föstudagur, febrúar 27

Bad hair day

Átti einhvern slæman hair day í gær, svo maður sletti nú aðeins. Ákvað að hringja í Hlédísi og pantar mér eitt stykki tíma í klippingu eftir vinnu í gær. Var í 3 tíma í klippingu og dúlleríi. Hlédís er snilli, vinnur á Space í Kópavogi. Veit fátt betra en að fara í klippingu og láta nudda á mér hársvörðinn... Skundaði svo til Bubbu ömmu því að Laufey frænka er á landinu. Býr í Lúx. Þegar ég kom voru Freydís, Laufey og amma límdar við kassan því að Gettu betur var í hámarki. Á nefnilega frænda í MR liðinu, erum systkinabörn. Ég var næstum látin sverja mig úr ættinni því að ég hélt með MH í stað MR. Ármann og Þórhalla slógust svo í hópinn. Fínt kvöld. Mér fannst svolítið fyndið að mæta í vinnUna í morgun. Ég breytti aðeins um stíl í sambandi við hárið og ég hef fengið ótrúlegustu komment og þá sérstaklega frá karlmönnum fyrirtækisins. Frasar á borð við ,,ertu búin að gera eitthvað við hárið á þér" ,,af hverju ertu ekki löngu búin að gera þetta" og ,,flott þegar það er notað svona, hvað heitir þetta aftur, já einhvers konar járn". Gaman að þeir taki eftir þegar maður breytir til. Meira að segja framkvæmdastjórinn kommentaði á þetta. Sagði: ,,ertu búin að breyta þessu hári þínu eitthvað". Var ægilega lukkulegur með að hafa tekið eftir þessu. Sagðist vera betri en vinur sinn sem tæki ekki einu sinni eftir því þegar konan hans breytt á sér hárinu. Ja, nema þá á Vísa kortinu. Um helgina ætlar Signý Zen að halda afmælispartý fyrir afmælisbarnið mig. Gaman að því. Á laugardaginnn verður sem sagt banana stuð og Bananarama verður á fóninum...eða ekki. Góða helgi og lifið heil.

     |

fimmtudagur, febrúar 26

Gærdagurinn

var alveg hreint stórgóður. Vinnufélagar mínir kölluðu á mig um þrjúleytið og voru búin að dúkka upp borð með kökum. Ægilega sætt af þeim. Ég varð allt í einu mjög húsmóðurleg seinnipartinn og setti í brauðrétti til að bjóða gestum og gangandi upp á um kvöldið. Heppnaðist bara ágætlega. Nokkrir komu í heimsókn að samfagna mér á þessum tímamótum. Gaman að því. Góðar stundir

     |

Afmælisbörn dagsins

eru bara nokkuð mörg skal ég segja þér. Ekki færri en 6 talsins. Hér eru þau í stafrófsröð:

Auður Karen verður kvartfjórðungsaldargömul+eitt ár. Auður er hjúkka og blakkona frá Akureyri. Til lukku með daginn Auður mín.

Fríða Fróðadóttir er 26 ára + 36 mánuðir. Fríða er viðskiptafræðingur sem vinnur hjá Landsteinum. Til lukku með daginn Fríða mín.

Jóhanna er kvartfjórðungsaldargömul+tvö ár. Jóhanna er nemi við Háskólann í Reykjavík og vann með mér í félagsmiðstöðinni Sigyn. Til lukku með daginn Jóga.

Michael Bolton á afmæli í dag. Mér skilst að hann sé strögglandi tónlistarmaður. Til lukku með daginn Mikki.

Reynir er þrítugur í dag. Reynir er að vinna með mér og er tryggingaráðgjafi. Til lukku með daginn Reynir

Torfi Pálsson er 24ra ára + 36 mánaða í dag. Torfi var með mér í ML og hann er íþróttakennari. Til lukku með daginn Torfi

Lifið heil

     |

miðvikudagur, febrúar 25

Afmælisbarn dagsins

er hún ég. Já, ég er 24ra ára í dag + 36 mánaða. Þeir sem vilja kíkja í gos og vatn í kvöld eru velkomnir. Góðar stundir

     |

mánudagur, febrúar 23

Helgin

var hin besta. Hittumst heima hjá Signýju í tilefni þess að Mæja og snúlli litli voru í kaupstaðarferð. Sátum og spjölluðum frameftir. Var svo skriðin upp í rúm um eitt leytið. Fínt kvöld. Á laugardaginn vaknaði Úngfrúin eldhress og rauk út í efnabúð til að kaupa efni í eins og eina tösku og eitt pils. Er búin að vera með ákveðna tösku í huganum í svolítinn tíma. Er búin að leita að henni út um allt en ekki fundið. Þannig að ég saumaði mér bara eitt stykki. Kom bara ágætlega út. Fyrst ég var að taka saumavélina fram þá saumaði ég eitt pils í leiðinni. Fór svo í Brunch til Lindu og Helga um 13.00 leytið. Smá breyting á Skerjómatarklúbbnum, en skemmtileg breyting. Linda og Helgi eru höfðingjar heim að sækja. Prinzipezza Guðbjörg Inga og Prinzinn Snúlli spiluðu stórt hlutverk í hádegisboðinu. Guðbjörg Inga er 16 mánaða og sérlega skemmtilegt barn, enda sækir hún til mín þegar ég kem í heimsókn. Ánægð með það. Á laugardagskvöldið fór ég ásamt Skrattheu Skorrdal á Sólon að hitta Þórhildi en hún ætlar að vera á landinu í tæpa viku núna. En hún býr í Bretlandi eins og er. Er kannski að fara að flytja til Ástralíu á næsta ári. Sátum þar og kjöftuðum í einhvern tíma. Löbbuðum svo með henni um bæinn en keyrði þær svo heim um 2. Fínt kvöld. Á sunnudaginn fór ég í Citýið að hitta foreldra, systkini og önnur ættmenni. Frú Ásdís gaf okkur bollur og ég fékk afmæliskökUna mína fyrirfram. Brunaði svo í bæinn um 20:00 leytið og hitti Mæju og co á kaffihúsi. Gaman að því. sem sagt hin besta helgi. Góðar stundir

     |

föstudagur, febrúar 20

Fatasláin

mín hrundi í nótt. Skil ekki í þessu. Ég á ekki svona mikið af fötum. Heyrði einhverja skruðninga, leit aðeins upp en sneri mér svo á hina hliðina og sofnaði aftur. Ekki mikið að velta þessu fyrir mér. Fæ ekki magasár út af einni slá. Spurning um að fjárfesta í nýrri slíkri. Lifið heil

     |Maríanna og Hrafn komust loks til Reykjavíkurinnar í gær. Voru veðurteppt í 2 daga á Ísafirði. Við Sveinsdóttir og Signý kíktum því á litla prinzinn í gærkvöldi. Þvílík rúsína. Amman fékk svo að passa á meðan við sáum Hrafn og félaga í KFÍ tapa á móti ÍR í Breiðholtinu. Ekki gaman að því. Keyrðum svo mömmUna heim og við Signý kíktum í Listasafn Reykjavíkur. Get flokkað þennan útgjaldalið undir menningarmál í bókhaldinu, sem ég mun einhvern tíma halda. Stormuðum svo á kaffihús og fengum okkur eins og einn súkkulaði bolla. Góður var hann. Góðar stundir

     |

fimmtudagur, febrúar 19

Lög kennd við fé

Var eitthvað að spuglera í fjármálum mínum um daginn og uppgötvaði að nýtt fjárlaga ,,ár” hefst hjá mér þann fyrsta hvers mánaðar. Fjárlögin mín eru því talsvert frábrugðin fjárlögum þingsins. Þó innkoman sé kannski svipuð… eða ekki. Ég byrja á að athuga hversu digran sjóð ég á inni á bankabókinni og geri svo mínar áætlanir út frá því. Byrja á að borga húsaleigu, skuldbindingar og Vísa. Þá athuga ég aftur hversu magran sjóð ég á eftir og þá er hægt að athuga hvað gert verður í mánuðinum. Hve mörgum spírum get ég eytt í samgöngumál, þ.e.a.s. bílinn minn, hve miklu get ég eytt í menningarmál, víð skilgreining og margt fellur hér til. Hve miklu get ég eytt í félagsmál, einnig víð skilgreinig og margt fellur hér til. Til dæmis hversu mikið ég get styrkt bíóhúsin, kaffihúsin og svo fram eftir götunum. Þá á ég bara eftir að taka tillit til sjávarútvegsmála, iðnaðar-, dóms og kirkjumála, umhverfismála, landbúnaðarmála og heilbrigðismála, svo einhver dæmi séu tekin. Það fer nú ekki mikið í þessi málefni hjá mér. Fer aldrei í sund, en ég flokka sundferðir til sjávarútvegsmála. Veit ekki af hverju. Kannski það hafi eitthvað með vatnið að gera, þó sjórinn sé ekki klórblandaður. Set ekki mikinn pening í dómsmálin heldur. Er ekki mikill rebel og fæ sjaldan sektir. Hrein sakaskrá hér. Ég hef greinilega verið á undan minni samtíð því að ég hef alltaf skorið við nögl í heilbrigðismálum, enda læknahrædd með eindæmum. Kannski blessuð ríkisstjórnin okkar þjáist einnig af þessari fóbíu. Það skyldi þó aldrei vera. Markmið mitt er að halda mér, eða sjóðnum mínum, á núllinu. Stundum fer ég fram úr þeim fjárlagaheimildum sem ég set mér. Þá leita ég eftir aukafjárveitingu, til mín. Fer eftir í hvernig skapi og hversu duttlungafull ég er hvort ég fái fjárveitingUna eður ei. Eina stundina get ég verið fyrirgreiðslupólitíkus og gaukað að mér smá pening en aðra stundina er ég ekki á því að láta hana Unu tæma sjóðinn eða fara yfir um á kortinu. Rígheld í pyngjUna. Þegar ég veiti mér aukafjárveitingu þá er ég greinilega í góðu skapi, eða eyðsluskapi. Kannski er það sama skapið? Það er samt gott að gera ráðið þessu sjálfur. Þegar ég var í háskólanum þá var það undir Völu, bankafulltrúa mínum í citýinu, komið hvernig fjárlagaramminn leit út. En Vala er góð kona og stundum fékk ég aukafjárveitingu. Þá var ég í raun ekki minn eigin fjármálaráðherra. En nú hef ég sem sagt fengið stöðuhækkun og er orðinn minn eigin ráðherra. Ekki slæmt það. Stefnan er sett á að skila hallalausum fjárlögum þessi mánaðamót en held að það takist ekki. Eyddi víst svolítið um jólin og úti á Kanarí. Þarf kannski eins og þrjú fjárlaga ,,ár” til að laga hallann. Þá verða fjárlögin orðin hallalaus og sjóðurinn kannski farinn að skila afgangi. Það skyldi þó aldrei vera. Gott að hafa takmark…Góðar stundir

     |

þriðjudagur, febrúar 17

Ekkert

Hef í raun ekkert að segja. Þannig að það er kannski best að segja ekki neitt. Ætla til dæmis ekki að segja frá því að ég kláraði Ilminn eftir Patrick Suskind fyrir þremur vikum. Stórkostleg bók. En gleymdi einhvern veginn alltaf að skila henni (já, og einni annarri bók) Bölvaði alltaf á leiðinni heim því að þá mundi ég að ég átti að vera búin að skila bókum á bókasafnið fyrir einum mánuði eða svo. Hélt að ég skuldaði á við þriðja heims land en svo var nú ekki. Skuldaði kannski á við Noreg. Ætla heldur ekki að segja frá því að ég skilaði bókunum loksins í gær. Tók bókina Löglegt en siðlaust, sem er um Vilmund Gylfason. Merkilegur maður. Fannst titillinn hæfa anda þjóðfélagsins í dag. Nú, svo ætla ég ekki að segja frá því að Maríanna og Hrafn eru að koma á suðurlandsundirlendið í dag með litla kút. Það verður gaman að hitta litlu fjölskyldUna. Það er víst hittingur í kvöld hjá parti af Kvenfélaginu af því tilefni. Gaman að því. Ætla heldur hreint ekki að segja frá því að mannfræðistúdían Paradise Hotel er í kvöld. Horfi einungis á það vegna mannfræði - og sálfræðiáhuga míns. Nei, frá því verður aldrei sagt. Eins og ég segi. Þá hef ég í raun ekkert að segja. Lifið heil

     |

mánudagur, febrúar 16

Ljómandi

helgi er að baki. Eldaði ægilega góðan mat á föstudagskvöldið því að ég var búin að bjóða fólki í svoleiðis. Var svo ægilega dugleg á laugardaginn. Ægilega nota ég orðið ,,ægilega" mikið. Fór í efnabúð um leið og ég vaknaði og keypti mér efni í pils. Saumaði það saman og henti mér svo í ræktina. Restin af deginum var svo undirlögð af afslappelsi. Á laugardagskvöldið fór ég í kveðjupartý hjá Fanneyju og Jóa. Þau eru að fara til Kína. Eru í flugvélinni í þessum skrifuðu orðum. Skemmtiatriðin voru frábær. Fullt af staðreyndum um Kína var á veggjum hússins og núna veit ég til dæmis að þjóðhátíðardagur Kína er 1. október og að Kína á landamæri að 12 löndum. Þar á meðal Afganistan. Merkilegt. Það sem stóð hins vegar upp úr var leynigesturinn. Í boðskortinu stóð að hann væri væntanlegur um 23:00 leytið. Fanney byrjaði að kynna gestinn með þeim orðum að hann væri fæddur á ári apans, en ár apans er einmitt nýgengið í garð. Gesturinn mundi fara til Kína og ef að allt gengi vel mundi hann verða þeim samferða heim. Tók það svo fram að leynigesturinn væri reyndar ekki fæddur en mundi koma í heiminn í ágúst. Gaman að þessu. Lifið heil

     |

föstudagur, febrúar 13

Skeyti

Fór í afmæli til Eiríks í gærkvöldi. Stopp. Hann bauð upp á kökur, snakk, bjór og freska. Stopp. Mjög gott. Eða reyndar finnst mér bjór vondur. Stopp. Drekk hann ekki. Stopp Freskað var því brúkað í staðinn.Stopp. Að afmæli loknu kíktum við á Grand Rokk á kosningaRöskvUna. Stopp. Kosningarnar fóru ekki alveg nógu vel fyrir okkur. Stopp. En við erum að saxa á Vöku. Stopp. Sem er vel. Stopp. Úrslitin komu um 1:30, það var því þreytt Una sem lagðist á koddann. Stopp. Í kvöld ætla ég að bjóða Zen í mat, kannski taka eins og eina ræmu og slappa af. Stopp. Á morgun er svo kveðjupartý fyrir Fanneyju Kínafara. Stopp. Góðar stundir

     |

fimmtudagur, febrúar 12

Afmælisbörn dagsins

eru þrjú:

Hulda Löve Gunnars er þrítug í dag. Hulda er Stellu aðdáandi númer eitt (ekki Stella got her groove back, heldur Stellu í orlofi) og starfsmaður Portlands í Citýinu. Til lukku með daginn Hulda.

Eiríkur Jónsson er kvartfjórðungsaldargamall + 2 ár í dag. Hann er lögfræðingur og fyrrverandi formaður stúdentaráðs. Til lukku með daginn Eiríkur.

Röskvan á einnig afmæli í dag, er 16 ára í dag. Til lukku með daginn Röskva.

     |

Ég var eins og

stormsveipur í gær. Vaknaði ægilega fersk klukkan 06:20 og dreif mig í ræktina. Fegin að vera byrjuð aftur. Svo var stormað í vinnUna. Eftir vinnu rauk ég heim og tók allt til heima, á reyndar eftir að skúra. Best að gera það þegar ég kem heim í kvöld. Svo setti ég í nokkrar vélar. Reyndar bara eina vél í einu þar sem ég á bara eina þvottavél. Var svo komin upp í rúm með bók um 22:00 leytið. Góðar stundir

     |

miðvikudagur, febrúar 11

Evrópugrautur

Sveinsdóttur áskotnuðust boðsmiðar á frönsku kvikmyndahátíðina og hún bauð mér með. Við sáum L'auberge espagnole, eða evrópugraut upp á hið ástkæra ylhýra. Þetta var fín mynd. Fjallaði um erasmus nema á Spáni. 7 einstaklingar af óliku þjóðerni deila saman einni íbúð. Mæli með þessari. Verst að komast ekki á fleiri myndir á þessari hátíð. Lifið heil

     |

Hugleiðing

Vaknaði óvenjusnemma í morgun. Las fréttablaðið og kíkti með öðru auganu á Ísland í bítið. Fannst fátt merkilegt þar. Svo steig blaðamaður einn fyrir framan sviðsmyndina. Man ekki fyrra nafn hans en síðara nafn hans var Páll og hann ku vera Jónsson. Hann fór að tala um hve mikið hann hefði þroskast frá unglingsárum sínum. Hann talaði um frelsi einstaklingsins og að boð og bönn væru ekki það sem hann æskti. Ég get verið honum sammála um það en lengra náði samþykki mitt á málsflutningi hans ekki. Hann talaði um lögleiðingu fíkniefna. Sagði að það væri eina vitið. Það mundi færa fíkniefnaheiminn upp á yfirborðið. Svo getur vel verið. Ekki ætla ég að dæma um það. En það sem ég tók eftir í málflutningi frjálshyggjupésans var það að hann taldi að það að fangelsa fíkniefnasala og þá sem nást með efni á sér vera tímaskekkju og ekki rétt. Taldi upp rök fyrir því. Byrjaði að taka tilbúið dæmi um uppáhaldssoninn sem leiddist út í slæman félagsskap. Hann mundi byrja í hassinu og fara svo út í harðari efni og afbrot vegna of hás verðlags á fíkniefnum, sem væri tilkomið vegna þess að þau væru ekki lögleg, neyddist hann til að vera burðardýr. Ef hann mundi nást á þessu stigi þá mundi hann væntanlega fá 10 ára fangelsi. En höfuðpaurarnir mundu ekki fá neina refsingu. Hann tók líka annað tilbúið dæmi af stúlku sem átti að vera fyrirmyndar nemandi. Hún leiddist svo út í fíkniefni og fór svo að selja sig til að eiga fyrir fíkniefnum. Fór að blanda foreldrum hennar inn í þetta og fyrsta skóladegi hennar í 6 ára bekk. Ægilega hjartnæmt allt saman. Hann sagði að hún hefði farið í vændið út af of háu verði á fíkniefnum, sem væri tilkomið vegna þess að fíkniefni væru ekki lögleg. Ég spyr, fór hún ekki í vændið vegna þess að hún er fíkill? Er það ekki kjarni málsins, held að hátt verð á fíkniefnum sé ekki aðal hvatinn. Efast líka um að strákurinn hafi farið út í afbrot og verið burðardýr því grammið af hassi kostaði 2.500 í stað 1.500. Hann fór þessa braut af því að hann er fíkill. Ef þessir einstaklingar brjóta af sér þá verða þeir auðvitað að sæta refsingu fyrir það. Þetta er spurning um gjörðir og afleiðingar. Blaðamaðurinn hamraði á frelsi einstaklingsins og ábyrgð hans á sjálfum sér í annarri hvorri setningu en í hinni sagði hann að það mætti ekki fangelsa þessa einstaklinga því að þeir væru bara peð í leik fíkniefnasala. Ég spyr, á einstaklingurinn ekki að taka ábyrgð á sjálfum sér og þeirri leið sem hann velur í lífinu. Fannst vera svolítið misræmi í boðskap hans. Eistaklingurinn á að vera frjáls til að gera það sem hann vill en samt má ekki fangelsa einstaklinginn fyrir það sem hann hefur gert. Er einungis að benda á þetta misræmi, ekki að predika um harðari refsingar. Auðvitað má ræða aðrar leiðir.

Góðar stundir

     |

mánudagur, febrúar 9

Hvaða tala er ég

ég er:


I am
p

Everyone loves pi

_

Hvaða númer ertu?

this quiz by orsaog þá hafið þið það. Góðar stundir


     |

sunnudagur, febrúar 8

Afmælisbarn dagsins

er Helga Pálmadóttir, eða Helga Pálma eins og hún er ávallt kölluð. Hún er hjúkrunarkona og vinkona mín úr Menntaskólanum að Laugarvatni. Hún og Ásdís eru núna staddar í Asíureisu. Til lukku með daginn Helga mín.

     |

föstudagur, febrúar 6

Hitti

gamla Röskvuliða, eða Röskvuhunda eins og Eiríkur Jóns orðar það, í snæðing í gærkvöldi. Alltaf gaman að hitta þau. Það sem mér fannst hins vegar merkilegt við þetta er að á staðnum sem við borðuðum á þá voru öngvir aðrir en Die Herren á næsta borði! Þetta er farið að verða hálf skuggalegt.

Sveinsdóttir sambýlingur er farin að kvarta svolítið undan hversu stríðin ég er. Gerði henni grikk í gær, í 4 skiptið á þessu ári. En henni finnst þetta næstum því jafn fyndið og mér. Skil ekki af hverju hún er þá að kvarta!

Er að fara að blóta Þorranum í Citýinu á laugardaginn. 550 manns takk fyrir. Þetta verður ágætis skemmtun. Lifið heil og góða helgi.

     |

Afmælisbarn dagsins

er Guðlaug Einars, vinkona mín frá Þorlákshöfn city. Hún er kennari í Citýinu og stúlka góð. Hún verður kvartfjórðungsaldargömul + 2 ár í dag. Til lukku með daginn Guðlaug. Á morgun fylgir Lilja Dröfn í hennar fótspor. Til lukku með það Lilja.

     |

fimmtudagur, febrúar 5

Snyrtidót og tónleikar

Hvað eiga þessir hlutir sameiginlegt. Jú, nefnilega það að ég komst í tæri við bæði í gær. Við dömurnar í vinnunni drifum okkur á snyrti - eitthvað eftir vinnu í gær hjá snyrtifræðing einum sem vann einu sinni hjá fyrirtækinu. Held að ég hafi aldrei átt svona mikið af kremum og dóti á ævinni. Sem er vel. Maður þarf víst að fara að nota þetta. Eftir mikið af snyrtitali, kennslu og "treatmenti" þá fór ég til Signýjar í mat. Nenntum þó ekki að elda og því var ákveðið að einhver sjoppan skyldi verða styrkt. Svo var haldið á Gaukinn en þar var Lára með tónleika. Miðnes hitaði upp fyrir hana. Mér finnst þeir alltaf svolítið skemmtilegir. Lagið um Hannes Hólmstein var lúmskt fyndið. Skrítið, því að mér finnst nákvæmlega ekkert fyndið við þann mann. Á næsta borði við okkur var ægilega hresst fólk sem var vel í glasi. Þau voru ekki með nein læti, skemmtu sér bara vel. Var svo að fletta Mogganum áðan og fannst ég kannast við andlitin á einni blaðsíðunni. Áttaði mig þá á því að hressa fólkið við hliðina á okkur voru öngvir aðrir en tökulagasveitin Die Herren, sem spila til heiðurs U2. Svona geta hlutirnir farið fram hjá manni. Lifið heil.

     |

Ég sé

að ég þarf að fara að leggja land undir fót. Uss uss uss.create your own visited country map
or write about it on the open travel guide


Góðar stundir

     |

miðvikudagur, febrúar 4

Ara-keppni

Fór að velta fyrir mér áramótaheitum um daginn. Við Íslendingar virðumst alltaf fara í Ara-keppni á nýju ári. Margir strengja þess heit um að vera stæltAri, ríkAri, frægAri, flottAri, ánægðAri, og svo framvegis, um og eftir áramótin. Setja sér heit en hugsa svo lítið út í þau. Á bara að gerast af sjálfu sér. Ég tók ekki þátt í Arakeppninni um þessi áramót. Hefði kannski átt að gera það. Nei, kannski ekki. Hvað ætli það séu margir sem efna áramótaheitin. Er ekki gáfulegra að setja sér markmið og stefna svo að þeim. Held að það sé gáfulegra. Góðar stundir

     |

Hér er

mynd af afmælisbarninu í bolnum sem við létum gera. Var búin að lofa Sigurrós mynd af lógóinu. En þetta er ekki alveg nógu góð mynd, Sigurrós sendi þér betri mynd síðar. Það er að segja ef hún er til. Takið eftir svipnum á Sveinsdóttur. Óborganlegur. Lifið heil

     |

Dreif mig

í bíó í gær með Skrattheu Skorrdal og Arndísi löggu. Fórum á Big Fish. Hún kom þægilega á óvart. Fór ekki með neinar væntingar, þá verða myndirnar einhvern veginn betri en þegar dama fer með væntingar. Það er ævintýra mynda blær yfir myndinni og ég elska ævintýramyndir. Lifið heil.

     |

þriðjudagur, febrúar 3

Úngfrúin lenti í

nokkuð skrítinni viðreynslu kvöld eitt í janúarmánuði 2004: sviðið er Ingólfstorg að kvöldlagi og inn ganga þrjár persónur, piltur einn stendur svo álengdar. Hann vindur sér upp að úngfrúnni og segir:

Pilturinn: veit daman að það er verið að fagna 100 ára afmæli heimastjórnarinnar í ár?
Úngfrúin: jú, jú ég vissi af því.
Pilturinn: en veistu hver var fysti ráðherra Íslands (glottir)
Úngfrúin: jú, ég ætti að vita það þar sem ég er stjórnmálafræðingur, það var Hannes Hafstein.
Pilturinn: uh, já (fölnaði lítið eitt)
Úngfrúin: en veist þú hvenær við fengum stjórnarskrána?
Piltuinn: uh, nee nei
Úngfrúin: það var árið 1874.
Pilturinn: (hljóður)
Úngfrúin: Vertu blessaður

...það er hrein ráðgáta af hverju úngfrúin er enn einhleyp, miðað við viðbrögð hennar... Lifið heil.

     |

mánudagur, febrúar 2

Góðan daginn

Guðmundur heiti ég, er mannfræðinemi, og fékk að fylgja úngfrú Unu Björg eftir eina helgi. Á föstudaginn fór úngfrúin til Skrattheu Skorrdal og þaðan var haldið á Grand Rokk að hitta Þóri og Dóu. Úngfrúin var þar í hálftíma eða svo. Var búin að mæla sér mót við Lalla, Hafdísi og Gústa til að fara í re-match í Sequence. Úngfrúin vildi ekki gefa upp hvernig leikar fóru, en áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að hún og Gústi hafi tapað fyrir Lalla og Hafdísi 5-4. Naumt var það. Nú úngfrúin var orðin frekar lúin um eitt leytið og fór heim í háttinn.

Úngfrúin vaknaði ægilega hress eftir góðan nætursvefn og sambýlingarnir drifu sig í smá ljósglætu. Varð dulítið rauð en ekkert sem orð var hafandi á. Eftir hádegið mæltu Una Björg og Arna Björg sér mót í Kriglunni. Komu út 2 pilsum ríkari, en smá pening fátækari. Þetta er eins og með orkUna. Hún eyðist ekki, breytir bara um form (peningar umbreytast stundum í föt hjá úngfrúnni). Þær stöllur fóru svo að klára að gera skemmtiatriðið fyrir afmælið hjá Gísla. Tók aðeins lengri tíma en þær reiknuðu með. Byrjuðu á þessu um 13:30 en voru ekki búnar fyrr en um 17. En Skerjóhópurinn ætlaði að hittast um klukkan 18:00. Úngfrúin kom aðeins of seint. Ekki mikið þó. Þá var atriðið æft en Skerjóhópurinn fékk ekki að sjá slide sýningUna fyrr en í afmælinu, þetta heppnaðist mjög vel hjá hópnum, eins og sjá má (á myndunum) þá skemmti Gísli sér konunglega yfir atriðinu. Soffía var reyndar búin að sjá sýninguna því að hún setti myndirnar inn. Já, þetta er skemmtilegur hópur, Skerjóhópurinn. Hópurinn skundaði svo af stað í afmælið sem haldið var í sal einum í Borgartúninu. Gísli vissi ekki hvar þetta var haldið og allir voru komnir þegar hann skundaði inn í salinn. Ívar Bjarklind og co héldu uppi stemningu þar til hann kom. Úngfrúnni þótti afmælið, í stuttu máli sagt, afar skemmtilegt. Það voru skemmtiatriði og 2 hljómsveitir. Tilþrifaverðlaun úngfrúnnar fær Sonja, kærasta Gísla, fyrir að taka lagið Lick it up með Kiss. Tók það með tilþrifum ásamt hljómsveitinni. Hljómsveitin Gísli og textavarpið átti stórleik en úngfrúin skammaði dreng einn örlítið fyrir að fara rangt með textann Creep með Radiohead. Hann viðurkenndi misgjörðir sínar fúslega. Gjöf úngfrúarinnar og Sveinsdóttur vakti mikla lukku hjá afmælisbarninu. Úngfrúin bað Sigurrós snilling um að hanna lógó með málfræðimannsmerki á (smá einkahúmor innan hópsins) og Sveinsdóttir lét prenta á bol í hans uppáhaldslit. Úngfrúin vill koma á framfæri kærum þökkum til Sigurrósar fyrir að gera þetta fyrir hana. Gísli var það ánægður að hann smellti sér í bolinn þegar leið á kvöldið. Góð meðmæli það. Já, svo var nóttin dönsuð í burtu. Hér eru myndir úr afmælinu.


Á sunnudaginn fékk ég að fljóta með úngfrúnni, Signýju, Soffíu, Hafdísi, Braga og Eygló í snæðing á Vegamót. Ægilega notalegt alveg. Sambýlingarnir gerðu svo heiðarlega tilraun til að taka videospólur og video (tæki úngfrúarinnar er bilað). Voru búnar að koma sér saman um 2 myndir en þá var bara ekkert myndbandstæki inni. Restin af deginum var svo notuð í afslappelsi og lestur.

Þetta var ágætis mannfræðistúdía og vil ég þakka úngfrúnni fyrir að fá að fylgjst með hennar athöfnum. Góðar stundir

     |

sunnudagur, febrúar 1

Framtíðareiginmaðurinn er

Will Turner is the caring young man from pirates of the caribbean. he will adore you till the day that he dies
You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anything
cheesy look really hot(like sliding down stairs
on a shield shooting arrows or wearing pointy
ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (now 12 (i just added more, and still more to come!)results that have pics!)
brought to you by Quizilla


Ekki slæmt. Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com