fimmtudagur, mars 30

Gáta

Eineggja tvíburar hittu unga frænku annars þeirra. Hvernig getur það verið?

     |

miðvikudagur, mars 29

Blogg

Ég er greinilega Frakki í mér þegar kemur að bloggi, í verkfalli. Eða því sem næst. Mig vantar eignilega fleiri klukkutíma í sólarhringinn, en það er svo sem ekkert nýtt.

Síðan ég bloggaði síðast hef ég:

- farið í óvænt 30tugs afmælisboð fyrir Ágústu á 0liver. Andy kærastinn hennar bauð henni óvænt til Íslands í tilefni dagsins (býr í Manchester)
- reynt að gera ritgerð í vinnusálfræði
- farið í ræktina kl. 07:00 á morgnana (dugleg!)
- farið í göngutúr í Heiðmörk með hluta af Ömmuhópnum og þar var hringferð um landið plönuð ásamt göngu um fimmvörðuháls
- fengið áfall yfir því hve mikið lesefni ég á eftir að fara yfir í náminu
- unnið
- verið lukkuleg
- verið þreytt
- hlustað 5 sinnum á Evrósjón framlag Eista, þökk sé Ingimundi Spariskó
- Farið á árshátið Air Atlanta, á Nordica
- slappað af
- Farið í einn geislamengunartíma
- farið í fótabað
- Farið í afmælisboð til hennar Skrattheu minnar
- ákveðið að fara í Evrópureisu í 3 vikur í sumar, ásamt Hr. R

Góðar stundir
(bara að láta vita að ég er á lífi, live únd kicking)

     |

fimmtudagur, mars 9

Óvissuferðin

var hin besta. Lögðum af stað til Keflavíkur um 7 að morgni föstudagsins 3. mars. Áttum að fara í loftið kl. 10:00 en þetta var svo mikil óvissuferð að við lögðum ekki af stað fyrr en um hálf tólf. Fórum með júmbóþotu sem tekur um 580 farþega. Við vorum hins vegar ,,aðeins" 536+áhöfn. Þegar í loftið var komið tilkynnti flugstjórinn að við tækjum útsýnisflug yfir Reykjavík, þetta var sko útsýnisflug í lagi. Flugum yfir höfuðstöðvar Atlanta og Eimskips. Flugum svo lágt að ég sá í tannkrónurnar á fólkinu sem þar var að vinna. Gaman að því. Á miðri leið yfir haf eitt fengum við að vita að förinni væri heitið til Kanada. Já, Kanada. Drengirnir/mennirnir sem sátu fyrir framan mig virtust ánægðir með það, þeir voru hressir. Sungur, Ó Kanada með 10 mínútna millibili frá þeim tímapunkti. Það er að segja þegar þeir voru með meðvitund. Drukku nefnilega assgoti mikið á leiðinni, 2 opalsnafsapela + meira. Mér hefur alltaf fundist "Little Britain" skemmtilegir þættir en þeim var alvega að takast að láta mig fá leið á þættinum, hermdu eftir þeim í tíma og ótíma. Það er að segja þegar þeir voru ekki að syngja Ó Kanada eða þegar óminnishegrinn sótti þá heim. En aftur að ferðinni.

Við lentum sem sagt í Montreal í Kanada kl. 11:00 að staðartíma, eru 5 tímum á eftir okkur. Ég náði að vera bara með handfarangur (sem er met) þannig að við sluppum við allt töskuvesen og gátum því farið beint upp í rútu. Langferðabíllinn keyrði sem leið lá á hótelið en við gistum á Marriott hótelinu. Vel gekk að tékka fólk inn, við hentum töskunum inn og svo beint að skoða staðarhætti. Monreal er merkileg borg, mikið líf er neðanjarðar! Tókum lyftu niður í hótelinu og þá var maður kominn á metróstöðina, en allt metrókerfið er neðanjarðar. Þaðan gat maður svo labbað sem leið lá, neðanjarðar, í verslanamiðstöðvarnar, sem voru einnig neðanjarðar. Merkilegt. Við villtumst til að byrja með, en Kanadabúar eru ótrúlega vinalegir. Kona ein sá að við vorum eitthvað villt og spurði hvort hún gæti eitthvað hjálpað okkur. Við sögðumst vera að leita að verslunarmiðstöðvunum og hún hélt nú að hún gæti labbað með okkur og sýnt okkur það, hún væri í matarhléi. Þræddum þessar helstu búðir en ég keypti mér þó ekki neitt, þegar þarna var komið við sögu. Röltum svo upp á hótel um 6 leytið og ætluðum að leggja okkur í klukkutíma eða svo áður en við færum út að borða. Ekki góð hugmynd, tímamismunurinn eitthvað að segja til sín því við sváfum til 12 svo snakk af minibarnum var látið duga.

Byrjaði laugardaginn á morgunmat og svo var farið í skoðunarferð um Montreal, hin fínasta skoðunarferð. Fengum skemmtilegan ,,gæd" sem fræddi okkur um borgina. Nokkrar merkilegar staðreyndir eru t.d. að konur eru mun fleiri í Montreal en karlmenn (3 konur á móti 1 karli), hátækni iðnaður er aðalatvinnuvegurinn, 25% fjölskyldna í Montreal eiga ekki bíl því tryggingar og bensín er svo dýrt (okkur fannst bensínið þó ekki dýrt, 99 sent sem eru um 57 krónur lítrinn), allir bílar eru einn saltklumpur og Montrealbúar borga 51-52% tekna sinna í skatt. Á móti kemur að skólar, heilbrigðiskerfi og samgöngur er ódýrt. Sáum einnig Notre Dame kirkjuna þeirra, á ekkert skylt við þá frönsku, og hún er ótrúlega tignarleg. Trúleysingjanum Hr. R fannst kirkjan þó ótrúlegt prjál. Eftir skoðunarferðina gengum við um borgina og fengum okkur að borða á Reubens sem gædinn mældi með. Hinn fínasti staður. Svo var verslað. Verslaði mér þó ekki mikið, 2nna skó, belti, eina DVD mynd og diskinn með Arcade Fire. Mjög viðeigandi að kaupa disk með kanadískri hljómsveit í Kanada. Já.

Á laugardagskvöldinu var óvissuferð innan óvissuferðarinnar. Stigum upp í rútu og það eina sem við vissum var að við værum að fara út að borða í boði Avion Group. Þegar við lögðum af stað sagði blessaður gædinn að við ættum klukkutíma rútuferð fyrir höndum og að við mundum borða týpískan Quebec mat. Okkur leist ekkert illa á það. Leiðsögumaðurinn sagði einnig að við vissum greinilega ekkert hvert við værum að fara. Sagðist hafa jesúsað sig þegar hann sá að við vorum flest vel til höfð og konur í kjólum og háhæluðum skóm (nb ekki ég, var í pilsi og flatbotna skóm). Skildum hvað hann átti við þegar við komum á staðinn, þurftum að labba í snjó upp að fjallakofa, eða fara með hestasleða, og þar beið okkar fordrykkur. Vorum fljót að koma okkur inn. Settumst á trébekki við tréborð og fólk í búningum þjónaði til borðs. Hinir kanadísku papar spiluðu undir borðhaldinu og voru ótrúlega góðir, voru reyndar bara tveir. Einn spilaði listavel á sög og lét fólk spila á skeiðar. Gaman að því. Get þó ekki sagt það sama um matinn; kjötbökur, pulsur og sitthvað fleira. Svo átti að setja síróp yfir allt. Ekki minn bolli af te. Maturinn spillti þó ekki góðu kvöldi.

Lögðum af stað heim á leið um 10 að kanadískum tíma, á sunnudeginum, og vorum ekki komin heim fyrr en um miðnætti að íslenskum tíma.Upp úr stendur skemmtileg ferð!

Góðar stundir

     |

fimmtudagur, mars 2

Óvissuferð

Held í óvissuferð mikla í fyrramálið út fyrir landsteinana. Stígum upp í vél kennda við flug og lendum einhvers staðar í Evrópu. Spennandi!

Góðar stundir

     |

Afmælishelgin

var hin besta. Þjófstartaði afmælishelginni með því að halda saumaklúbb á fimmtudaginn fyrir ML dömurnar. Þessar elskur komu allar með pakka handa Ungfrúnni, átti alls ekki von á gjöfum. Fékk meðal annars blóm, 2 bækur, styttu, handofinn klút frá Vítetnam og fleira. Alltaf gaman að hitta Ömmurnar mínar.

Hafði það mjög gott á afmælisdaginn, hunskaðist loks í ræktina og hamaðist aðeins þar. Fór svo heim og dúllaði mér þar fram eftir degi. Bauð 2 vinkonum í mat um kvöldið og Hr. R eldaði indverskan mat handa okkur og við fengum okkur smá léttvín með. Fínt kvöld. Er þó búin að komast að því að 29 ára manneskja verður mun þynnri en 28 ára...

Fór í skírn til Jónasar Nóa á sunnudeginum, syni Sigurrósar og Ingva. Skírnin var í Garðakirkju og Ragnheiður Gröndal söng nokkur lög. Fékk gæsahúð við sönginn, hún er ótrúlega hæfileikarík söngkona. Veislan var svo haldin heima hjá Mæju, tengdamóður Sigurrósar. Góður dagur. Takk fyrir mig Sigurrós og Ingvi.

Takk kærlega fyrir öll símtölin, sms-in og kveðjurnar á afmælisdaginn. Greinilegt að maður á marga góða að. Lifið heil

     |

miðvikudagur, mars 1

Klukk

Var klukkuð af Sveinsdóttur og Hr.Ölves. Er svo kurteis að ég verð við því:

4 störf sem ég hef unnið við um ævina (sumt sumarstörf):
- Verkstjóri í Humarvinnslunni
- Skrifstofudama í Árnesi
- Kennari
- Hjá KB Ráðgjöf

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur...
- Dirty Dancing
- Overboard
- Pirates of the Carribean
- Hringadróttinssaga

4 staðir sem ég hef búið á:
- Þorlákshöfn Citý
- Laugarvatn
- Neskaupstaður
- Skerjagarður

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Örninn
- Boston Legal
- Desperate Housewifes
- Friends

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Lúxemborg
- Danmörk
- Kanarí
- Spánn

4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg):
- mbl.is
- kbbanki.is
- google.com
- ogvodafone.is

4 matarkyns sem ég held upp á:
- Kartöflumús
- Nautakjöt
- Jólamatur foreldra
- Humar

4 bækur sem ég les oft (hér nefni ég í staðinn 4 af uppáhalds bókunum mínum):
- Animal Farm eftir George Orwell
- Ilmurinn eftir Patrick Suskind
- Alli Nalli, barnabók sem ég átti þegar ég var lítil
- Silli & Trilli, barnabók sem ég las mjög oft þegar ég var lítil

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
- Í Kaupmannahöfn að sjá litla snúð
- Á sólarströnd
- Undir sæng í sjónvarpssófa foreldra
- Í nuddi

4 klukk:
- Ármann
- Þórhalla
- Ármann
- Þórhalla
Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com