miðvikudagur, janúar 31

Hlýir straumar

Hún Skratthea mín Skorrdal, öðru nafni Matta, er nú í einangrun á stofu 12 á deild 11E á LSP við Hringbraut. Hún þurfti að taka geislavirkt joð til að losa sig við síðustu örður krabbameins í skjaldkirtli. Ég sendi henni hlýja strauma, endilega gerið það sama. Knús Matta mín.

Góðar stundir.

     |

þriðjudagur, janúar 30

Afmælisbarn vikunnar

er ástkær móðir mín frú Ásdís, en hún varð hálfrar aldar gömul þann 28. janúar.


Hjúin brugðu sér í bæjarferð á laugardaginn og gistu á hótel Sögu. Við systkinin sáum okkur leik á borði og sendum frúna óvænt í 2ja tíma dekur í spaið á sögunni. Sagan segir að dekrið hafi verið svo þægilegt að frúin hafi sofnað. Við pöntuðum svo borð á Einari Ben en faðir var búinn að segja henni að hann ætlaði að bjóða henni út að borða, bara þau tvö, en við komum henni aftur á óvart og fórum öll saman út að borða. Ég, Ármann, Hr. R og Þórhalla mættum á staðinn og gerðum frúna mjöööög hissa. Henni krossbrá þegar hún sá okkur þarna ,,hva hva, hvað eruð þið að gera hér! Ég átti ekki von á ykkur" sagði frún ánægð.

Kvöldið var mjög skemmtilegt og þetta heppnaðist vel. Til lukku með daginn frú Ásdís. Luvja.

Lifið heil     |

miðvikudagur, janúar 17

Afmælisbarn dagsins

er mesta krútt norðan Alpafjalla, bróðursonur minn hann Jón Hjaltalín Ármannsson. Eða Nonni Hjal öðru nafni. Hann ku vera eins árs í dag. Til lukku með daginn lilli mann og foreldrar.
     |

miðvikudagur, janúar 10

Ofmetnasta hljómsveit sögunnar?

Var að horfa á tónlistarþátt um daginn og hljómsveitinni Oasis brá þar fyrir. Á einhvern undarlegan hátt, jafnvel furðulegan, er hljómsveitin yfirleitt nefnd sem ein af bestu hljómsveitum sögunnar. Að mínu mati er þessi hljómsveit stórlega ofmetin, segi það og skrifa. Ekkert meira um það að segja

Hver er ofmetnasta hljómsveit sögunnar að ykkar mati?

Lifið heil

     |

Rembubrandarar

Q: How many men does it take to screw in a light bulb?
A: Three - one to screw in the bulb, and two to listen to him brag about the screwing part.

Q: Why do men name their penises?
A: Because they don't like the idea of having a stranger make 90% of their decisions.

Q: How do you keep your husband from reading your e-mail?
A: Rename the folder to "Instruction Manuals".

Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com