miðvikudagur, júní 13

Týndu seðlarnir

Um daginn fann sambýlismaðurinn ekki 15.000 kr sem hann setti upp á skenk/hillu inni í eldhúsi (er reyndar búin að láta taka skenkinn núna, en það er önnur saga). Eftirfarandi samtal átti sér stað á milli mín og Hr. R af því tilefni:

Hr. R: hefurðu séð peninginn sem ég setti upp á skenk í gær
Ég: nei, ertu viss um að þú hafir sett hann þar?
Hr. R: já, handviss
Ég: nei, ég hef ekki séð hann
Hr. R: heldurðu að hann hafi dottið ofan af skenknum, á borðið og þaðan í ruslafötuna og ofan í ruslapokann sem þú varst að fara með út áðan?
Ég: ertu farinn að henda peningum drengur? Get ekki ímyndað mér að seðlarnir hafi dotti ofan í pokann! Prufaðu að leita betur
Hr. R: já, leita betur (leitar í 5 mín)
Hr. R: veistu ég held að peningurinn hafi dottið ofan í ruslapokann, það er málið. Peningurinn hefur farið út með ruslinu. Við verðum að leita að honum inni í ruslageymslu (sem er fyrir alla blokkina!)
ég: hvað meinarðu með ,,við". Ég týndi ekki seðlunum
Hr. R: Jú, þú fórst með ruslapokann út
ég: dæs!

Við drifum okkur út í ruslageymsluna, fundum helvítis pokann og leituðum í honum. Ekki fannst peningurinn

Hr. R: ég bara skil þetta ekki. Hvar getur peningurinn verið? Hefurðu nokkuð sett hann á einhvern stað og gleymt því
Ég: nei, það gerði ég ekki
Hr. R: einhver hlýtur að hafa gert það
Ég: já, ég held að það hafi verið húsálfurinn
Hr. R: fyndin!

Við leituðum í öllum krókum og kimum í íbúðinni en blessaður peningurinn fannst ekki. Hr. R var farinn að klóra sér í hausnum og næstum því farinn að trúa húsálfakenningunni minni. Allt í einu grípur hann um rassvasann á buxunum sínum.

Hr. R: uuuhhhhhh, Una. Ég held að ég sé búinn að finna peninginn...!

Lifið heil

     |

föstudagur, júní 8

Akureyri

Búin að pakka og taskan bíður úti í bíl eftir að vinnu lýkur. Ætlunin er að bruna á Akureyri að hitta Maríönnu, Hrafn, Mikael Mána, bumbubúana tvo og sólina. Líf og fjör. Talandi um líf og fjör, síðasta helgi einkenndist einmitt af því. Brugðum okkur í 3tugs afmæli til Nökkva á föstudagskvöldið og kíktum svo til R&R á laugardagskvöldið (systir Hr. R og mágur). Kíktum meira að segja aðeins niður í bæ. Langt síðan maður hefur lagt leið sína þangað, reykingabannið hefur áhrif þar á.

Sumarið er að verða bókað að mestu, sem er gott mál. Það þýðir ekkert að hanga heima með hendur í skauti: þrjú brúðkaup (veislustjóri í einu þeirra), ættarmót, sumarbústaðaferð, utanlandsferð og útilegur. Er að skipuleggja óvissuferð fyrir dömur KB Ráðgjafar næsta föstudag og var að taka að mér að taka þátt í skipulagningu ættarmóts að Hömrum. Það verður aldrei sannað að ég sé stundum örlítið ofvirk. Aldrei.

Góða helgi.

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com