mánudagur, mars 19

Drengur fæddur

Hún Dagný mín ól myndarlegan son þann 17.3. 2007. Fjölskyldan býr í Japan og þar kom erfinginn í heiminn. Til lukku með prinsinn Dagný, Skúli & Arnar. Hlakka til að sjá ykkur í apríl.


     |

mánudagur, mars 5

Surprise!

Á föstudaginn var mér heldur betur komið á óvart. Var í hópverkefni í verkefnastjórnun til 18:30 og sambýlismaðurinn var búinn að segja að hann ætlaði að elda eitthvað gott handa mér þegar ég kæmi heim. Bað mig því um að hringja í sig þegar ég væri búin, því eitthvað gæti vantað til eldamennskunnar. Ég gerði það samviskusamlega og hann sendi mig út í búð eftir sveppum og sódavatni. Þegar ég svo sté inn um þröskuldinn á íbúðinni þá tók Hr. R, fjölskyldan mín og fjölskyldan hans (foreldrar, systkini, ömmur og afar báðum megin) á móti mér með afmælissöng. Fyrst sá ég Hr. R glottandi með myndatökuvélina sem beindist að forviða Ungfrúnni og svo alla hina. Maðurinn var víst búinn að vera að skipuleggja þetta í mánuð eða svo. Virkjaði móður mína og sína, systur sína, ömmu og Jónínu konu föður síns í bakstur og heita rétti. Var meira að segja búinn að tala við Sveinsdóttur um að láta hópinn minn halda mér til 18:30 svo að foreldrar kæmust úr Citýinu. Góður.

Hin afar hissa þrítuga Ungfrú fór beint í það að kyssa alla hjörðina og var svo leidd að pakkaborði. Fyrsti pakkinn innihélt Makka! (fartölva). Var frá Hr. R, fjölskyldunni minni og hans. Spurði þau hvort þau væru gengin af göflunum. Þau sögðu svo ekki vera og ég verð náttúrulega að trúa því. Pakki númer tvö innihélt vínstandinn sem mig hefur lengi langað í, frá Rakel, Reyni og ömmu og afa Hr. R í móðurætt. Pakki 3 innihélt ,,tískukerti" eins og Uni Garðar afi minn útlistaði fyrir mér (var frá honum og Diddu) og fjórði pakkinn innihélt pening frá Ömmu Bubbu, Freydísi & Co.

Hin mjög svo hissa þrítuga Ungfrú fór því beint í það að kyssa alla aftur og gúffaði svo í sig kræsingunum sem búið var að útbúa. Aðhaldið bíður bara til dagsins í dag...

Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt kvöld, er ekki frá því að ég eigi besta kærasta norðan Alpafjalla.

Lifið heil

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com