föstudagur, desember 23

Gleðileg jól og farsælt komandi ár :)

Jólakveðja,
Una

     |

Í tilefni dagsins

filet mignon
You taste like filet mignon. You are the epitome
of fine taste and everyone knows it. You are
expensive, well aged, and in demand!

How do you taste?
brought to you by

     |

miðvikudagur, desember 21

Púff

Þá er prófum lokið og ég er mætt aftur til vinnu. Prófin, tvö, gengu bara vel og nú er bara að bíða eftir uppskerunni. Það var mikill léttir að labba út úr Aðalbyggingunni kl. 16:30 þann 19. des. Langþráð tímasetning. Við meistaranemar í Mannauðsstjórnun hittumst á Hótel Sögu í einu hvítvíns/bjórglasi ásamt Gylfa Dalmann kennara. Við ákváðum svo nokkur að fara á Vegamót í snæðing. Drengirnir í hópnum fóru heim að sjæna sig en við dömurnar sátum lengur, afslappaðar, og fórum svo beint á Vegamót. Þetta eru greinilega mjög mjúkir menn sem eru með okkur í náminu, létu bíða eftir sér og áður en kvöldið var á enda voru þeir farnir að ræða um að hvað ætti að gefa í skóinn. Eins og sönnum dömum sæmir ;) Þeir eru alveg yndislegir drengirnir. Þetta var gott kvöld en það var þreytt Ungfrú sem keyrði heim þetta kvöld. Ætlaði aldeilis að slappa af þegar heim kæmi. Örlagadísirnar voru ekki alveg á sama máli. Fékk ælupest. Javla. Er þó hress núna. Á bara eftir að skrifa jólakortin, versla jólagjafirnar, taka til og svo framvegis. Þetta reddast, maður á að njóta þess að vera til á aðventunni en ekki fá magasár út af smámunum. Lifið heil.

     |

þriðjudagur, desember 20

Klukk

7 karlar sem mér hafa fundist fallegir (fyrir utan maka):Þessir heilla mig:
1. Mark Wahlberg (röddin)
2. John Cusack
3. Adrien Brody
4. Björn Hlynur
5. Colin Farrell
6. Viggo Mortensen
7.Jesse Metcalfe

7 hlutir sem ég get:
1. Hlegið
2. Saumað pils
3. Skrifað í bundnu máli
4.Verið vinur vina minna
5.Þagað yfir leyndarmáli
6.hlustað á tónlist og horft á sjónvarp í einu
7.Notað ímyndunaraflið

7 hlutir sem ég get ekki:
1. Bakað
2.Sært fólk
3. Sungið
4.Sparað
5.Látið það vera að rökræða í vissum aðstæðum
6.Hlaupið maraþon
7.Fundið fleiri atriði um hluti sem ég get ekki

7 atriði sem ég segi oft:
1. Splendid
2. Það verður aldrei sannað
3. Já
4. Nononoh
5. Nú, er það!
6.Jahá!
7.Það er nefnilega það

7 gallar í fari mínu sem ég á erfitt með að forðast:
1. Óþolinmæði
2. Frestunarárátta
3. Kaldhæðinn húmor (kannski ekki alltaf galli)
4.vera í sömu fötunum allan daginn, þarf alltaf að skipta
5.Eyðslusemi
6.Lækna- og tannlæknafóbía
7.Fljótfærni

7 hljómsveitir sem ég hlusta á og einkenna mig sem manneskju:
1. Smashing Pumpkins
2. Radiohead
3. Cure
4. Depeche Mode
5. Led Zeppelin
6. Placebo
7. Pixies

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Njóta lífsins
2. Stofna fjölskyldu
3. Fá Friðarverðlaun Nóbels
4. Verða sendiherra
5.Ná yfirráðum yfir Íslandi, ásamt Ohlsen og Ömmunum (stofnfundur 02.01.2006)
6.Fara á U2 tónleika eða Depeche Mode tónleika
7. Líta bróðurson minn augum

7 bloggskvísur /bloggprins sem ég ætla að kitla:
Sveinsdóttir ,,grátbað" mig um að klukka sig.

     |

föstudagur, desember 9

Húsmóðurgenið fundið?

Ég sletti í mót í gær og bjó til ægilega góðan brauðrétt, með 2 gerðum af ostum og dijon sinnepi. Bjó einnig til salat og sitthvað fleira. Tilefnið var að það var komið að mér að koma með gúmmilaði í vinnUna. Við skiptumst á að koma með gúmmilaði einu sinni í mánuði, við dömurnar. Var meira að segja beðin um uppskriftina áðan, fannst það eins og að gefa eiginhandaráritun. Það hefur aldrei verið samasemmerki á milli mín og uppskrifta. Skrifaði hana meira að segja eftir minni. Greinilega grynnra á húsmóðurgeninu en ég hélt.

Svo eru veislur fram á sunnudag. Úff, eins gott að fara í rokkspinning tímann í dag til þess að eiga svona veislur inni.

Í kvöld er dömuhittingur hjá Völu Georgs og á morgun er hið árlega Skerjójólahlaðborð. Að þessu sinni verður farið á Hereford. Við dömurnar ætlum reyndar að hittast yfir rauðvínsglasi áður, heima hjá Signýju Zen. Hittum svo testósterón hluta hópsins á Hereford. Að jólahlaðborði loknu er hefð að fara í koníaksstofUna og draga gjafir (verður að vera undir 500 kr og því verður að nota ímyndunaraflið). Skemmtilegur siður. Þetta verður glæsibær.

Góðar stundir

     |

fimmtudagur, desember 8

Lítill drengur

fæddist þeim Gumma & Lísu í gær. Venjulega er barnsfæðing gleðilegur viðburður. Drengurinn flýtti sér hins vegar full mikið í heiminn. Áætlaður fæðingardagur hans var ekki fyrr en í lok mars og eins og gefur að skilja er hann mjög lítill og veikburða. Við fæðingu var hann einungis 775 grömm, eða rétt rúmar 3 merkur. Hann mun þurfa að berjast fyrir lífi sínu næstu vikur og mánuði. Sendi Gumma, Lísu og Guðrúnu Erlu hlýja strauma og styrk.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com