mánudagur, ágúst 20

Ég

sá ekkert af hinum meintu menningarviðburðum um helgina. Alla vega ekki þessa auglýstu. Fórum í 3ognúll afmæli til Óla hressa von Ölves að Útey á föstudagskvöldið. Skratthea og G voru með í för. Afmælið einkenndist af söng, gleði, varðeld, skemmtilegheitum og skemmtilegu fólki. Takk fyrir mig von Ölves. Á laugardaginn var svo haldið út á land á ný. Í þetta sinn að Glámu sem er rétt fyrir utan Hvolsvöll. Þar var hittingur vina Hr. R frá Munchen, í höll Guðlaugar og Úlfars. Ég var ekki alveg upp á mitt besta, föstudagskvöldið tók greinilega sinn toll. Hef verið hressari og skreið upp í ból um 11 leytið. I´m old...

Síðasti vinnudagurinn minn var á föstudaginn. Svolítið skrýtin tilfinning. Ég fékk kveðjuveislu í hádeginu í dag, búið var að dúkka upp hlaðborð frá Austurlandahraðlestinni og öllum boðið í mat. Fékk þessa fínu gjöf; Íslands Atlasinn og 2 rauðvínsflöskur frá vinnufélögum. Ég mun sakna vinnufélaganna.

Í þessum töluðu orðum er verið að pakka niður á heimilinu. 2ja vikna afslappelsi er fyrirhugað, fljúgum út í fyrramálið. Sól, sandur, kokteilar og góður matur. Hið ljúfa líf.

Góðar stundir.

     |

fimmtudagur, ágúst 16

Einn meðlimur


bættist í þessa fallegu fjölskyldu í gær.
Til lukku með prinzinn Heiða, Titti og Aldís Leoni.

     |

þriðjudagur, ágúst 14

Lítill prinz

fæddist Sigurrós minni og Ingva þann 11. ágúst síðastliðinn. Pilturinn er 4140 gr og 54 cm.Til lukku með hann mín kæru.

     |

mánudagur, ágúst 13

Skilaboð?

Getur það verið að i-podinn minn sé að færa mér dulin skilaboð? Spilar fyrir mig " It´s no good" með Depeche Mode þegar ég er að gera magaæfingar í ræktinni. Nei, varla er hann svo kræfur...

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com