miðvikudagur, ágúst 23

Bréf (stolið)

Opið bréf til Gunnars í Krossinum, Jón Vals Jenssonar, Snorra í Betel sem og annarra bókstafstrúarmanna sem hafa “Sannleikann” sín megin og birtu m.a. auglýsingu í Morgunblaðinu sl. sunnudag varðandi,,lækningu” við samkynhneigð: Kæru bókstafstrúarmenn, kærar þakkir fyrir upplýsa fáfróðan almenning á Íslandi varðandi ,,Guðs lög” sem og um ,,sannleikann”. Það er ljóst að það er mjög margt sem maður getur lært frá ykkur – vitrari mönnum – og við reynum t.d. að miðla ykkar fróðleik eins víða og við getum þar sem við teljum ykkur vera eins og þið segið – boðberar sannleikans í einu og öllu. Það eru hinsvegar nokkur atriði sem við þurfum aðstoð við varðandi ,,Guðs orð” því eins og þið bentið alltaf á, er sannleikann að finna í Guðs orði og orð Guðs er óbreytanlegt og eilíft. Eftir að hafa lesið Guðs orð undanfarið vakna nokkrar spurningar varðandi óbreytanleika guðs orðs sem og þeirrar fullyrðingar að guðs orð sé eilíft og hinn eini sannleikur:

1. Mig langar að selja dóttur mína í þrældóm eins og leyft er í guðs orði, Exodus 21:7 – hvað teljið þið eðlilegt markaðsverð fyrir hana þar sem þið eruð jú sérfræðingarnir hérna, er 18 ára og gullfalleg.

2. Ég veit að ég má ekki hafa neitt samband af neinu tagi við konu á meðan hún er ´”túr” sbr. guðs orð Lev 15:19-24....hvernig fer ég að því að hafa ekkert samband að neinu tagi við konu mína svo dögum skiptir ? Ber mér að flytja út úr húsinu okkar ?

3. Í guðs orði, Lev 25:44 segir skýrt að ég megi hafa þræla – bæði karlmenn sem og konur, svo framarlega sem þeir eru keyptir frá nágrannalöndum okkar. Vandamálið er að ég er mjög hrifinn af Þjóðverjum og því langar mig að spyrja af hverju ég megi ekki eiga þræla frá Þýskalandi þótt það sé ekki nágrannaland okkar ?

4. Ég á vin sem krefst þess að vinna á “Sabbath” deginum. Í Guðs orði, Exodus 35:2 segir skýrt að hann skuli tekinn af lífi fyrir slíkan óhæfuverknað. Er ég skyldugur til að drepa hann sjálfur eða get ég látið öðrum það eftir ?

5. Í guðs orði, Lev 21:20 segir skýrt að ég megi ekki nálgast altari guðs ef ég hafi sjónskekkju , þ.e. ekki fullkomna sýn. Ég verð að viðurkenna að ég nota lesgleraugu – er ekki eitthvad svigrúm hérna svo ég geti nálgast altari guðs ?

6. Flestir karlkyns vinir mínir fara í klippingu og snyrta nefhár osvfrv.,þrátt fyrir að þetta sé stranglega bannað skv.guðs orði, Lev 19:27. Á hvaða hátt ber að taka þessa menn af lífi ? Kitlar mig soldið að keyra yfir þá á nýja jeppanum mínum ?

7. Frændi minn er bóndi. Því miður brýtur hann guðs orð, Lev 19:19 þar sem hann er með 2 uppskerur á sömu jörð. Kona hans brýtur einnig sama ákvæði Guðs orðs með því að nota 2 mismunandi efni í fötin sín (Cotton/Polyester). Hann blótar einnig og rífur kjaft. Er það virkilega nauðsynlegt að safna öllum bæjarbúum til að grýta þau til dauða eins og segir í guðs orði (Lev 24:10-16) ? Er ekki bara hægt að brenna þau til dauða innan fjölskyldunnar, eins og við gerum með fólk sem sefur hjá ættingjum sínum ?

Ég veit að þið hafið skoðað og lært þessar kenningar í einu og öllu svo ég er sannfærður að þið getið hjálpað. Og síðast en ekki síst – bestu þakkir fyrir að benda okkur á að Guðs orðs er ÓBREYTANLEGT og EILÍFT.

Bestu kveður,
Hinir fáfróðu

     |

sunnudagur, ágúst 20

Nokkrar myndir frá reisunni miklu (framhald síðar)

Pisa

Stoppuðum í Pisa á leiðinni til Cinque TerreEkki mikið að sjá þar nema þessar 2 byggingar

     |

Flórens

Hr. R að aka til Flórens, einbeittur á svipGullbrúinReplica of David...
Flugeldasýning í tilefni af komu okkar...


     |

Feneyjar

Gondólar Feneyja

og auðvitað fórum við í ferð á einum slíkum
Markúsartorgið... og fuglarnir!

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com