föstudagur, júní 16

Ég

hef alltaf vitað að Íslendingar væru á undan sinni samtíð, en mér finnst fullmikið að vera komin heilli árstíð á undan öðrum löndum í kring. Komið haust, þegar aðrir njóta sumarsins. Hrmpf.

Síðan ég bloggaði síðast hef ég brallað ýmislegt:

- litið krúttið bróðurson minn augum
- farið í brúðkaup til Sigfúsar & Möggu
- farið í afmælisgrill til Munda spariskós
- æft skemmtiatriði fyrir brúðkaup
- farið í golfkennslu
- verið boðið á Austur Indíafélagið af Hr. R
- hitt fjölskyldUna
- hef ekki verið dugleg í ræktinni
- farið í brúðkaup til Ernu og Snorra (vinir Hr. R)
- keypt mér mjög flottan jakka á 1.000 spírur
- planað EvrópureisUna
- pantað mér tíma í fótsnyrtingu (ekki veitir af að dekra smá við sig)
- blótað rigningunni
- farið í matarboð

Núna eru bara 4 dagar þangað til við leggjum af stað í reisUna. Við byrjum á því að fljúga til Munchen og horfa á leik á HM. Verðum í Munchen í 2 daga og höldum svo til Feneyja. Því næst liggur leiðin til Flórens og við stoppum þar í 2 daga. Næsti áfangastaður er Cinque Terre (nálægt ítölsku ríveríunni) og við ætlum að stoppa þar í 6 daga, slappa af og sóla okkur. Svo er það Mónakó, Nice, Garda vatn og svo aftur Munchen. Munum verja 3 vikum í þetta. Ég hef í raun aldrei tekið mér almennilegt sumarfrí og þetta er því kærkomið. Aldrei að vita nema ég láti í mér heyra, en miðað við bloggframmistöðu síðustu vikna eru líkurnar ekki miklar. Samt...

Líf og fjör

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com