miðvikudagur, maí 31

Annasöm helgi

Á föstudaginn var vinnuferð. Byrjað var í kokteilum uppi í vinnu en svo lá leiðin á Suðurlandið, hingað nánar tiltekið. Ég var að spá í að fara á bíl, en langaði í smá rauðvín með matnum þannig að við tókum rútUna. Þetta var hin besta skemmtun en ég sá svolítið eftir að hafa ekki farið á bíl. Hefði þá verið komin fyrr heim. Þurfti að vera hress og útsofin á laugardeginum.

Á laugardaginn var svo brúðkaup Hildar og Gumma, í Digraneskirkju. Ég mætti á réttum tíma í kirkjUna, aldrei þessu vant. Kannski af því að ég hafði 3 til að reka á eftir mér, Hr. R, Möttu og Helgu. Athöfnin var falleg en e-ð gekk erfiðlega að ná hringunum af púðanum. Eða þangað til presturinn sleit þá af púðanum... tónlistaratriðin í kirkjunni voru ótrúlega flott. Bróðir Hildar er í hljómsveit og þau tróðu upp í kirkjunni. Langaði mest að standa upp og klappa þegar þau kláruðu sig af.
Að athöfn lokinni var haldið í Glaðheima í veislu. Við Skratthea vorum veislustjórar og það gekk bara vel. Fullt af atriðum og spaugi. Söngur og hallærisdans okkar Ammanna var náttúrulega toppurinn... Dans var svo stiginn fram eftir nóttu. Skemmtilegur dagur!

Núna er brúðkaups,,vertíðin" hálfnuð. Tvö búin og tvö eftir. Sigfús og Magga næstu helgi og svo brúðkaup hjá vini Hr. R 10. júní. Verður skrítið að fara í brúðkaup þar sem maður þarf bara að mæta og ekki vera með neitt atriði.

Af öðru er það að frétta að á föstudaginn fæ ég loks að sjá Lilla danska bróðurson minn. Þau eru að flytja til landsins frá Köben. Það verður ekki amalegt að fá að knúsa prinsinn og náttúrlega foreldrana líka.

Góðar stundir.

     |

föstudagur, maí 19

Gæsun Hildar

síðastliðinn laugardag tókst með miklum ágætum. Við byrjuðum kl. 11, eða réttara sagt ætluðum að byrja þá, með því að láta lögregluþjóna sækja hana heim. Þeim seinkaði hins vegar og voru ekki mættir fyrr en um hálf tólf. Svo heppilega vill til að foreldrar Vigdísar búa við hliðina á Hildi og Gumma í Kópavoginum og því gátum við haft bækistöðvar þar. Sáum þegar gæsin var sótt og flutt út í lögreglubíl, allt náðist á mynd. Þvínæst var brunað með gæsina, í bókstaflegri merkingu, niður á Laugaveg þar sem hún var send í ratleik. Lögreglumennirnir lentu í útkalli og brunuðu með blá ljós niður á Laugaveg og kvöddu gæsina, sem hélt að þetta væri allt hluti af leiknum...

í ratleiknum þurfti hún að leysa hin ýmsu verkefni og á einum staðnum, Marimekko, þurfti hún að klæðast forláta glímubúningi. Vakti mikla lukku. Ratleikurinn endaði svo niðri á Austurvelli þar sem hún þurfti að skora á einhvern í glímu. Túristi einn var svo heppinn að fá þá áskorun og lagði íþróttakennarinn og sjúkraþjálfarinn Hildur glæsilega hann að velli.

Þegar sú þraut var leyst brunuðum við út úr bænum, heil 15 stykki, en bróðir Þórðar Freys var fenginn til verksins. Leiðin lá á Selfoss þar sem við sendum hana í kassaklifur í björgunarsveitarhúsinu þar. Gæsin stóð sig með prýði og klifraði upp í rjáfur. Fleiri prufuðu en Ungfrúin lét það vera, klifur á ekkert sérstaklega vel við hana. Hildur var einnig send í ,,klettaklifur" og stóðst þá prófraun með stakri prýði.

Laugarvatn, ó ljúfa Laugarvatn, var næst á dagskrá. Þar fórum við í ,,pikk nikk" með freyðivín og samlokur. Skáluðum og nutum veðurblíðunnar. Skelltum okkur svo í gufubaðið og pottana. Assgoti gott. Eftir gufUna var svo haft sig til og brunað til Reykjavíkur, heim til Steinunnar (systur gæsarinnar). Þar beið dýrindismatur, sing star og skemmtilegheit. Vorum svo búnar að panta borð á Oliver og þangað stormuðum við um miðnættið.

Jytte bra dagur og kvöld og gæsin var ánægð. Mission acomplished.
Lifið heil

     |

sunnudagur, maí 14

Your Personality Is
Idealist (NF)

You are a passionate, caring, and unique person.You are good at expressing yourself and sharing your ideals.
You are the most compassionate of all types and connect with others easily.Your heart tends to rule you. You can't make decisions without considering feelings.
You seek out other empathetic people to befriend.Truth and authenticity matters in your friendships.
In love, you give everything you have to relationships. You fall in love easily.
At work, you crave personal expression and meaning in your career.
With others, you communicate well. You can spend all night talking with someone.
As far as your looks go, you've likely taken the time to develop your own personal style.
On weekends, you like to be with others. Charity work is also a favorite pastime of yours.
The Three Question Personality Test

     |

föstudagur, maí 12

Untamed Nocturnal Angel Bestowing Joy and Overwhelming, Rapturous Gratification

     |

Bad hairday - njet

Fór í langþráða klippingu, og white stripes, í gær. Bad hairday er búinn að vera viðvarandi frá því fyrir próf, ekki gott. Mér finnst alltaf ákveðinn lúxus að fara í klippingu, elska að láta dúllast við hárið á mér og einnig að láta nudda hársvörðinn. Þannig að nú er ég ballfær, eða þannig.

Eftir klippingUna dreif ég mig á kaffihús með Citýmeyjunum Sigurrós og Stínu. Langt síðan ég hef hitt þær stöllur og þá sérstaklega Stínu. Merkilegt hvað maður er í misgóðu sambandi við fólk með aldrinum, ekki það að ég sé eitthvað gömul. Þegar við vorum unglingar vissi fólk varla muninn á okkur Stínu, yfirleitt alltaf nefndar í sömu andrá ,,þarna eru Una og Stína". En samskiptin hafa eitthvað dofnað með árunum en samt alltaf gaman að hittast. Held að ég hafi meira samband við Sigurrós með árunum og tala yfirleitt eitthvað við hana á hverjum degi. Svona þróast þetta :)

Tíminn er ótrúlega fljótur að líða, enda er gerfihnattaöld eins og klisjan segir. Gott veður og því tilvalið að bregða sér út. Ætla að hitta Mausarana (meistaranemana) á Thorvaldsen í kvöld en við ætlum að bregði okkur út að borða og kannski fá okkur eins og eitt hvítvínsglas. Meira verður það varla. Verð að vera hress á morgun, því þá er stelpnahittingur, og svo kemur Hr. R frá Miami á sunnudagsmorguninn. Nóg að gera, líf og fjör.

Góða helgi!

     |

fimmtudagur, maí 11

Frelsið

er yndislegt. Prófin búin og nú tekur við að plana sumarið. Reyndar er það plan langt komið. Búið að bóka allar helgar fram í miðjan júlí. Brúðkaup taka drjúgan hluta sumarsins, 3 helgar í röð frá og með 27. maí. Gaman að því. Er að spá í að kíkja í Nes Town eins og eina helgi að kíkja á Unni Ásu og Co í nýju villUna (á þó eftir að segja Hr. R frá því og sannfæra hann um ágæti Austfjarða) Svo er það bara Evrópureisa í 3 vikur (20. júní til 9. júlí). Ármann, Þórhalla og Lilli danski eru að flytja heim svo að loks fæ ég að knúsa bróðursoninn og honum jafnvel gefið nafn. Ármann, Uni sem millinafn hljómar nú alveg ágætlega...

Já, frelsið er yndislegt. Lifið heil.

     |

föstudagur, maí 5

Já, já

er á lífi. Er í miðri prófatörn. Var að klára stefnumiðaða stjórnun í dag og það gekk betur en ég átti von á. Satt best að segja. Við gengum inn í prófið og vissum ekkert hverju við mundum eiga von á. Er búin að vera ótrúlega orkumikil í dag. Var mætt í Bókhlöðuna þegar hún opnaði í morgun, beint í próf og svo í ræktina. Já, ég var dugleg í dag. Svo er það 12 tíma heimapróf í vinnusálfræði á mánudaginn og þá eru þessi blessuðu próf búin. Ætla þó kannski að bregða mér á tónleika á laugardaginn. Sveinsdóttur áskotnuðust miðar og er svo almennileg að bjóða mér. Var þó að uppgötvar áðan að það er föstudagur, en það breytti ekki miklu. Þarf eftir sem áður að vakna í fyrra málið og byrja að lesa vinnusálfræðina.

Á meðan Ungfrúin grúfir sig niður í bækurnar er Hr. R hins vegar í landi tækifæranna (á Miami), á vegum vinnunnar, og syngur bandarísk ættjarðarlög... engin öfund þó af minni hálfu, alls ekki...

Svo er bara spurning um að fagna próflokunum næsta föstudag, var að komast að því áðan að ég ætlaði/ætti að sjá um að plana hitting fyrir meistaranemana. Alltaf gaman að rússneskum kosningum.

Ó, hvað ég verð kát á mánudagskvöldið! Þá er reyndar uppsöfnuð vinna sem bíður mín en það verður samt gott að komast aftur í vinnUna og hafa ekki samviskubit yfir því að vera ekki að læra.

(þetta var ótrúlega samhengislaus færsla, er bara svo ör eitthvað eftir allt þetta at í dag. Bitnar greinilega á blogghæfileikunum!)

Lifið heil.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com