fimmtudagur, nóvember 27

Eymingjabloggari

Skratthea Skorrdal hefur rétt fyrir sér, ég er eymingjabloggari. Ekki það að það hafi ekki verið nóg að blogga um, síður en svo. Ég hef bara ekki haft nennu í mér að rita á netið. Það er svo langt síðan að ég bloggaði síðast að þjóðfélagið hefur teki stakkaskiptum á meðan. Bankar hafa verið þjóðnýttir, orðspor Íslands hefur beðið mikinn hnekki, valdaklíkur eru að tapa völdum, spillingin er að koma í ljós og svo síðast en ekki síst að dóttir mín er byrjuð og brosa og hjala. Það er augljóslega lang merkilegasta fréttin. Restin verður í stikkorðum. Síðan ég reit síðast hef ég:

- farið í brullaup Óla og Sillu
- reynt að byrja í ræktinni
- hitt familíUna í piparkökuhúsagerð
- farið á Fló á skinni og næstum andast úr hlátri
- farið á minningarathöfn Ingimundar afa Rúnars sem lést þann 19. nóvember
- farið í Kreppuafmæli til Sillu hans Þráins
- þvegið óteljandi þvottavélar
- farið í brullaup Óskars & Kötu, vina Hr. R
- sett upp jólaljós
- haft áhyggjur af ástandinu í landinu
- verið að lesa ævisögu Guðna Ágústssonar (akkurat þegar hann sagði af sér). Spurning um að fara að lesa ævisögu Davíðs Oddssonar og athuga hvað gerist...
- hangið á Facebook
- fengið margar góðar heimsóknir
- haldið nafnaveislu fyrir Örnu Eiri í Citýinu
- haldið upp á 3tugs afmæli sambýlismannsins, að þýskum hætti, með honum og um 70 vinum og ættingjum að Straumi.
- fengið nett ógeð á kreppufréttum
- verið mjög meðvituð um þá staðreynd að góð heilsa er gulli betri
- hlegið marg oft með/að hinni óviðjafnanlegu dóttur minni
- hlakkað til Skerjójólahittingsins sem verður þann 29. nóv


Góðar stundir

     |
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com