miðvikudagur, september 29

Það er nefnilega það, allir út um allt

Menntaskóla vinkvenna hópurinn minn ber það skemmtilega nafn ,,Ömmurnar". Ekki verður farið nánar í hvernig nafnið var fengið. Ægilega skemmtilegur félagsskapur, finnst við þó farnar að verða full dreifðar um heiminn. Dagný er í Japan (að vinna í sendiráðinu þar), Þórhildur er í Bretlandi með sínum ektamanni en er að fara að flytja til Ástralíu og Skratthea og Íris eru í Danmörku. Gugga er þar líka. Huggun harmi gegn að við erum nýbúnar að endurheimta Ásdísi og Helgu úr 4ra mánaða Asíureisu. Við hinar erum dreifðar um landið. Kópavogurinn hýsir þó flestar okkar, eða fjórar talsins. Það er kannski spurning um að fara að horfa í aurana í þeim tilgangi geta lagt land undir fót og heimsækja þær Ömmur sem ekki eiga heimangengt í mánaðarlega saumaklúbbinn. Erum reyndar byrjaðar að safna fyrir Ítalíuferð næsta sumar, eigum þar pening inni á bók. Hann er þó fastur þar í umsjón Ásdísar. En þá er það ákveðið, best að byrja að safna fyrir Japansferð og Ástralíuferð. Einhvern tímann... Góðar stundir.

     |

þriðjudagur, september 28

Ég á það til

að fá ákveðin lög á heilann og spila þau all oft yfir daginn. Núna er lagið Brass in pocket, í flutningi Suede, í sérstöku uppáhaldi. Þetta lag er upprunalega með The Pretenders. Textinn hljómar svo (Suede breytti honum ögn):

Got brass in pocket
Got powder i'm gonna use it
Intention i feeling myself
Gonna make you, make you,
make you notice

Got motion extreme emotion
I've been driving Detroit leaning
No reason just seems so pleasing
Gonna make you, make you, make you notice

Gonna use my arms
Gonna use my legs
Gonna use my style
Gonna use my senses
Gonna use my fingers
Gonna use my, my, my imagination

Oh, 'cause i gonna make you see
There's nobody else here
No one like me
I'm special, so special
I gotta have some of your attention, give it to me

I got rhythm i can't miss a beat
It's got me so scared it's so sweet
Got something i'm winking at you
Gonna make you, make you, make you notice

Gonna use my arms
Gonna use my legs
Gonna use my style
Gonna use my senses
Gonna use my fingers
Gonna use my, my, my imagination

'Cause i gonna make you see
There's nobody else here
No one like me
I'm special, so special
I gotta have some of your attention

Give it to me

Þar áður var Wild horses í flutningi The Sundays (ekki The Rolling Stones) í uppáhaldi og Sing for absolution með Muse. Gaman að því. Lifið heil.


     |

.

     |

mánudagur, september 27

Mér finnst

alltaf svo ágætt að keyra í Citýið. Það er ekki svo langt í burtu. Er um það bil 10 Evrósjón lög á leiðinni (eru öll um 3 mín. að lengd) eða cirka 3,75 Stairway to heaven (á repeat). Reyni yfirleitt að keyra í hádeginu um helgar, ef ég er á annað borð á leiðinni, þá er Stjáni Stuð með þáttinn ,,sítt að aftan". Snillingur. Fínt að hafa tónlistina í botni, syngja með, keyra og hugsa. Hugsa og keyra. Splendid alveg. Frjáls eins og fuglinn. Góðar stundir.

     |

föstudagur, september 24

Afmælisbarn dagsins

Er Sigurrós Hallgrímsdóttir. Hún er kvartfjórðungsaldargömul+3ár í dag. Sigurrós er æskuvinkona úr Citýinu og hún er nýflutt heim eftir 2ja ára búsetu í Danmörku við nám. Sigurrós er nýflutt í Kópavoginn með sínum ektamenni Ingva og Nökkva Rey syni sínum. Til lukku með daginn Sigurrós mín. Lifið heil.

     |

fimmtudagur, september 23

Er ótrúlega

dugleg þessa dagana. Við Sigurrós erum mættar í ræktina hálf sjö/sjö á morgnana. (Dugleg Una, klapp á öxlina). Það er samt eins og að öllum borgarbúum hafi dottið þetta í hug líka. Hvers konar fólk mætir svona snemma... Stundum er ekkert upphitunartæki laust. Alla vega er það þannig í Sporthúsinu. Fórum að lyfta um daginn og það var allt fullt. Þurftum að sýna hugmyndaauðgi og liggja öfugar á einhverjum bekkjum sem eru ætlaðir til kraflyftinga, með litlu lóðin. Það munar ótrúlega miklu að hafa einhvern með sér á æfingar í staðinn fyrir að gaufast einn. Maður drattast þá framúr á morgnana og þetta hvetur mann áfram. Við virðumst líka hafa keppnisskap. Vorum að gera æfingar fyrir tvíhöfðann (vöðvann, ekki útvarpsþáttinn) í gær og ég var í tæki sem var með léttari plötur en voru hjá Sigurrós (þar af leiðandi var ég að lyfta fleiri plötum). Sigurrós ætlaði ekki að vera minni manneskja og tók jafnmargar plötur, þar af leiðandi miklu meiri þyngd. Ég skildi ekkert í af hverju hún var farin að titra af átakinu. Hún sagðist ætla að taka jafnmargar plötur og ég! Gaman að því. Góðar stundir.

     |

þriðjudagur, september 21

Hún

Íris gullmoli, sem býr í Danmörku er farin að skrá líf sitt á netið. Velkomin í bloggheima Íris. Góðar stundir.

     |

Skellti mér

í eins og einn geislamengunartíma í gær. Keypti mér 5 tíma ljósakort fyrir 3 og hálfum mánuði og það rann út! Greinilega engin áhugamannaeskja um brúnku eða geislamengun. Ef ég var áhugalaus áður þá er ég enn áhugalausari núna því ég brann á bossanum. Það er ekki þægilegt. Lifið heil.

     |

mánudagur, september 20

Á

grein á Sellunni í dag. Góðar stundir.

     |

föstudagur, september 17

Hittingur

Hitti Ágústu Manchesterbúa & Co á Vegamótum í gærkvöldi. Breskur Farfugl Hófgerðis og Sveinsdóttir voru þar einnig, deildu með sér súpu(=KP). Ágústa er í stuttu stoppi á Fróni með sínum ektamanni honum Andy. Var að sjá hann í fyrsta sinn í gær. Andy er ótrúlega fyndinn náungi. Hann vann einu sinni fyrir sér með stand up, þegar hann var í B.A. námi. Ágústa og Andy kynntust í háskólanum í Man, voru saman í bekk. Gaman að hitta þau skötuhjú. Röltum okkur svo yfir á Grand Rokk á tónleika. Ég var ekki hrókur alls fagnaðar því ég var orðin dauðþreytt klukkan 23:00. Uss, fór þá heim að sofa. Góðar stundir.

Er að spá í að fara í sumarbústað til Foreldra í kvöld. Fínt að fara í sveitasælUna. Á laugardaginn er svo Teiti í Hófgerðinu fyrir ensku farfuglana. Gaman að því. Lifið heil og góða helgi.

     |

fimmtudagur, september 16

Ef maður

er það sem maður borðar, þá er ég núna Úngfrú skyr.is. Sem er snögtum skárra en að vera Úngfrú Ísland.is. Er það ekki annars? Góðar stundir.

     |

Raunveruleikinn bítur

Signý Zen bauð mér í mat í gærkvöldi og við stormuðum svo á videoleigUna. Ákváðum að hafa "Chick flick" þema. Tókum einhverja ömurlega ræmu, How to Deal, var eiginlega verri en Happy face murderer sem Hansen tók um árið. Eða svona næstum því. Tókum líka Reality Bites því ein gömul spóla fylgdi með. Það var gott val. Var búin að gleyma hve ágæt þessi mynd er. Ethan Hawke er sjarmör í myndinni, þó hann hafi átt við smá tilfinningavanda að etja. Ekki skemmir heldur fyrir að tónlistin í myndinni er hin fínasta. Hefur alltaf fundist lagið I´m nothing, sem Ethan syngur sjálfur, vera flott. Atriðið þar sem hann tekur Add it up með Violent Femmes finnst mér Töff, svolítið kaldhæðið, eða kringumstæðurnar allavega og hvernig hann tileinkaði henni lagið. En kaldhæðni er, eins og hann skilgreindi hana í myndinni: when the actual meaning is the complete opposite from the literal meaning.

Keyrði svo heim í brjáluðu veðri, Riders on the storm með Doors, hljómaði í útvarpinu alla leiðina heim. Kaldhæðið? Lifið heil.

     |

mánudagur, september 13

Er á lífi

Góðan daginn allir. Lasarus er farinn á stjá. Fór að finna fyrir hálsbólgu og slappleika á mánudaginn. Var send af Jórunni vinnufélaga til læknis á þriðjudaginn. Það þarf nefnilega að senda mig til læknis, fer ekki af sjálfsdáðum. Er með vott af læknahræðslu. Sagði lækninum það og hann tók því sem persónulegri móðgun, eða svo gott sem. Var sem sagt með strepakokkasýkingu í hálsi, fékk sýklalyf og fór í einangrun í Citýið til foreldra. Var í Citýinu frá þriðjudegi til sunnudags. Ótrúlegt hvað það er leiðinlegt að vera veik. Maður finnur upp á ótrúlegustu hlutum til að gera, s.s að bursta tennurnar upp úr matarsóda til að gera þær hvítari. Já, Hemmi minn. Eini ljósi punkturinn í þessu öllu saman, er að á meðan ég var Lasarus ,þá vann ég 5 flöskur í rauðvínshappadrættinu í vinnunni. Gaman að því. Góðar stundir.

     |

sunnudagur, september 5

Afmælisbarn dagsins

er yndið hann Ármann bróðir. Hann er 20+2ja ára í dag. Hann býr hjá tengdaforeldrum sínum í Garðabæ og leggur stund á viðskiptafræði. Hann og Þórhalla eru nú um stundir í Danmörku að skoða heiminn en koma heim á morgun. Til lukku með daginn Ármann minn. Góðar stundir

     |

föstudagur, september 3

Er að

fara í vinnukokteil/partý/ferð. Vorum að fá sms og í því stóð: ,,150 mínútur í veislu - mætið í ,,casual" klæðnaði. Kv. Humarnefndin". Það verður byrjað á kokteilum hér í vinnunni. Mánaðarlegi fundurinn verður haldinn, markmið vetrarins sett og svo framvegis. Kemur í ljós hvort við förum aftur til Kanarí í janúar. Svo er stefnan sett á á Við fjöruborðið í hvítvín og humar. Þetta verður alveg splendid. Góðar stundir og góða helgi.

     |

Það á

að banna sumt með lögum. Lifið heil.




     |

Til lukku Fanney og Jói

Fanneyju og Jóa fæddist sonur þann 29. ágúst. Hann var tekinn með keisara og þau skötuhjú eru núna búsett í Kína. Hann er þó ekki kallaður keisarinn í Kína, heldur íslenski keisarinn. Góðar stundir.

     |

fimmtudagur, september 2

Var að

skoða rúmlega 2ja ára gamlar myndir og áttaði mig á því að hárgreiðslan hefur tekið töluverðum breytingum. Fyrir 2 árum var ég með svart stutt hár en núna er ég með sítt ljóst hár og með topp. Já, það verður seint skrifað á legsteininn minn: Hún var alltaf með sömu hárgreiðslUna. Góðar stundir.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com