fimmtudagur, maí 31

Bezt í heimi

Á laugardaginn áttum við menntskælingar 10 ára útskriftarafmæli, ótrúlegt en satt! Við Júbileruðum að sjálfsögðu og mættum upp á Laugarvatn um kaffileytið. Komum okkur fyrir á vistinni og gengum að Jónasi, eins og við gerðum svo oft þegar við vorum í ML og heimsmálin rædd... Því næst var:

- farið í sparidressið fyrir hátíðarkvöldverðinn
- Júlía reyndi að breyta einu herberginu í sundlaug...
- snætt ágætan mat í góðum félagsskap (um það bil 200 manns)
- haldið partý á vistinni
- dansað eins og vindurinn (er með blöðrur á tánum eftir athæfið)
- farið í stigapartý
- farið að gufubaðinu um miðja nótt
- hlegið ótæpilega mikið
- glaðst yfir hinu og þessu (sérstaklega hve lítið við höfum breyst)
- farið að sofa kl. 7 um morguninn


Skemmti mér ótrúlega vel, ekki að spyrja að því. Hvernig er annað hægt í svona góðum félagsskap.

Góðar stundir

     |

fimmtudagur, maí 24

Klisja

Ný ríkisstjórn leggst bara ágætlega í mig, á þó eftir að sanna sig. Eitt stingur þó í augun og það er hve fáir kvenkyns ráðherrar eru fyrir hönd Sjallanna. Einungis ein af 6. Sjálfstæðisflokkurinn felur sig á bak við klisjuna: ,,þetta snýst ekki um kyn, heldur hæfasta einstaklinginn". Eru þá karlkyns þingmenn sjallanna hæfari en kvenkyns þingmennirnir? Er Guðlaugur Þór hæfari einstaklingur en Guðfinna S. Bjarnadóttir fyrrverandi rektor? Hvaða mælikvarða nota þeir? Þetta gengur ekki alveg upp hjá þeim blessuðum.

Lifið heil

     |

mánudagur, maí 21

Herra Bros

Tvö blogg á einum degi. Eljan maður minn. Varð bara að setja inn mynd af bróðursyni mínum. Fékk að knúsa hann aðeins um helgina (myndin er stolin frá uppalendum hans).

Lifið heil

     |

Letibloggari.is

Ég rétt mundi leyniorðið inn á bloggið, svo langt er síðan ég reit síðast. Margt og mikið hefur skeð síðan Ungfrúin lét vita af sér síðast. Það sem á daga hennar hefur drifið síðan er meðal annars:

- hélt evrósjón & kosningapartý
- keppt í krokketi sama kvöld og lenti í öðru sæti á eftir Málfræðimanninum
- farið í brúðkaup til frú Guðmundu, móður Hr. R
- farið í sumarbústað á Laugarvatni með Citý fjölskyldunni í tilefni afmælis föðurs
- lokið prófum!
- fengið út úr 2 prófum, fékk 9 í báðum, og á eftir að fá út úr vinnurétti.
- keypt Natuzzi sófa og fengið valkvíða við þá aðgerð (erum enn að bíða eftir honum)
- verið boðið til Kanaríeyja í sumar
- farið í mánaðarlegan Lunch með Sigurrós og Kristínu M
- farið í þrítugsafmæli til Sveinsdóttur
- farið að horfa á Grey´s anatomy að undirlagi Hjúkkunnar
- verið lukkuleg
- verið þegjandi hás
- hlakkað til endurfunda ML gengisins sem er næstu helgi
- planað sumarið
- skrifað uppagnarbréf og sagt upp vinnunni

Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com