fimmtudagur, nóvember 30

Gáfnapróf

Teldu hversu mörg F eru í textanum hér að neðan:


FINISHED FILES ARE THE
RESULT OF YEARS OF SCIENTIFIC
STUDY COMBINED WITH
THE EXPERIENCE OF YEARS.

BÚIN/N? EKKI LESA TEXTAN AÐ NEÐAN FYRR EN ÞÚ ERT BÚIN/N!!!RANGT!

ÞAU ERU 6...
EF ÞÚ TRÚIR MÉR EKKI, LESTU ÞÁ TEXTANN AFTUR!
EF ÞÚ FINNUR ÞETTA EKKI ÞÁ, ÞÁ ER LAUSNIN HÉR NEÐAR...

HEILINN RÆÐUR EKKI VIÐ ORÐIÐ "OF"
ÞEIR SEM FUNDU 6 STRAX ERU SNILLINGAR!! 3 ER MEÐALTAL, 4 SJALDAN.
HVERNIG GEKK ÞÉR???Ég fann 5 F... Góðar stundir.

     |

föstudagur, nóvember 17

Föstudagur

Er alveg ótrúlega fegin að það er föstudagur, annasöm vika að baki. Búin að skila 3 verkefnum í vikunni og stefnan er að gera akkurat ekki neitt um helgina. Fyrir utan að þrífa örlítið, kíkja í ræktina og hafa það gott. Ætlaði að storma á tónleikana hans Jónasar í Tjarnarbíói í gærkvöldi en átti eftir að klára eitt verkefni sem ég skilaði í morgun þannig að ég þurfti að slaufa þeim. Gengur bara betur næst.

Emil Karel kemur til okkar á laugardaginn, er að fara að keppa í körfubolta og við ætlum að drífa hann með í bíó. Hann hefur gaman að því drengurinn, eða ætti ég að segja gelgjan. Drengurinn er orðinn 1,80 á hæð og hann er bara 12 ára. Búinn að kaupa sínar fyrstu Diesel gallabuxur og allt. Spurði hann um daginn hvort að hann væri kominn með kærustu ,,nei" var svarið ,,ég er að einbeita mér að körfuboltanum"...

Hr. R sendi mig út í bíl áðan (er enn á hækjum eftir aðgerðina) og bað mig um að ná í einn hlut fyrir sig og var voðalega leyndardómsfullur. Ég í sakleysi mínu hélt að hann hefði verið voðalega rómantískur, keypt handa mér blóm eða eitthvað fallegt og ætlaði að koma mér á óvart. Ég hafði rétt fyrir mér, hann kom mér á óvart. Óvænti hluturinn var haglabyssa... drengurinn hafði keypt sér haglabyssu fyrir afmælispeninginn sem frúin í Hamborg gaf honum. Góður.

Góða helgi.

     |

fimmtudagur, nóvember 16

!

Mig vantar nokkra klukkutíma í sólarhringinn núna. Ekkert nýtt svo sem. Eftirfarandi hefur á daga mína drifið síðan ég bloggaði síðast:

- Fór í próf á föstudaginn í, Almannatengslum, og landaði 9,5 úr því prófi. Jatte Bra.
- Fór í matarboð á föstudaginn til Ingibjargar og Magga, vina Hr. R frá Munchen ásamt Stefaníu og Gísla.
- Tók djúpviðtal við Braginsky fyrir verkefni í aðferðafræði, efnið var fæðingarorlof feðra.
- Fór út að borða á Reykjavík Pizza Company, á laugardagskvöldið með Citý stelpunum: Sigurrós, Írisi Jens, Björk, Líneyju og Fríðu. Íris og bumbubúinn voru í stuttu stoppi á landinu.
- Fór í fjölskylduboð á Selfoss. Hitti ættingja sem ég vissi ekki einu sinni að ég ætti.
- Fór í 3ja rétta matarboð til frú Guðmundu móður Hr. R fyrir viku, ótrúlega góður matur.
- Skilað verkefnum.
- Verið kalt
- Trassað ræktina
- Verið syfjuð

Góðar stundir.

     |

föstudagur, nóvember 3

Meira dekur

Hildur mín og Gummi buðu mér í mat í gær. Hr. R var einnig boðið en karltuskan var vant við látinn á e-u skotvopnanámskeiði. Á boðstólnum var dýrindis fiskréttur og gúmmilaði. Langt síðan ég hef séð þau skötuhjú, ekki síðan í brúðkaupinu þeirra í maí. Hef lengi verið á leiðinni til þeirra og dreif mig núna því Hildur sagði að ég ætti eitthvað dót hjá þeim. (Ekki það að það þurfi ástæðu til að fara í heimsókn) Var búin að vera að velta vöngum yfir því hverju ég hefði gleymt hjá þeim síðast þegar ég var þar. Það kom í ljós að ég hafði ekki gleymt neinu, létu mig fá lítinn pakka og í honum var gjafakort í 60 mín heilnudd í Mecca Spa. Þakklætisvottur fyrir veislustjórnina og hjálp við brúðkaupsundirbúninginn. Ég var orðlaus (gerist ekki oft), Takk fyrir mig H&G! Ég er sem sagt á leið í meira dekur, ég er dekurdós.

Lifið heil

     |

miðvikudagur, nóvember 1

Dekur og ungfrú óheppin

Ég er orðin eymingjabloggari. Ekki gott mál, held ég. Blogga oft í hausnum en eitthvað er skortur á því að ég ,,færi" það yfir á netið. Vantar beintengingu þarna á milli.

Fór í dekur á laugardaginn í Nordica Spa í boði vinnunnar, fórum 5 dömur af skrifstofunni. Fékk lúxusandlitsmeðferð, alls konar krem og nudd sem fólst í því. Bakið var nuddað sem og hársvörðurinn og fór einnig í litun og plokkun. Þetta var glæsibær. Dörkuðum svo á Vegamót í lunch. Svona eiga laugardagar að vera. Ja, kannski fyrir utan eitt. Við skötuhjú flamberuðum humar um kvöldið. Hr. R hellti koníakinu á pönnUna og ég stóð tilbúin með eldspýturnar og kveikti bálið. Varð kannski heldur of mikill eldur... fann einhverja sviðalykt. Leit í spegil og sá að hægri augnbrúnin var örlítið krulluð efst. Ekki svo mikið mál. Verra var með augnhárin... greyin. Það er eins og að ég hafi klippt þau nær alveg niður. Ekki gott mál. Ég flamberaði sem sagt næstum af mér augnhárin hægra megin. Fuss.

Ég tek alltaf 3-4 daga í það að vera mjög óheppin á ári hverju, gerist yfirleitt í október/nóvember ár hvert. Klára óheppnisskammtin bara, vona ég. Fyrir utan flamberingUna á laugardaginn þá stillti ég klukkuna klukkutíma of seint á fimmtudaginn og missti af spinning tímanum sem ég var búin að lofa Sigurrós að mæta í. Fattaði þetta ekki fyrr en á leiðinni í ræktina. Frábært. Nú, svo á sunnudaginn ætlaði ég að nota nýja fína fjallahjólið mitt. Keðjan var laus þegar ég náði í hjólið en ég bara festi hana og af stað. Undirmeðvitundin spurði mig ,,er þetta nokkuð illur fyrirboði". ,,Hvaða vitleysa" svaraði ég og hélt af stað. Hefði betur hlustað á undirmeðvitundina; þegar ég var að hjóla í átt að Ægissíðunni flaug ég af hjólinu vegna hálku. Það var engin helv... hálka fyrir utan hjá mér. Þessi hjólatúr sem átti að færa mér hreyfingu og ánægju veitti mér marblett á mjöðmina og plástur á olnbogann.

Þessi óhöpp hljóta að vera búin, alla vega þangað til á sama tíma að ári.

Góðar stundir.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com