fimmtudagur, apríl 28

Er maður

kaldhæðinn eða bara kvikindi þegar maður skrökvar að krakka (eða 13 ára unglingi), sem hringir mjög oft í mömmu sína í vinnUna, að mamman hafi hætt að vinna hjá fyrirtækinu í gær? Spyr svo hvort hún hafi ekki vitað það. Krakkinn/unglingurinn fékk næstum aðsvif á meðan hláturinn kraumaði niðri í þeim sem þetta sagði.

Var svo leiðrétt...

     |

föstudagur, apríl 22

Gleðilegt

sumar. Lifið heil!

     |

mánudagur, apríl 18

Helgin & hitt & þetta (aðallega þetta)

var hin besta. Við Citý stelpurnar héldum Bridget Jones - (og kaloríu) kvöld á föstudaginn. Horfðum á báðar Bridget myndirnar, pöntuðum pizzu og átum nammi. Þetta var hið fínasta kvöld. Einn "fítusinn" á DVD-inu á Bridget Jones: The edge of reason, var að taka próf hvernig draumaprinsinn væri. Það var hann Mark Darcy sem varð fyrir valinu. Íris Jens átti afmæli á föstudaginn en hún átti ekki heimagengt á B J kvöldið. Hún býr í Danaveldi og var upptekin við afmælisstúss og að gifta sig honum Jóa sínum. Já, ég sagði gifta sig. Enginn vissi af þessu, en til hamingju bæði tvö :) Íris þú sleppur samt ekki. Þú verður tekin og gæsuð þegar þú kemur heim ;)

Ekki var laust við smá samviskubit eftir sukk föstudagsins og við Sigurrós drifum okkur því í spinning og Body Bump á laugardagsmorgninum. Hressandi. Veðrið var ekki upp á marga fiska þannig að ég dreif mig heim eftir ræktina. Kvöldinu var svo eytt uppi í sófa við sjónvarpskassagláp. Helvíti fínt.

Sveinsdóttir átti svo afmæli á sunnudaginn og kræsingar voru á borðum. Fullt af fólki kom í heimsókn og gæddi sér á veitingum. Takk fyrir mig Soffía.

Ingvar Júl á afmæli í dag. Til lukku með daginn Ingvar!

Stefnan núna er að brUna í þennan tíma, ásamt Sigurrós (heyrst hefur að Bragi og Eygló mæti einnig), og athuga hvort maður geti ekki brennt eitthvað af kökum gærdagsins. Það er nefnilega það. Góðar stundir.

     |

föstudagur, apríl 15

Er í skýjunum

Málþingið heppnaðist ljómandi vel. Ég gekk inn í salinn (var haldið í stóra salnum í Háskólabíó) þegar Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands var að halda ræðu. Skemmtileg ræða. Eftir ræðuna var smá hlé og svo var komið að okkar málstofu sem bar nafnið ,,veljum Vigdísi". Afmælisbarnið var að sjálfsögðu að staðnum á fremsta bekk. Mér leist nú ekki á það þegar Svanur Kristjáns hnippti í mig og sagði að við yrðum að sitja uppi á sviði allan tímann (2 tímar!). Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki mikið fyrir athyglina. En þetta var bara allt í lagi, hvern hefði grunað það. Ræðan mín tókst betur en ég hafði þorað að vona, var síðust í röðinni. Fjallaði um fyrirmynd Vigdísar og Vigdísi sem fyrirmynd. Þegar ég var búin að halda ræðUna þá leit ég á Vigdísi og hún kinkaði til mín kolli. Var ánægð með ræðuna. Þegar málstofunni var slitið þá gekk Frú Vigdís til mín, kyssti mig á kinnina og sagði ,,mikið vildi ég að ég hefði haft svona fyrirmynd eins og þig, þegar ég var að alast upp!" Ég var orðlaus! Sjaldan hefur mér þótt jafn vænt um nokkur orð. Góðar stundir.

     |

fimmtudagur, apríl 14

Það er nefnilega það

Fékk símtal eftir hádegið í dag frá Hallgrími Thorsteinssyni á Talstöðinni. Hann bað mig um að koma í þáttinn sinn að ræða málþingið um Vigdísi Finnbogadóttur, klukkan 17:00 í dag. Ég sló til og mætti niður á Talstöð. Fékk engan tíma til að undirbúa mig en þetta var samt ótrúlega gaman. Svanhildur Halldórsdóttir var einnig en hún var kosningastjórinn hennar Vigdísar og hún mun einnig halda ávarp á morgun. Ég hélt að ég mundi verða stressaðri en ég var, sem er vel. Mér fannst svo gaman að heyra frá Svanhildi hvernig kosningabaráttan var að ég gleymdi stressinu svona nokkurna veginn. Undirbýr mig kannski fyrir ávarpið á morgun. Sem minnir mig á eitt, ég á eftir að klára það! Góðar stundir.

     |

föstudagur, apríl 8

Sitt lítið af hverju

Sá að Hjössi Frjálsi reit grein á Selluna og minnist á Úngfrúna, vegna greinar sem ég skrifaði um daginn. Jamm og já.

Er búin að fá grænt ljós frá Olaf framkvæmdastjóra um að taka masterinn í mannauðsstjórnum frá HÍ, ásamt vinnu. Jytte Bra. Er sem sagt núna að vinna í umsókninni. Búin að fá meðmælabréf frá Olaf, þarf 2, og Svanur Kristjáns prófessor ætlar að rita hitt. Þá er bara að henda umsókninni inn, ásamt fylgigögnum, og bíða eftir því hvort þeir samþykki umsóknina. Þarf að vera búin að sækja um fyrir þann 15. apríl.

Fann nýja vöðva á miðvikudaginn þegar við Sigurrós fórum í Body Attack tíma. Hrmpf. Púl. Getið lesið lýsinguna á tímanum hér. Þetta var samt ótrúlega gaman, stoppuðum ekkert allan tímann. Það ööööörlar á harðsperrum því við slepptum því ekki að mæta í Body Pump í morgun þó að við gengjum eins og spýtukarlar, eins og Sigurrós orðar það. Gaman að því.

Helgin fer í það að reyna að gera eins mikið í ávarpinu sem ég á að flytja á föstudaginn eftir viku. Verð að rumpa því af. Laugardagskvöldinu ætla ég svo að eyða í faðmi Skerjóhópsins. Matarklúbbur og innflutningspartý hjá El Sigfúsó og Möggu. Ítalskt þema og Mojito í fordrykk. Meira fáum við ekki að vita. Gaman að því. Góðar stundir og góða helgi.

     |

miðvikudagur, apríl 6

Var farin

að komast í vor,,fíling" en núna eimir ekki mikið eftir af honum. Vaknaði í skítakulda í morgun!Þegar góða veðrið var um daginn þá lifnaði maður einhvern veginn allur við. Við Citý stelpurnar vorum meira að segja farnar að skipuleggja hitting í Citýinu þar sem við mundum fara í leiki, eins og brennó, í skrúðgarðinum (eins og við gerðum þegar við vorum litlar) og svo grill á eftir. Ágúst Þór var meira að segja búinn að bjóðast til að grilla ofan í okkur (þurfum bara að ná í hann til Danmerkur). Nefndin er komin á laggirnar, Sandra Hasselhoff var kosin með rússneskri kosningu, enda átti hún hugmyndina. Nú vantar bara góða veðrið. Best að tala við Sigga Storm. Lifið heil.

     |

mánudagur, apríl 4

Er ég hinn dæmigerði fiskur

Þessa lýsingu, á fólki í fiskamerkinu, fann ég á mbl.is. Hvað finnst ykkur, er ég hinn dæmigerði fiskur?

FISKAR: Augu Fisksins eru falleg og tjáningarrík og fatastíllinn er afar persónulegur, oft með frumlegu mynstri og sniði eða á hinn bóginn gömul, snjáð föt sem eigandinn hefur notað árum saman. Fiskar hafa afar mikinn áhuga á fótum og fótabúnaði, sem getur einkennst af sömu öfgum og annar fatnaður, en fætur Fisksins eru oft fallega lagaðir og nettir. Fiskar eru oftast miklir dansmenn og hafa yndi af allri tónlist. Þeir eru víðsýnir og nægjusamir og láta vel að stjórn, nema þegar þeir eru beittir þrýstingi. Fiskarnir eru einkar uppteknir af þjáningum annarra, og reyndar líka sínum eigin, og margir í þessu merki finna hjá sér þörf fyrir píslarvætti. Fiskar eru rómantískir og dreymnir og hafa djúpa ást á lífinu, en láta sig oft reka með straumnum og eru litlir baráttumenn, enda eiga þeir bágt með að vinna markvisst. Þeir hafa næma eðlisávísun og eru mjög hjartahlýir og hjálpsamir, enda eru þeir oft vinamargir, en stundvísi er ekki þeirra sterkasta hlið. Fiskar hafa mikla sköpunargáfu og finna sér oft starf sem tengist listum, gjarnan ljóðlist eða rómantískum bókmenntum, og margir Fiskar eru tónlistarmenn eða vinna við kvikmyndir. Fiskar hafa líka einlægan áhuga á náttúrunni og umhverfisvernd, trúarbrögðum og félagslega bágstöddu fólki, svo störf á þeim vettvangi gætu veitt þeim mikla ánægju. Draumlyndi Fisksins veldur því hins vegar að hann verður oft fyrir vonbrigðum í lífinu og hann mætti gjarnan tileinka sér raunsærri lífssýn á ýmsum sviðum.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com