynd að skella mér í bíó. Hitti Naysuu. Langt síðan ég hef hitt hana. Ætlaði varla að þekkja hana. Hún er að fara að læra í London þannig að ég hitti hana varla mikið á næstunni. Hér er lýsing á Sweet Sixteen:

Liam is a young, restless teen struggling to realize his dream in the gritty and dismal streets of Glasgow, where unemployment is rampant and little hope is available to the city's youth. He is waiting for the release of his mother, Jean, from prison where she is completing a prison term for a crime that her boyfriend actually committed. Her boyfriend, Stan, is a crude and obnoxious drug pusher is partnered by Liam's equally rough and foul-mouthed, mean-spirited grandfather. Liam is determined to rescue his mother from both of them, which means creating a safe haven beyond their reach. But first he's got to raise the cash--no small feat for a young man It's not long before Liam and his pals' crazy schemes lead them into all sorts of trouble. Finding himself dangerously out of his depth, Liam knows he should walk away. Only this time, he just can't let go.

Góðar stundir

     |

mánudagur, september 1

Gleði gleði gleði

Föstudagurinn

Fór og hitti Möttu og Þórhildi á Shalimar eða eitthvað álíka. Fengum okkur að borða og kjöftuðum. Helga vinkona var á stefnumóti og Þórhildi langaði mikið að sjá hann. Þau sátu á Thorvaldsen þannig að við röltum þar við. Kannski ekki alveg nógu góð hugmynd. Þóhildur settist við eitt borðið og starði á borðið þar sem Helga og herra sátu. Hún skipaði okkur að setjast niður og við gerðum það. Við sátum sem sagt inni á Thorvaldsen, með enga drykki og ekki neitt, til að reyna að sjá hvernig herrann liti út. Allt í einu horfa Helga og herra á okkur. Skratthea strunsaði á barinn og Þórrhildur skutlaði sérr niður fyrir aftan borðið. Ég sat þarna eins og illa gerður hlutur en ákvað að fara að heilsa þeim, enda sagði Helga að ég hefði komið best út úr þessum hildarleik. Aldrei að láta Þórhildi stinga upp á einhverju, það fer bara illa. Eftir þessa vandræðalegu reynslu ákváðum við að fara í keilu. Náðum í Arndí­si og sem leið liggur upp í Öskjuhlíð. Það var fullt af fólki í­ keilu og mikil stemning. Til að gera langa sögu stutta þá vann ég keilUna, fékk gullið sem sagt en Þórhildur varð í öðru sæti. Hún var lang síðust fyrir síðstu umferðina en fékk 2 fellur þá og húrraði upp listann. Skratthea var ekki ánægð. Hefndi sín þó og vann Þórhildi í þythokkí­. Ákváðum svo að fara á kaffihús. Röltum á ÖlstofUna, Sólon og Hverfisbarinn. Var orðin frekar þreytt þannig að ég keyrði heim um 1:30.


Laugardagurinn

Vaknaði frekar seint og dreif mig í ljós, enda hefur fölari manneskja varla litið dagsins ljós í langan tí­ma. Hitti svo stelpurnar og fór svo heim að gera mig klára fyrir átök kvöldsins. Var mætt heim til Skrattheu um 18:30. Vorum flestar mættar á réttum tíma. Við borðuðum góðan mat og kjöftuðum. Enda er orðið langt síðan við menntaskólaskutlurnar höfum hist. Við erum í félagi sem heitir ,,Ömmurnar". Við reynum að hittast nokkrum sinnum á ári. Eftir matinn var svo kominn tími á drykkjukeiki. Fór með þær í­ Roxanne leikinn sem Gísli kenndi mér. Assgoti skemmtilegt og kemur fólki í gí­rinn. Partýspilið var svo næst á dagskrá. Dagný g Ãsdí­s skíttöpuðu en Matta og Heiða báru sigur úr bý­tum. Nokkrir strákar úr ML eru með félag sem þeir kalla ,,Klí­kuna". Þeir hittast alltaf einu sinni á ári og kalla daginn ,í­slenskt dagsverk". Þá hittast þeir klukkan átta um morguninn og svo er dagskrá alveg allan daginn sem endar með almennri drykkju. Þeir keppa lí­ka alltaf í­ einhverri grein og sá sem vinnur fær bikar. Núna var keppt í Yatsi­ og Pálmi vann (ekki Sigtryggur!) Þeir kí­ktu til okkar en þeir voru með partý hjá Don Gumma sem býr í­ næstu blokk við Möttu. Við fórum svo í­ partý til þeirra og vorum þar til hálf þrjú um nóttina. Þá fannst okkur tími til kominn að fara niður í­ bæ. Ætluðum á ÖlstofUna að hitta Óla og co. Þegar við komum að Ölstofunni hittum við Davíð og Viktor. Þeir eru mjög skemmtilegir karakterar. Við stóðum örugglega í klukkutí­ma fyrir utan staðinn og kjöftuðum við þá. Fékk næstum harðsperrur í magann, ég hló svo mikið. Rifjuðum upp sögUna af því ­ þegar þeir sungu í parttýi heima hjá mér, Þóri og Dagnýju. Þeir eru í­ Brooklyn Five og voru að syngja inni í­ vaskahúsi hjá okkur. Konan í­ næstu íbúð var ekki alveg jafn ánægð og við og hringdi á löggUna. Það þurfti að rýma partýið og allir niður í bæ. Þeir sungu ,,sjáumst aftur" fyrir okkur þarna fyrir utan ÖstofUna. Voru alveg hreint yndislegir. Eftir mikinn hlátur fórum við inn og hittum Óla, Ottó Frey og Hauk Agnars. Sátum þar, þar til Ölstofan lokaði. Ákváðum að fara á 22, dró Steina með. Hann var ekki alveg á því að fara en náði að plata hann með. Hann á örugglega eftir að þakka mér fyrir því að hann hözzlaði dömu eina sem við þekkjum. Er það ekki Steini? Hitti margt gott fólk á 22. Hitti Signýju, Fríðu, Auði, Braga, Lindu Dögg og fleiri og fleiri. Dansaði gömlu dansana við Braga og held að ég hafi jafnvegl breikað smá á dansgólfinu. Var orðin nokkuð þreytt þegar ég kom heim. Þetta var alveg frábært kvöld!

Sunnudagurinn

Vaknaði um 12 leytið og fór til Möttu. þar voru Ásdís og Hildur lí­ka. Hildur færði okkur þær fréttir að hún og Gummi ættu von á erfingja. Til lukku með það bæði tvö! Hildur ætlaði að hitta okkur á laugardagskvöldið en var í brúðkaupi. Lágum eins og slytti allan sunnudaginn og horfðum á frjálsar íþróttir í­ sjónvarpinu. Bökuðum Betty og höfðum það gott. Nema kannski Matta því hún var nokkuð mikið þunnildi. Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com